Vikan

Útgáva

Vikan - 01.02.1973, Síða 34

Vikan - 01.02.1973, Síða 34
Skuggagil 11. kafli. Þrir dagar liöu áður en taugarnar I mér voru komnar i samt lag. Ég sá aldrei Lanee Devois, og langaði heldur ekkert til þess þvi að þaö var hann, sem haflii ráðlagt mér aö losna við hestahræðsluna mina með þvi aö vera einhversstaðar nærri þeim. Ég velti þvi fyrir mér, hvort hann heföi nokkurn þátt getað átt i þessari morðtilraun við mig. En það virtist hreinasta fjarstæöa, svo að ég beindi aftur huganum að Polly frænku. Hefði faðir minn verið heima, er ég viss um, að ég hefði sagt honum frá þvi, sem fyrir mig hafði komið siðan ég kom aftur heim. Móöir min kvaldist af eilifum höfuöverkjum, svo aö ég vildi ekki fara aö angra hana með minum eigin vandamálum, né heldur hræöa hana meö þvi, að hugsanlegur moröingi væri þarna á ferli. Smámsaman jafnaði ég mig af hræðslunni, aðallega vegna þess, hve spennt ég var fyrir að máta allan nýja fatnaðinn. Og móðir min var enn búinn aö panta nýja kjóla og allt mögulegt. Og svo var ofan á allt annaö blá flauelskápa. Ég bar lika með þögninni áhyggjur minar út af Ellen Randell. Ég haföi sem sé enga hugmynd um liöan hennar, en vissi hinsvegar að þessir fyrstu dagar eftir uppskurö, voru hættu- legastir. Auk þess vissi ég ekkert, hvernig ég átti aö frétta af henni, nema þá að biðja ekilinn að aka mér.á stööina og komast þaðan til New York. Ég átti næga peninga til þess, en móðir min hafði harð- bannað mér að fara, og ég vildi ekki fara slika ferö án leyfis hennar. Ég haföi séð, hvað hún gat orðið æst og reiö, hvenær sem nafn Ellenar Randell var nefnt, og ég hugsaöi mér sennu þar sem móöir mín mundi húðskamma mig, og við ienda i rifrildi. Þvi var ég áfram þögul um konuna, sem ég elskaöi heitar en nokkurn I heiminum. - Að visu elskaði ég foreldra mina, en það var svo nýtilkomin ást, að mér fannst ég ekki sýna þeim neina vanrækslu. En ég var hrædd um að fá móður mina á móti mér, út af Ellen Randell, þvi að þá mundi hún krefjast refsingar henni til handa, eins og lög frekast leyföu. Kannski mundi ég seinna finna lausn á málinu, eða eitthvað gerast, svo að hún slyppi við refsingu. En þangað til var ráölegast að hafa sig hæga. Ég vaknaöi á föstudagsmorgun og teygði mig letilega i rúminu, þegar Bridey barði létt að dyrum og stakk svo höföinu inn úr gættinni. - Góðan daginn, ungfrú, sagði hún. Móður yðar langaði að vita, hvort þér væruð vöknuð. - Já, það er ég, Bridey, sagði ég glaðklakkalega. - Segðu henni, að ég komi rétt strax niöur til morgunverðar. - Þaö skal ég gera, sagði hún og lokaði hægt á eftir sér. Ég fór fram úr og staðnæmdist sem snöggvast fyrir framan spegilinn, til þess að dást að fallega nýja náttkjólnum, en hann var einn af mörgum, sem frú Bigelow haföi komiö með úr finu verzluninni hans Stewarts. Alveg fannst mér ég vera eins og prinsessa. Ég flýtti mér að baða mig og klæöa. Svo burstaöi ég á mér háriö og setti það upp. Morgun- kjólarnir minir voru enn ekki tilbúnir, svo að ég fór I einn nýja dagkjólinn. Móðir min hafði varaö mig viö aö vera I kjólnum, sem ég hafði komið i til Skuggagils, og ég gat ekki láð henni það, þvi að hún haföi aldrei séö mig i öðru. Ég gekk beint niður I borð- stofúna, þar sem allt gljáði af svartviði. Stólarnir