Vikan

Eksemplar

Vikan - 01.02.1973, Side 31

Vikan - 01.02.1973, Side 31
HVAÐ SEGJA FORELDRAR__________________ FramhuJd al bls. 17. Hér viö bætist, aö kynhvötin vaknar ekki skyndilega á kyn- þroskaaldrinum, og ein bók kemur henni ekki af stað. Móðir Hirgittu var hrædd um, að bókin inyndi lokka litlu stúlkuna hennar til einhvers, og það var i von um að geta verndað hana, sem hún faldi bókina og reyndi að komast hjá að ræða þessi efni. Hún gerði sér ekki grein fyrir þvi, að allir unglingar eru forvitnir um þær hreytingar, sem verða á þeim, þet*ar þeir eru 14—16 ára. Móðir Birgittu vissi ekki heldur, að lafnvel ungbörn eiga sitt kynlif, þótt flestir fullorðnir eigi bágt með að viðurkenna það. Drengir og stúlkur hafa wmjulega mikinn áhuga á hinu i ' inu Ou á kvnþroskaskeiðinu f\lgjast þau vel með þroska eigin K,iinu og bera sig saiaan \iö telagana. Dagdraumar, skot. Imyndanir, kynferðislegar til- tinningar — og sjálfsfróun, allt þetta heyrir aldrinum til, og það er ekkert, sem maður þarf að skammast sin fyrir. Við ræðum þetta nánar innan skamms. Nokkrir unglingar eru seinni til þroska en aðrir (fólk er eins ólikt að þvi leyti og öllu öðru leyti) — og það eru mjög fáir 15—16 ára unglingar, sem sofa saman. Foreldrum finnst yfirleitt, að" unga fólkið eigi að biða, eins lengi og unnt er, og þess vegna veröa \ iðbrögö þeirra eins og hjá móöur líirgittu, sem helzt viidi þegja vandamálin i hel Þeim gleymist, að kynþroski tekur á sig margar saklausari myndir en þá að sofa bjá Og þeir gera sér, ekki fulla grein fyrir þvi, að kynlif er eðlilegur hluti af lifi sérhvers rnanns allt frá bernsku. Það er alls ókleift að setja reglur, hvenær fólk á að fara að hugsa um þessi efni. Þaö eina, sem iullyrt verður, er aö flestir unglingar verða kynþroska 13—15 Ira það er að segja þá fara stúlkurnar að fá blæðingar og Irengjum verður sáöfall á næturnar. Það er mjög mikil- va-gt, að unglingarnir hafi fengið fræðslu, áður en þeir komast á þennan aldur. Annars er hætta á, að stúlkurnar verði skelfingu lostnar, þegar þeim tekur aö bla-ða, og drengirnir fyrirverða sig fyrir, að sæðið hefur sett blett i náttbuxurnar. I „Þii getur alltaf koniiö til min” l i^.ii iimöii llugitlu var svona '<1 'iö levfa hi’tini að ]_esa bókina frá frænkunni, var það aö einhverju leyii a! omeövituðum ótta við spurningar, sem hún gæti ekki svaraö Þegar móöir Birgittu var unglingur, voru kyn- ferðismál feimnismál i flestra augum, og hún var ekki komin yfir þessa afstöðu enn. Þaö var i mesta lagi talaðum, hvernig börn yröu til, en ekki hvernig mætti forðast getnað, og á tækni i ásta- leikjum var alls ekki minnzt. Fyrir aðeins tiu árum voru bækur um kynlif sjaldgæfar i bóka- hillum heimilanna. Flestir áttu ekki einu sinni bækur um efniö, og enn i dag er margt fulloröið fólk mjög illa að sér um kynferðismál. Þvi er það feimið og óöruggt, þegar það talar um þau efni. Það sér kannski greinar i vissum blöðum, en það litur enn á þetta sem eitthvað „djarft” og dónalegt. Það kallar ailt saman „klám”. Móðir Birgittu er af kynslóð, sem yfirleitt ber þess merki að hafa fengið ranga fræðslu um kynferðismál. Því er erfitt að fá hana til að skilja, að nú eru þau mál rædd vandlega, og það er skylda manns að fræða börn sin um þau. Siðustu kannanir sýna, að á 70 af hverjum 100 heimilum eru kynferðismál alls ekki rædd eða aðeins þegar nauð krefur. Þess vegna megið þið ekki halda, að foreldrar ykkar séu eitthvað teprulegri en aðrir, ef þeir ergja sig yfir þvi, að þið lesiö bækur um likantsfræði og kynlif. Margir foreldrar segja sjálfsagt það sama og móöir Birgittu: „Þú getur alltaf komið til min, ef þig langar til aö vita um eitthvað.” Þetta hljómar fallega, en þó er þetta að sneiða hjá vandamálunum, þvi hálf- vaxin börn spyrja sjaldan sjálf- krafa. Auk þess þarf maður að vita töluvert til aö geta spurt, annars veit maður ekki, hvar skal byrja. Það væri betra, að for- eldrarnir notuðu tækifæri á borð við blaðagrein, sjónvarpsþátt eöa kvikmynd til að hefja umræður um efnlð. Þeir eru skyldugir til að gera það, allt frá þvi að börnin eru lítil (flest börn spyrja mikið á aldrinum 3—5 ára), svo að umræður um kynferðismál verði ekkert „sérstakt”. Vnga fólkið spvr ekki