Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 25

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 25
Sólnasveipurinn Hringiða, þrjátiu og sjö milljónir ljósára frá Jöröu. t hverjum sólnasveip eru sólir, svo skiptir tugum eða hundruðum milljarða. Þegar haft er i huga, hve örlitill tituprjónshaus jörðin okkar er i alheiminum, er erfitt að ganga út frá þvi að æðra líf sé hvergi I alheiminum nema einmitt hjá okkur. sannað það fyrir sjálfum sér, að i svefni endurnærast menn ekki ósvipað og notuð rafhlaða, sem tengd er orkugjafa og hleðst raf- orku á ný. Hvildin ein er ekki nægileg, heldur verður svefninn að koma til og með svefninum koma draumarnir, sem leiða með sér þann lifkraft, sem vérður ekki án lifað. Skiljum við nú betur, að dr. Michel Jouvet, prófessor i há- skólanum i Lyon, hefur nokkuð satt að mæla, þegar hann segir i lok ritgerðar, sem hann nefnir: „Hinn sofandi heili,” og lesa má i bókinni „The Human Brain.” Þar segir prófessor Jouvet: „Að upp- götva eðli þriðja ástands tauga- kerfisins” — (það er að segja eðli draumlifsins, athugasemd Kjartans) „likist þvi að finna nýja heimsálfu. Lifeðlis- fræðingarnir, sem á ströndum heimsálfunnar standa, hafa annaðhvort reynt að lýsa yztu mörkum hennar eða leitað miðju álfunnar. Þeir hafa þegar dregið upp fyrstu skýringarmyndina (balance sheet), sem sýnir, að með nánari könnun á heims- áifunni megi takast að varpa ljósi á levndardóma draumlifsins. Ennþá er eðli þess róeð öllu oþekkt, og er það ein al stærstu ráðgátum lifeðlisfræðinnaj.” Jouvet mælir spaklega og gerir sér greinilega vel ljóst mikilvægi þess, að draumlifið verði skilið, en aðlikja þeim skilningi við fund nýrrar heimsálfu er of varlega til orða tekið. Sannleikurinn er, að Helgi áttaði sig á, þegar hann komst til skilnings á eðli draumanna, að ekki er til einungis ótölulegur grúi hnatta, heldur einnig, að á þeim er lif. Heimsálfulikingin er undirmáls- hugsun fædd af háskólafræði i spennitreyju, sem reyndar ber merki skarpleika og fróðleiks, en litils skapandi vits. Ef ekki verður losnað úr viðjum ófrjórrar ályktunarhæfni i málum, sem meginmáli skipta, er ekki langt að biða þess, að illa fari. — Ertu að gefa i skyn, að Nýalssinnar séu heimsendis- spámenn? — Svo má segja og erum við ekki einir um það. Þarf ekki annað en vitna 6 frægustu visindamenn núlifandi og aðra framámenn, sem fjölmargir segja fyrir hin verstu tiðindi, ef ekki verður spyrnt við fótum og stefnunni breytt. Meira að segja spáði Jóhannes Nordal fjármála- legum „heimsendi”, ef forsendum hagkerfisins verður ekki breytt, i ræðu, sem hann flutti á Skálholtshátið fyrir nokkrum árum og lesa má i Lesbók Morgunblaðsins. Það er nánast komið i tizku að vera heimsendisspámaður. Fólk skemmtir sér orðið við það i leiðindum sinum að spá sjálfu sér hinum mestu óförum. Dr. Helgi sá ekki endalokin fyrir sér sem afleiðingu einhvers eins og einangraðs þáttar i at- höfnum manna hér á jörð, eins og nú er gert. Offjölgun segir einn, Framhald á bls. 32. Sambandsfundirnir fara fram tvisvar i viku og eru oft fjölsóttir.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.