Vikan

Útgáva

Vikan - 01.02.1973, Síða 36

Vikan - 01.02.1973, Síða 36
En mitt I önn dagsins, þegar Cat hafði lengi dvalið i eigin heimi tónlistar og einmana- kenndar, birtist skyndilega geisli Ijóss og hlýju, jafnvel 'ástar, stúlka að nafni Pattie d’Arbanville. Leiöir þeirra voru óaðskiijanlegar um lengri tima, en hún hvarf einn dag, jafn- skyndilega og hún hafði komiö. Cat Stevens tók músikina fram yfir hana. En eftir varö minningin um Pattie d’Arbanville I laginu Lady d’Arbanville, sem Cat samdi eftir að leiöir þeirra skildu. Síðan þetta gerðist hefur margt breytzt I lífi Cat Stevens, en hann er enn einbúi I eigin heimi ljóða og laga. Samt sem áöur eiga ljóö hans og lög alltaf hljómgrunn I nútimaþjóöfélagi efnishyggju og streitu. „Hið syngjandi skáld”, leggur mönnum orö I munn. Söngur hans á samleiö með ört fjölgandi mannkyni, hann á þaö skilið, aö á hann sé hiustaö. Sam- setning laga og ljóða er nú út- breiddast tjáningarform nútima- þjóðfélags. Þeim, sem þar auönast aö standa meö höfuö og heröar upp úr mcöalmennskunni eiga eftirtekt skilið. HVITAR NELLIKKUR Framhald af bls. 13. Angela Forrest sagði: — Jóhn frændi var e;nn slns liös hérna I New York. Þetta geröist allt á af- mælisdaginn hans. Skyldfólkið — allur hópurinn — var komiö til borgarinnar til þess að boröa hjá honum kvöldverð. Ég kom snemma til þess að færa honum dálitla gjöf, en enginn svaraði þegar ég hringdi. Ég varö hrædd, og fékk húsvörðinn til að opna fyrir mér. — Það fyrsta, sem viö sáum þegar viö komum inn I setu- stofuna voru hvitar nellikur, sem voru dreifðar um allt gólfteppið. Þarna var lika blómavasi — brotinn — og vatnspollur. — Ég laut niður til þess að tina upp blómin og sá þá, að sum þeirra voru með rauöum blettum. Þannig kom ég að John frænda. Hann lá þarna með skamm- byssuna i hendinni — og haföi velt vasanum um koll þegar hann datt. Það setti að henni hroll. — Þetta var blóð á nellikunum. Hún þagnaöi, rétt eins og hún væri að herða sig upp i að geta haldiö áfram. Trant lagði ekkert til málanna, en tautaði aðeins: — Og svo? — Svo kom lögreglan auðvitað, og athugaði þetta og sagði siðan að það væri sjálfsmorð. Nei, ég tók ekkert mark á nellikunum þá strax. Mér fannst bara einkenni- legt, að þær skyldu vera þarna, afþvi að John frændi var enginn blómavinur, en . . .þaö var ekki fyrr en þaö næsta kom fyrir aö mer fannst þessar nellikur vera eitthvað . . . .óhugnanlegar. — Komu þær vfðar við sögu? — Já, fyrir tveimur mánuðum. Þá var þaö hún frænka min hún frú Lucia Dean. Hún var föður- systir min. Hún dó lika á afmælis- daginn sinn. Dean — Chippogue, Long Island. Munið þér eftir þvi? Trant mundi eftir þvl. Þetta hafði verið utan hans umdæmis, en kunningi hans, Cadbury full- trúi I lögreglunni I Chippogue, hafði talið þetta mál eftirtektar- vert. Miðaldra kona af heldra taginu, sem haföi haldið afmælis- veizlu, hafði seinná fundizt I bil- skúrnum slnum dauð af út- ' blástursgasi. Likskoðarinn haföi taliö þetta vera slys, og ekkert samband fannst milli þess arna og dauða bróður