ótilkvatt, nema afstaðan gagnvart kynteröismalum se opinská, fordómalaus á heimilinu. Þaö lætur sér nægja að hvislast á viö félagana og skoða klámblöð. Þaö siðarnefnda er slæm aðferð til að læra um kynlifið. Klámblöð gefa nefnilega mjög ranga mynd af þvi, og því er nauðsynlegt að segja unglingnum, hvernig það er i raun og veru. Drengirnir mega helzt ekki haldn að allar konur hlaupi um á svörtum nærfötum ng Ijiöi bara ellir þvi, aö einhver » maður komi og „geri eitthvað viö þær”! Margir kennarar vita, að 8—10 ára krakkar skiptast á klámmyndum, og það verður aö hafa það i huga. Það stoöar ekki að banna börnum að skoða þessi blöð eða skamma þau, er þau eru með „ljótar myndir” I skóla- töskunni. Kennslukonan sein roðnar Margt fullorðið fólk heldur, að unglingarnir viti allt um kynlifið, vegna þess aö jaínvel börn slá um sig með finum orðum og orða- tiltækjum og af þvi að „blöðin eru full af þessu”. En sú er ekki raunin. Það skortir enn nokkuð á heilbrigða fræðslu, og allar hálf- kveðnu visurnar, sem krakkar heyra, gera oft meira ógagn en gagn. Margur misskilningurinn er byggður á þeim. Og margir þora ekki aö spyrja, þegar þeir eru i vafa, af ótta við að verða sér til skammar. Þeim dettur ekki I hug, að félagarnir þykjast lika vita meira en þeir gera og nota fjölda oröa, sem þeir skilja ekki alltaf til fulls. 1 mörgum skólum er kynferöis- fræðsiu enn ábótavant, vegna þess að kennararnir hvorki geta né vilja ræöa þessi efni viö nemendur. 16 ára stúlka sagöi mér nýlega frá þvi, að hún hefði haft kennara, sem annaöhvort faldi andlitið i höndum sér eða stóö aftast i bekknum, þegar hann kenndi þeim um kynlif. Auðvitað var harðbannað að snúa sér viö og horfa á hann. Og yfirleitt eru sögurnar um kennslukonuna, sem roönar, ekki ýktar. En annars staöar gengur miklu betur, þvi aö smám saman taka ungir kennarar við störfum, og þeir lita flestir á kynlifiö sem sjálfsagðan hlut. Ef kennarinn er eðlilegur og rólegur, hefur það áhrif á nemendurna, góð áhrif, sem lengi eimir eftir af. En kennurunum verður annars að segja það til afsökunar, aö þeir voru sjálfir sviknir um almennilega kynferðisfræðslu. Litil börn tala ekki lengur um býflugur og blóm. Þau vita öll, aö litlu börnin koma úr maganum á mömmu. Biðji einhver þau að sýna á teikningu, hvernig börn veröa til, teikna þau flest mynd af manni með typpið út i loftiö og nakta konu, sem á von á barni. Eldri börn vita, aö frjóvgun verður viö það, aö sæöi mannsins rennur saman við egg konunnar, og að unnt er aö forðast getnað meö ýmsum ráðum. En það er mikill munur á þvi að vita þetta og að þekkja viðbrögð fólks kynferðislega og vita, hvernig manni getur liðið vel saman. Kynlifið er flókið, og flestir unglingar eru spenntir að komast að þvi, hvernig „það er”, og flestir eru hræddir i fyrsta skipti. Menn hafa ekki fyrr en á siðustu árum gert rannsókriir á kyn- viöbrögðum fólks. Bandarisku visindamennirnir Masters og Johnson gerðu athyglisveröar tilraunir meö þvi aö láta fólk liggja saman á sérstaklega útbúnum rannsóknarstofum. Bók þeirra, „Kynferðisleg viðbrögð fólks”, er heldur torskilin fyrir ungt fólk, en hún hefur kennt okkur að tala um kynferðismál á nýjan hátt. Sálfræðingarnir Inge og Sten Hegeler hafa unnið ötullega aö þvi að fá fólk á Norðurlöndum til að ræða opin- skátt um vandamál kynlifsins. Flestir eiga við vanda að etja i þessum efnum, en hingað til hefur fólk átt erfitt með að tala um hann. Fullorönum hættir oft til að gera litið úr vandamálum unglinganna, þegar þeir ræða um þau. En innst inni vita þeir vel, að þaö getur verið erfitt aö byrja, bæöi fyrir drengi og stúlkur, og fjöldamörg hjón hafa sáralitla ánægju af samlifinu. Nú mætHiætla, að þeir vildu, að börnum þéirra ‘gengi betur. En máliö er ekki svo einfalt. Þess vegna verðið þið aö ýta svolitið undir foreldra ykkar, segja þeim til dæmis, að þessi bók sé ails ekki hugsuö sem hvatning til 15 ára krakka til að sofa hjá, heldur sé henni ætlaö að kenna þeim aö komast hjá vandræöum. Þaö er nefnilega það, sem foreldrar ykkar eru svo hræddir um, og það er fallega hugsað. Ungt fólk nú á dögum, sem hefur fengiö góða kynferðisfræöslu, er í rauninni 5. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.