Vikan

Issue

Vikan - 01.02.1973, Page 33

Vikan - 01.02.1973, Page 33
dómstóll vildi taka máliö upp. Visst fólk heldur þvl fram að Niarchos heföi keypt sig lausan, aörir segja aö herforingjastjórnin stæöi meö honum. En hvernig sem þaö er, gat hann sjálfur haldið áfram aö lifa ljúfa lifinu, eftir hæfilegan sorgartlma. Hún hneykslaði allan heiminn. Meöan á þessu stóö, haföi Onassis, hinn hataði keppinautur Niarchosar, heppnast aö fá Jacqueline Kennedy, sem þá var ein eftirsóttasta ekkja I heimi, til að giftast sér. Hverja átti nú Niarchos að leggja I einelti, til aö skáka keppinaut sínum? Aö sjálf- sögöu var þaö Tina, sem bezt hentaöi til þess, æskuást hans! Tina haföi aö vlsu veriö gift' „Sunny” Biandford I tiu ár, en hún varö fljótt þreytt á honum og var á stöðugum þeytingi milli skemmtistaöa meö fólkinu I fréttunum. Þaö kom þvi engum á óvart aö hún sótti um skilnaö og fékk hann i Paris um voriö 1971. En Tina hneykslaöi aftur á móti allan heiminn, fjórum mánuöum slöar. í Frakklandi er þaö hefö eöa lög að allir veröa aö bföa meö aö gifta sig I tiu mánuöi eftir hjónaskilnaö, en Tina er fyrsta persónan, sem hefir fengiö undanþágu. Þau giftu sig þvi I október. Hún fjörutlu og tveggja ára og ennþá mjög glæsileg kona og hann, sextiu og fjögurra ára, feitur og gráhæröur. _ — Ég er oröin dauöþreyttur á öllum þessum giftingum, segir Alexander Onassis, sonur Tinu og hann hefir slitib öllu sambandi við móður sina. En Niarchoshjónin núverandi halda uppteknum hætti, flytjast á milli þeirra staöa i heiminum, sem eru i tizku þá og þá stundina. Þau voru auövitað I St. Moritz um veturinn, þar sem Tina braut handlegginn — og i Monte Carlo um sumarið. Samkeppnin milli Onassis. og Niarchosar er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 1 sumar fékk Tina risa- stóran demant frá Niarchosi. Onassis svaraöi með aö gefa Jacqueline heila demanta- námu......... MEÐ HUNDASLEÐA TIL NYRZTU BYGGÐA ESKIMÓA__________________ Framhald af bls. 15. allir sögöu sömu setninguná, lik- lega þá einu, sem þeir höföu lært af máli Eskimóa .... Ég sá aö henni vöknaði um augun, svo ég tók hönd hennar og leiddi hana út. Miönætursólin skein lágt yfir blámóðu jöklanna I noröri og hún leit á mig og sagði: — Hversvegna haga þeir sér svona? Halda þeir aö allar Eskimóakonur séu til sölu? Mér varð svarafátt. Viö fórum svo inn i braggann, sem mér haföi verið fenginn. Þar var hvorki hervörður né sjónvarpsupptökuvél. Hún sagöi mér frá sjálfri sér og lifi sinu fram aö þessu. Hún kynntist ókunnum heimi. Hún sagðist eiga sautján ára dóttur, þrjá bræður og eina systur. Hún haföi gengiö i skóla i þorpinu I sex ár og hún haföi verið forvitin að kynnast þeim heimi, sem hún las um i bókum, heimi, sem haföi upp á aö bjóöa bila, hitaleiöslur, sjónvarp og verzlanir. En hún haföi ekki kunnað við sig i þeim heimi. Nú var hún á leiöinni heim. Heföi ég þá vitað hvernig heim- kynni hennar voru, heimkynni, sem hún þráöi svo mjög, heföi ég alls ekki skiliö hana. Hún var vel klædd, hrein og fersk og ilmaði vel. Svarta háriö, skásett augun og selskinnstaskan komu upp um uppruna hennar. Þrem vikum siöar hittumst við á ströndinni viö Qanaq. Hún kom á móti mér með dóttur sina við arminn. Það var mjög erfitt að sjá hvor þeirra væri yngri. Þær hlógu og flissuöu. Aö baki þeirra gat ég greint einhverja kofaþyrpingu, timbur- bragga, sem virtust að falli komnir. A timburflekum við ströndina lágu húðkeiparnir og þar voru óteljandi hundar. Þetta var hennar heimur. Um kvöldið var ég svo boðinn heim til hennar. Herbergiö var 4x6 fermetrar og veggfastir svefnbekkir tóku upp mestan hluta herbergisins. 