hennar. — Fjölskyldan okkar kemur alltaf saman á afmælisdögum sagöi Angela Forrest. — Það er hérumbil það eina, sem við sjáumst. Viö vorum öll heima hjá Luciu frænku. Nellikurnar komu þá um morguninn. Þær hljóta aö hafa verið sendar nafnlaust, þvl aö hún spurði mig, hvort ég hefði sent þær. Það hafði ég ekki. Seinna fannst hún I bilnum I skúrnum — dauð. Mennirnir hans Cadbury fulltrúa báru hana inn I stofuna. Viö komum þangað öll. Nelllkurnar voru þarna hjá likinu. Þefurinn af þeim virtist vera þarna um allt — þessi sæti, andstyggilegi þefur . . . .rétt eins og þær hefðu verið sendar i jarðarförina hennar. Röddin I henni bilaði. — Þarna komu nellikurnar I annaþ'sinn. Og svo i dag þegar ég opnáöi öskjuna, þá sá ég . . . . Hún greip höndum fyrir andlitið. Trant spurði lágum rómi: — Sögðuð þér honum Cadbury full- trúa frá nellikunum? — Auðvitað. Röddin var hás. — Hann haföi engan áhuga á þvl og sagöi, að það væri bara tilviljun. — Þrjár tilviljanir, tautaði Trant. — Ég býst við, að þér ætlið aö halda afmælisveizlu I kvöld, ungfrú Forrest? — Já. Fyrir alla fjölskylduna — eöa það, sem eftir er af henni. Þau ætla að gista hjá mér. — Segið þeim aö koma ekki. — Það get ég ekki. Ég . . . Hún þagnaði. — Þér haldið þá virki- lega, að ég sé I hættu? Yður finnst ekki ég vera brjáluð að halda þetta? — Nei, það er eitthvað meira en tilviljun, að tvær manneskjur fá nafnlaust sendar hvltar nellikur á afmælisdaginn sinn, og deyja svo nokkrum klukkutimum seinna. Vitanlega held ég yður ekki vera brjálaða. Trand horfði fast á hana. — Hafa hvltar nellikur nokkra sérstaka þýðingu hjá skyldfólki yöar? — Ekki það ég veit. — Þetta er einkennilegt, sagði Trant. — Moröingi, sem sendir væntanlegu fórnardýri sinu blóm. Mjög óvanalegt. Þér hafiö engan sérstakan I fjölskyldunni grunaöan? — Nei. — Engan, sem hefur einhvern sérstakan hag af þvi að losna við frænda yðar og frænku og yður sjálfa? Hún hikaöi. — Jæja, að vissu leyti gætum við öll haft tilgang með þvi. — Aö vissu leyti? — Já, það mætti að minnsta kosti kalla þaö tilgang. Það var faðir minn, sem átti allar eignirpar. Þegar hann dó haföi hann stofnaö sameiginlegan sjóð. Vextirnir af honum skiptast jafnt með bræðrum hans og systrum, börnum þeirra og svo mér. Ef einhver fellur frá, skipta hinir hans hluta á milli sin. — Það mundi ég'nú kalla nægi- legan tilgang. Trant tók eina nellikuna af borðinu. — Hvernig komu þessar til yðar? — I pósti. Með hraðboða. I ómerktri öskju. — Hversvegna getið þér ekki frestaö þessu samkvæmi yöar? Hún leit á hann með örvæntingarsvip, —Til hvers gæti það verið? Ef blómin þýða það sem ég held, gæti ég ekki komið I veg fyrir það með þvl að fresta samkvæminu. Hún þagnaði. — Það er ekki nema eitt til ráöa. Ég hef ihugað þaö vandlega og ég er viss um þaö. — Og hvað er það? — Að halda veizluna og gefa moröingjanum öll tækifæri — og reyna svo að koma upp um hann. Hún hallaöi sér I áttina að honum með ákafasvip. — Þessvegna kom ég til yöar. Ég hélt, að þér munduö .... — Koma I samkvæmið? — Já. Ég veit, að það er