Vikan

Eksemplar

Vikan - 01.02.1973, Side 47

Vikan - 01.02.1973, Side 47
ins setzt að til langframa, hvílzt, safnað kröftum og kom- ið undir sig fótunum á ný. Maó Tse-túng var þegar hér var komið orðinn óumdeildur aðalleiðtogi flokksins. Þegar snemma á göngunni, í fylkinu Kveitsjá í landinu sunnan- verðu, hafði hann (í janúar 1935) verið kosinn formaður miðnefndar kommúnistaflokks- ins, og það hefur hann verið til þessa dags og er enn — for- maðurinn Maó. Þá var hann fjörutíu og tveggja ára að aldri. Næstu vikurnar og mánuð- ina eftir að Maó með liði sínu náði til Sénsí, komu þangað leifar annarra herfylkinga kommúnista, sem brotizt höfðu úr herkvíum víðs vegar um landið og lagt af stað til stefnu- móts við meginherinn. Sumir þessara liðsflokka höfðu kom- izt í engu minni mannraunir og sumir lagt jafnvel enn lengri leið að baki en megin- herinn.. Fórnirnar höfðu verið gífurlegar. Þannig höfðu fæst barnanna, sem tekin höfðu ver- ið með í gönguna, lifað hana af. Fyrsti höfuðstaður kommún- ista í Sénsí varð Paó An, en næsta ár voru höfuðstöðvarn- ar fluttar til Jenan. Þetta er við Hoanghó (Gulafljót) ofan- vert, og jarðvegurinn mjög leirborinn. Þetta svæði er vagga kínversku þjóðarinnar. Þar verður hennar fyrst vart þús- undum ára fyrir Krists burð, og þaðan hefur hún smám sam- an breitt sig út yfir allt það svæði sem nú heitir Kína, fláemt á brott, þurrkað út og samlagað sér þær þjóðir, er fyrir voru. í Sénsí og þar um kring hef- ur frá ómunatíð verið siður að búa í hellum og holum, sem menn grafa sér í leirinn og fok- moldina, sem á þarlandstungu heitir löss. Margir af foringj- um kommúnista bjuggu lengi vel í slíkum holum, þar á með- al Lí Te/Otto Braun. Þægindi voru þar takmörkuð, og það eina, sem þýzkari þessi hafði með sér úr Evrópumenning- unni var grammófónn ásamt einni plötu. Hún var með lag- inu „Parlez-moi d‘amour“, sungnu af Lucienne Boyer. Sjálfur skilur Otto Braun sízt í því hvernig honum tókst að koma hvorutveggja, fóni og plötu, óskemmdu og óbrotnu alla leiðina frá Kíangsí norður að jaðri mongólsku eyðimerk- urinnar. Skömmu eftir að kommún- istar höfðu komið sér þarna tryggilega fyrir, kom þangað fyrsti vestræni fréttamaðurinn, fyrrnefndur Edgar Snow, sem síðan hefur verið kallaður hvað ábyggilegastur heimildarmaður um hið rauða Kína. Hann lýsti því, sem hann kynntist og sá á hlutlægan hátt og gerði þar með að engu margvíslegar lyg- ar, sem áróðursmiðlar Sjang Kaí-séks höfðu spúð út um heiminn. Með þeim Otto Braun varð nú fagnaðarfundur, en þeir höfðu, sem fyrr er getið, áður hitzt í Sjanghaí, og hafði Snow þá ekki órað fyrir að þar væri um að ræða kommún- ískan erindreka. í Jenan starfaði Otto Braun sem kennari við herskóla kommúnista og er talinn hafa átt drjúgan þátt í að koma á laggirnar þeim her þeirra, sem eftir síðari heimsstyrjöld vann Kínaveldi undir Maó formann. Snow ber á hann mikið lof, og ekki sízt fyrir það hve vel hon- um, Vesturlandamanninum, tókst að aðlaga sig kínverskum lifnaðarháttum og setja sig inn í viðhorf Kínverja. Þjóðernis- sinnar töldu Braun einnig einn hinn skæðasta í hópi óvinanna; þannig komst einn hershöfð- ingja Sjang Kaí-séks svo að orði, að hann væri heili rauða hersins. Snow var fyrir sitt leyti hissa á því, að Braun skyldi lifa af gönguna. Hann var sem sé magaveikur og þar að auki risi að vexti, þurfti þannig skónúmer fjörutíu og sex. Skór af þeirri stærð fást yfirhöfuð ekki í Kína, og Snow taldi því sjálfgefið að Braun hefði spássérað berfættur yfir fjöll og fen, fljót og jökla. En hversu hollur sem Otto Braun var orðinn Maó for- manni, þá gleymdi hann þó al- drei eitt andartak að annar var honum æðri, samkvæmt þáver- andi guðspjöllum kommúnista. Því var það að þegar honum barst boð frá Moskvu um að mæta þar, þá hvarflaði ekki að honum eitt andartak að óhlýðn- ast þeirri skipun. Sovézk flug- vél sótti hann til Jenan árið 1936 — aðrar sovézkar flugvél- ar lentu þar ekki til stríðs- loka, svo vitað sé. Til ársins 1948 var Otto Braun í Sovét- ríkjunum og starfaði sem kenn- ari í pólitískum fræðum við ýmsa skóla og æfingabúðir. Það er ekki fyrr en nú nýlega, að einhver veruleg athygli hefur verið vakin á þessum gamla erindreka Komintern, sem áreiðanlega átti drjúgan þátt í að kínverska byltingin heppn- aðist. ☆ MIBAPRENTIN Látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrol- númer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðjan á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILMIR Hf Síðumúla 12 - Sími 35320 5. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.