1 einu horninu glumdi i segulbandi. Þarna næst ekki I neinar útvarpssendingar. Hvalspik og selakjöt. Bræöur hennar voru á sjófugla- veiöum, en eldri systir hennar og dóttir voru hjá henni. Maturinn var borinn fram i bala, sem settur var á vegg- boröiö, hrátt hvalspik og þurrkað selskjöt. Viö drukkum te með þessu og ég átti lögg I viskýpela, sem við settum út I teib. Áfengi er sjaldgæfur drykkur á þessum slóöum, þar sem Danir hafa fengiö sig fullsadda á ástandinu i Suöur-Grænlandi. Hún dansaöi og söng, hún var ánægö. Nú var hún komin á sinar heimaslóðir, i það umhverfi sem hentaöi henni bezt. Rétt eins og fyrir þúsund árum. 1 v e i ö i m a n n a b æ n u m Querqertat hitti ég Eskimóakonu, sem aldrei hafði kynnst ööru en heimabyggð sinni, konu sem lifir lifinu á sama hátt og formæður hennar I aldaraöir. Hún heitir Naujardlak og er um fertugt, gift einum bezta veiði- manni bæjarins. Andlil hennar, sem reyndar alltaf var brosmilt, var barkað af sól og isköldum vindi. Hún haföi sjö börn á heimilinu, en mér varð aldrei ljóst hvort hún átti sjálf öli börnin. Veiöimannskonan er stolt, hana munar ekkert um að sinna börnum annarra, eins og sinum eigin börnum, ef til vill eru það börn veiöimanna, sem hafa oröið úti á Isbreiðunni .... Ég sá hana aldrei sleppa verki úr hendi eða hvíla sig. Eldsnemma morguns, sá ég hana þjóta til strandarinnar meö tóman poka og hnif I hendi. Hún hljóp alltaf viö fót, stuttum en hröðum skrefum. Rekisinn er drykkjarvatn. A ströndinni hjó hún mola úr rekisnum, sem hafði losnað um nóttina. Þar sem aldrei fer frost úr jörðu, er hvergi drykkjarvatn. Hún beygir sig og tosar fullum pokanum upp á bakið og siðan skokkar hún meö hann heim, til aö bræða Isinn fyrir framan eld- stæöið. Maöurinn hennar kemur venju- lega heim um hádegi, eða þegar einhver, sem er á verði uppi á fjallinu kallar, til að segja að það sjáist til hvals úti á firðinum. Þegar veiöimennirnir koma meö hvalinn i togi, eftir nokkra klukkutíma, gripur hún hnifinn og flýtir sér til strandar. Nú á að skipta veiðinni, aliir fá sinn skerf. Veizla hjá Eskimóum. Já, meöal annarra orða, eitt er það sem ég sá hana aldrei gera og þaö var aö þvo upp leirtau. Þegar Eskimóakona býöur til veizlu, koma gestirnir með sin eigin mataráhöld. I þessu tilviki með drykkjarkrús og hnif, hárbeittan hnif. Maturinn er látinn á bert borðið og svo verður hver að bjarga sér. Krúsirnar eru fylltar með tei. Slika konu getur Eskimói léö og verið hreykinn af. Það er sem sé ennþá lenzka þarna að ljá nágranna konu sina. En þaö er ekki til að velgja bólið hans, heldur til aö leggja honum liö. Veiðimennirnir geta ekki veriö án kvenna sinna. Þab skeöur oft ab veiði- mennirnir fara i langar veiöi- feröir, stundum til Kanada, þar sem þeir veiða isbirni. Slika ferð getur enginn fariö, án þess að hafa konu með. Ef það skyldi nú hittast svo á að eiginkona mannsins er veik, eða komin að þvi ab ala barn, svo hún getur ckki fnrið nir-ð manni «innm þ,i er það aðeins sjálfsagt að einhver rþoipmu ijær hunum kunu aiim Konu, sem getur séð um matinn, fatnaðinn og hirt skinnin. Og ef svo skyldi vilja til að þau yljuðu hvort öðru, þarna úti i auðninni, þá dettur engum i hug aö fást um það. Þar er aðeins eitt sem nokkru máli skiptir og það er aö bjarga lifinu og færa björg i bú, mat handa möunum og hundum. 3M - CAT STEVENS Framhald af bls. 27. Nokkru áöur, en Cat Stevens (iðlaðist þá frægð og viður- kenningu, sem íionum hefur nú hiotnast, kotn i Ijós að hann haföi berkla. Eftir aö honum haföi hlotnast sú vitneskja, lokaði hann sig inni uin lengri tinia. Þcir timar sem þá fóru I hönd voru nokkurs konar timar opinberunar fyrir Cat Stevens. Hann tók á leigu bilskúr i London og dvaldi þar, ásamt vinuin sinum tveimur og einum gitar. Þá urðu til lögin, scm færöu lionum þá aödáun og viröingu sem raun ber vitni. Aö vera mcð berkla, þýddifyrir hann það sama og opinberun tveggja siöustu áfanga á lifsleiðinni, sjúkrahússins og kirkjugarðsins. FramhalcL á bls. 36. 5. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.