við borðið voru afar skrautlegir. Móðir min sat við annan borðsendann og til hliðar viö hana var lagl a borö fyrir mig, og mjög nærri henni. Borðstofan var svo stór, að mér fannst hún vera heill veizlusalur. Ég hugsaði með mér, að það hefði hún lika áreiöanlega verið i fyrndinni, og mundi veröa þaö aftur I framtiðinni. Mér hálfþótti fyrir þvi, aö faöir minn skyldi ekki vera þarna hjá okkur. Ég hafði ekki séö hann siðan I vinnu- stofunni þegar Ellen Randell bar á góma. Og þar heföi áreiöanlega orðið rifrildi, hefði ekki Lance Devois rekizt inn. Móðir min varð vör við þessi vonbrigöi min og sagði: - Þvi miður, elskan min, er hann pabbi þinn i New York á stjórnmála- ráðstefnu. Ég er hrædd um, að við sjáum hann ekki oft fyrr en eftir kosningarnar. - Ég get skiliö, að þú sért einmana, sagöi ég meö samúðar- brosi. - Ég verö nú ekki eins einmana, þegar þú ert komin til min. Ég er farin að hlakka til dásamlegs sumars. - Þakka þér fyrir, mamma. Og þakka þér lika fyrir öll þessi indælu föt. Mér finnst þau næstum ofmikið handa einni manneskju. - 0, bull! sagði móöir min háös- lega. - 1 dag förum við með lestinni til Kingston, þar sem þú skalt fá það,' sem á vantar af fatnaði. Hvaö finnst þér um þaö? Ég veit aiveg, að augun i mér ljómuðu viö tilhugsunina, þvi að ég var farin aö sakna borgar- hávaöans. - En spennandi! sagði ég og ljómaði öll. - En fvrst verburðu að bnrða almennilega, sagði móðir min i umhyggjuton. Það var nú minnstur vandinn, þvi að maturinn þarna i Skuggagili var alveg dásam- legur. Ég játaði meö sjálfri mér, aö frú Voorn ætti heiður skiliö fyrir þaö, og nú skyldi ég ekki láta persónulega óvild til hennar draga út áliti minu á henni sem ráðskonu. Eftir morgunveröinn hljóp ég upp I herbergið mitt, syngjandi af gleði. Ég varð að nota sama hattinn, sem ég var með þegar ég kom, en hann fór vel við hin fötin. Ég tók hanzkana mina og netpokann úr skúffunni og beið siðan i forsalnum eftir mömmu. Hún var að vanda vandlega uppstrokin, i dökk- grænni dragt og meö tilsvarandi hatt skreyttan gervilaufi. Hún var afskaplega nýtizkuleg og hrifandi. tJti fyrir beið vagninn okkar. John, sem var miðaldra, rjóð- leitur maður. hjálpaði okkur upp i hann. settisf á ökusætið, snert' *-stsna létt méð taumunum, ei, bridey stóð á tröppunum og kallaöi kveðju til okkar. Frú Voorn, sem stóð viö hlið hennar, pindi fram bros og óskaði okkur góðrar feröar Þegar við lögöum af stáö, rétti Bridey upp báðar hendur og hoppaöi hvað eftir annað, fra sér af kæti. Hvað ég vildi hafa getað tekið hana meö okkur. Hún var svo elskuleg stúlka. Ég ásetti mér að koma henni á óvart meö ein hverri smágjöf, sem ég skyldi kaupa fyrir mina eigin aura Við ókum eftir sama veginum og ég hafði farið fyrir fáum dögum. Mamma gerði enga tilrnnn til snrntnls ng ép 1’ •* dæmi hennar E2n þessi tiögn gat nier tækiiæn tu að dn ssa , mig fegurö landslagsins það var ýmist hrjóstugt eða ræktað. Eitthvert fólk og nokkur börn veifuöu til okkar þegar viö ókum framhjá. Móöir min kinkaði aöeins kolli, en ég veifaði glaölega og kallaði kveöju á móti Móöir min horfði á mig hissa og hneyksluð. - Ég get ekki aö þvi gert, mamma, sagði ég. - Það er einmanalegthér um slóöir og ætti 34 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.