Vikan

Tölublað

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 12

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 12
A........... "■m"uOOCig-^-'-,l-=^. A.........................jQQO" 1 <gin...... '■ >*.■'" '. . '.i'.-JjCQCm' "■■^ssfc A. Htin var virt blaðakona og var fremst i tlokki þeirra, sem vildu aukið jafnrétti kynjanna. Ritsmiðar hennar voru lesnar víða um Evrópu. Hún bjó með frægum rithöfundi. Þau giftust aldrei, þvi hun vildi ekki beygja sig fyrir siðvenjunum. B. Hún galt þess ekki að hafa alizt upp I fátækt. Hún var framgjörn og tókst að afla sér menntunar og fága smekk sinn. Um hana söfnuðust mikilmenni þeirrar tiðar. Eiginmaður hennar, sem var stjórnmálamaöur, átti henni mikið að þakka. Þau fórust i bflslysi á bezta aldri. C. Hún var falleg, rik og lifsglöð, og hún var umtöluð i vikublöðunum. Hún gat valið úr karlmönnum, en gat ekki fengið þann eina, sem hún elskaði. Hun svipti sig lífi, þegar hún var 28 ára að aldri. A. Faðir hennar var frægur planóleikari, og hún ferðaðist með honum um heiminn. Hún varð ástfangin af auðugum búgaröseiganda I Argentinu, en lifið á búgaröinum reyndist of tilbreitingarlaust fyrir hana. Hún gafst upp á hjónabandinu eftir aðeins eitt ár og fór aftur aö ferðast um með föður sínum. B. Hún giftist talsvert eldri manni til þess aö þóknast foreldrum sinum. Hjónábandið var óhamingjusamt. Hún varð ástfangin af einkakennara sonat- sins og fór burt með honum. En. hann var drykkjumaður, og lif hennar með honum var vonlaust volæði. Vonsvikin sneri hún aftur til eiginmanns sins. C. Hún var fjörugt barn og vildi heldur leika sér við lifandi hesta og hunda en dunda við brúðuleik. Þó að bróöir hennar væri erfingi að búgarðinum, leitaði hún sér menntunar á landbúnaðarskóla. Þar kynntist hún eiginmanni sinum, og saman unnu þau að rannsóknum á kynbótum hesta, sem vöktu athygli viða um lönd. A. Hún var heilsutæp, og maður hennar ferðaðist oft með henni til heilsulinda og baðstaða. Hún eignaðist barn, en hafði nærri goldið fyrir það með llfinu. Fóstra var fengin handa barninu, en sjálf dró hún sig að mestu leyti i hlé eftir þetta. Hún málaði litils háttar. B. Hún var ofurstadóttir og bjó við strangan aga. Þegar hún varð ástfangin af þjóni íööur sins, varð hann frávita og sendi hana burt til ættingja. En henni tókst að snúa á föður sinn, og hún giftist og varð hamingjusöm. C. Þegar á unga aldri fékk hún áhuga á starfi föður sins og stundaði nám I hagfræði. öllum til undrunar tók hún við starfi föður sins og stjórn aö- stoðarmanna hans eftir hans dag. Hún eignaðist mörg börn og hélt framkvæmdasemi og starfs- þreki fram eftir öllum aldri. Fyrsta ljóðabók hennar vakti • litla athygli, en skáldsögur hennar gerðu hana fræga á skömmum tima. Hún ferðaðist vlða og skrifaðist á við marga rithöfunda. Bréi hennar eru mikils verðar heimildir um þennan tima. Hún giftist seint manni, sem stóð henni að baki, hvað gáfur snerti. Þrátt fyrir það varð hjónabandið farsælt. B. Hún var dóttir iðnjöfurs og átti þægilega og áhyggjulausa æsku. Hún var svolitið hölt og var af þeim sökum litt eftírsótt af hinu kyninu. Að lokum gerðist hún ráðskona hjá bróður sínum, og þar sem hann kvæntist aldrei heldur, var hún hjá honum það, sem eftir var ævinnar. C. 1 æsku var hún feimin og hrædd við margt og mikið. Hún var hneigð fyrir málaralistina, en faðir hennar vildi ekki leyfa henni að stunda hana. Hann neyddi hana til að giftast háttsettum manni, en hálfgerðum hrotta. A brúðkaupsnóttina hvarf hún. Þrem dögum siðar fannst lik hennar I sjónum. 12 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.