Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 37

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 37
fo sem Angela hafði visað honum á. Þetta var þunglamalegt gamalt múrsteinshiis i hverfi, sem var á fallanda fæti. Hann var vel klæddur hafði lagt sig i lima að vera eins ó—lögreglulegur og hann gaL Aöur en hann hringdi svipaöist hann um, hvort borgaraklæddi lögregluþjónninn, sem hann hafði beöiö um, sér til fulltingis væri kominn. Maðurinn var "þarna, þar sem litið bar á honum og beið við endann á sundi, sem lá fram meö húsa- garðinum aö baki. Trant kinkaði kolli til hans og gekk siðan að framdyrunum til aö gera vart við sig. Angela kom sjálf til dyra. Hún var Iklædd rjómagulum kjól, sem jók enn á fölva hennar. En hún hafði samt aðdáanlegt vald á framkomu sinni. Hún hló ofurlitið um leið og hún sagði: — Jæja, ennþá er ég tórandi. Trant hafði næstum látiö blekkjast af þessum hlátri, en þegar hún dró hann inn i for- stofuna, fann hann, að hand- leggurinn á henni skalf. — Ég var að vona, að þér kæmuð fyrstur, en hann Philip frændi .minn er kominn á undan yður. Hún lækkaði röddina. —■ Finnst yður ég ætti að gera ein- hverjar sérstakar ráðstafanir? Trant leit á hana með hlvöru- svip, — Þér skuluð ekki vera ein með neinum. Það er allt og sumt. Og ef hægt er, þá finnið einhverja átyllu til aö hafa mig með yður. Lofið mér þvi. Einhverri hræðslu brá fyrir i augum hennar. — Ég lofa þvi. Philip Forrest var einn I stóru stofunni með kokteilhristir hjá sér. Hann var aö láta undan þessum „veikleika” sinum, sem Cadbury fulltrúi hafði getiö um, og þegar Angela kynriti hann var hann þegar orðinn tilfinninga- litill. I stórri silfurskál á slag- hörpunni var fjöldinn allur af hvitum nellikum og Trant varð illa viö ér hann kom auga á þær. Hvorki þessi blóm né heldur þvaðrið i Philip jók neitt á gleöina við þetta tækifæri, sem annars var kallað vera gleöisamkoma. Og ekki bættu Bartram- systkinin úr skák. Herbert og Lucy, efnafræði—tviburarnir, bæði rauðhærö með grúskarasvip og skjálfandi raddir, gátu ekki um annað talað en nýjustu rannsóknir á kjörsviði sinu. Þegar þau höfðu sagt Angelu, aö þau yröu að fara strax eftir kvöldveröinn og á mikilvægan fyrirlestur, fengu þau sér kokteil, gömbruðu hvort upp I annaö og skiptu sér ekki af neinum öðrum. Eina þjónustustúlkan, sem var býsna hörkuleg var að koma inn meö nýjan kokteilhristi, þegar dyrabjöllunni var enn hringt. — Þetta er hún Ellen frænka. Ég skal fara fram, Mary. Angela var komin af stað út úr stofunni, en mundi þá aðvörun Trants, sneri við, tók i hönd hans og dró hann með sér út úr stofunni. A leiöinni út úr forstofunni, vogaði Trant sér að segja: — Töfrandi skyldfólk. Hún gretti sig. — Blöiö þér þangaö til þér sjáið hana Ellen frænku. Þegar þau opnuðu dyrnar, stóð Ellen frænka þar, stór, bosma- mikil og ægileg og stikaöi inn. Þessi „óþolandi hryllingur” hans Cadburys var með þykka feröa- tösku i hendi og heimtaði, að sér væri strax fylgt til herbergis sins, þar sem hún ætti að gista. Angela fylgdi frænku sinni til herbergis uppi á lofti, andspænis stiganum, en Trant rak lestina með ferðatöskuna i hendi. Þegar Trant setti hana frá sér viö rúmið, rak Ellen frænka upp skaðræðisöskur og benti á svartan kött, sem var aö gæöa sér á dauðri mús undir skrifborðinu. — Kettir, Angela. Og þú sem veizt, að ég hef ofnæmi fyrir köttum. Nú geri ég ekki annað en hnerra næstu klukkutimana. — Fyrirgeföu frænka, sagöi Angela. — Ég skil bara ekki i hvernig Minnie hefur 'getað komizt hingað inn. Angela fjarlægði köttinn — og músina — en Ellen frænka lét sér ekki segjast. Sér væri ómögulegt að sofa I herbergi þar sem köttur hefði veriö, sagöi hún. Með upp- gjafarstunu sagði Angela: — Gott og vel, frænka. Ég skal sofa hérna sjálf. Þú getur fengiö mitt herbergi. Hún sneri sér að Trant. — Kannski þér vilduö vera svo vænn að taka töskuna. Það er rétt hérna eftir ganginum. Ellen frænka var ekki einu sinni ánægð með herbergi Angelu. Það var svo kalt, sagöi hún. Þar var fornlegur gasofn, og Trant kveikti á honum. ~ ^.Ellen frænka hnerraði. — Þetta