hræði- lega...... — Óvenjulegt? greip Trant fram i. — En ég er hrædd. Það get ég alveg játað . . . .En það mundi ég ekki vera ef þér væruð hjá mér þegar hættan dynur yfir. Þegar Trant leit á friöa andlitið á henni, játaði hann með sjálfum sér, að það var ekki lögreglu- spæjarinn einn, sem hrærðist af þessari bón hennar. — Þaö væri nú dálitiö áberandi að koma með lögreglumann i samkvæmið. Ég held - að það væri betra að hafa þaö gamlan vin eða tilbiðjanda? Andlitiö á Angelu Forrest ljómaði. — Þér ætliö þá að’koma?" — Með ánægju, s^gði Trant. — Meö sérstakri ánægju. Það v,ar átakanlegt aö sjá, hve mjögdlenni léíti. Þaö var eins og þungu fargi heföi veriö létt af henni. Hún stóö.jupp og rétti honum spjald, sem hún tók upp úr töskunni sinni. — Hérna er heimilisfangið. Þetta er gamall kofi, en ég erfði hann eftir fööur minn og á mér engan annan veru- stað. Og ég get ekki lýst þvi, hve þakklát ég er yður. — Oöru nær, sagði Trant. — Það er ég, sem er yður þakklátur. — Fyrir hvað? Trant brosti. — Fyrir að gefa mér eitthvaö áhugavert umhugs- unarefni — og fyrir þaö, hve vel þér dönsuöuö þarna forðum. Þegar hún var farin, tók hann upp eina hálfvisnuðu nellikuna og starði á linu blöðin. Slðan greip hann simann. Samtalið við Cadbury fulltrúa, sem nú fór á eftir, sannfærði Trant um það, að eitthvað væri freklega athugavert við þessa Forrest-ætt. Cadbury var glöggur og rólegur. Hann átti fyrirlitningu harðgeðja manns á kvenlegum duttlungum svo sem hvitum nellikum, óhugnanlegum, og full- yrti, að Forrest ofursti hefði alveg vafalaust framiö sjálfs- morð. En jafnframt játaði hann, aö hvaö snerti frú Dean gæti verið öðru máli að gegna. Enda þótt Cadbury heföi engar sannanir á hendinni til þess að gruna neinn sérstakan, var hann sannfærður um, að þetta „slys” frú Dean I bllskúrnum heföi veriö morð. — Kallaðu þaö hugboð ef þú vilt, tautaöi hann I simann, — en það er að minnsta kosti hugboð með tuttugu ára reynslu að baki. Mig grunaði morð þá, og mig grunar það enn. — Eftirtektarvert, tautaði TranL Eftir tiu minútur haföi Trant öll smáatriði viðvikjandi dauða frú Dean á fingrunum. Hann vissi nú, aö hvaö snerti tækifæri, þá haföi öll f jölskyldan möguleika á þvi aö láta þetta llta út sem slys. Þarna var um fjórar manneskjur að ræða: Philip Forrest, bræðrung Angelu, piparsvein og miðlungi velstæöan vixlara frá Wall Street, all—drykkfelldan, Herbert og Lucy Bartram, tvlburasystkin, bæði sérvitur og niðursokkin i efnafræöi, og loks var þarna ungfrú Ellen Forrest, ógift fööur- systir Angelu, sem Cadbury lýsti i stuttu máli sem „óþolandi hryllingi”. Áöur en Tranthringdi af, spurði hann: — Þú ert viss um, að þefurinn, sem þú fannst i bilskúr frú Dean hafi ekki verið af-nellikum? — Nellikum, þó þó, snörlaöi I Cadbury. — Þessi Forrest—stelpa meö nelllkurnar slnar. Ef þú vilt vita það, þá er hún álika biluö og allt hitt hyskiö. — Nei, ekki vildi ég nú segja það, sagöi Trant móögaður. — Alls ekki....... Um kvöldiö kom Trant i húsiö, 36 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.