er skárra. — Jæja, Angela, láttu okkur nú fá að boröa. Ég er ban- hungruð. Þessi afmæliskvöldveröur varö heldur bágborin athöfn. Engin skipti sér neitt af Angelu, sem reyndi eftir mætti að vera al- mennileg. Philip Forrest, sem nú var orðinn býsna drukkinn, át eins og hálfsofandi, Bertramsyst- kinin gjömmuöu hvort framan i annað og Ellen frænka barmaði sér. Trant, sem var næstum viss um, aö einhver þarna við borðið væri morðingi, var alveg i vand- ræðum. Starf hans hafði veitt honum vissa virðingu fyrir moröingjum — einkum þó þeim, sem höfðu svo mikið hugmynda- flug aö senda fórnardýrum sinum blóm. En nú fann hann ekkert sem gæti vakið aðdáun hans á gestunum þarna. Loksins sneru þau öll aftur til setustofunnar. Stúlkan hafði sett bakka meö kaffikönnu og likjör- glösum og flösku af kirsiberjavini á borö við arininn, og Angela var aö bjóöa likjörinn þegar Philip frændi rétti nægilega úr sér til að tauta: — Hæ, biðið þið andartak. Ég er með gjöf til hennar Angy. Hún er i frakkavasa minum. Hann slagaði fram i forstofuna og kom aftur með konjaksflösku. — Alvöru- konjak, tilkynnti hann. Miklu betra en þetta kirsi- berjagums.Hann opnaöi flöskuna, hellti litilli lögg i glas og skellti henni i sig. — Til hamingju með afmælið, Angy. Hann gusaði nokkru I annaö glas og rétti henni. Angela brosti uppgerðarlega þakkaði honum fyrir og setti glasið á borðiö hjá sér en hellti kirsiberjavini i glös handa Bartramsystkinunum og Trant. Philip veifaöi konjaksflöskunni framan i Ellen frænku. — Hvernig væri að fá sér einn dramm úr afmælisgjöfinni hennar Angy, frænka? — Þú ert fullur, Philip. Ellen frænka hvessti á hann augun. — Heyröu Angela, hvað ertu að vilja með þessar hvitu nellikur? Þú veist, að ég hata þær. Allt fullt hjá mér af þessum verölauna- skjölum, sem Lucia vann fyrir nellikurækt. Mér er kalt. Náðu I sloppinn minn. Hann er efst i töskunni minni. Trant stóö upp. — Ég skal ná i hann, frú Forrest. Þegar hann kom niður aftur með sloppinn, sá hann Angelu og Bartramsystkinin i forstofunni. Þau voru að troða sér i yfir- hafnirnar og kveina út af þvl, að nú yröu þau ofsein á fyrir- lesturinn. — Góð veizla. Kvenkyns- helmingurinn af tviburunum potaði I kinnina á Angelu. — Við verðum komin aftur klukkan hálftólf. Vertu ekki að vaka eftir okkur. Hefurðu lykil? Angela gaf henni lykil og tviburarnir þutu út og skelltu á eftir sér útihuröinni. Angela leit vandræöalega til Trants. — Ég skammast min nú mest fyrir aö hafa farið að bjóða yöur. Hann brosti. — Ég kom nú aldrei til þess að skemmta mér. — Ég veit. Fallega andhtiö a henni var fölt. — En allt þetta . . . .þetta er svo leiðinlegt og hversdagslegt. En svona er þetta fólk alltaf. Ég er næstum farin áð halda, að þetta hafi verið allt imyndun hjá mér og aö....... — Eru hvitu nellikurnar óhugnanlegar? Hún skalf. — Ja, hvað finnst yður? — Mér er enn ekki farið að finnast neitt, sagði Trant. — Ég bara bið og hef augun hjá mér. Þegar Trant kom aftur inn i stofuna, lagöi hann sloppinn á feitar heröarnar á ungfrú Forrest. Philip, sem nú var orðinn ólundarlegur hreifði sig eitthvað i stólnum. — Æ, i guðs bænum, getur enginn verið skemmtilegur? Drekktu, Angy. Þú ert ekki farin að snerta á afmælisgjöfinni þinni. Hann seildist eftir konjaks- flöskunni og hellti i handa sjálfum sér.- Angela seildist eftir likjörnum sinum, brosti til frænda sins og bar glasið upp að vörunum. Hún ætlaði rétt að fara að súpa á, þegar hún hrukkaði enmö með einhverjum tortryggnissvip og setti glasið frá sér aftur. Trant flýtti sér að segja: — Angela, ég held að þú sért með glasið mitt. Hérna er þitt. Hann færöi glasiö sitt til hennar og tók hitt. Hann lyfti þvi upp að nefinu, svo aö litið bar á. Þá varð honum ljóst, hvað haföi komiö Angelu til að hika. Nú-var hann kominn i æsing. Loksins var samkvæmið farið að veröa . . . .óvenjulegt. Hann gerði sér upp kæruleysi og fór aö tala um simahringinguna, sem hann heföi gleymt, og baö Angelu um að vlsa sér a slmann. Hún hélt enn á kirsuberjavinglasinu sinu, 5. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.