Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 16
ÁSTARMATUR
Smásaga eftir J. Lennon
Það var greiniiegt, að ekkjufrú Bundy
var orðin gjörbreytt manneskja siðan Danny kom.
Upp frá þeim degi ól hún okkur eins og þungavigtarkappa
og alltaf gerðist hún
nærgöngulli við Danny með hverjum degi.
Giftingarhringur er ekki annaö
en vítahringur og maðurinn, sem
það sagði er hreint ekki svo blár
innan. Þaö var ég sjálfur, sem
sagði það. Ég hef nú séð marga
góða menn reyna að losna viö
þetta déskotans niu karata hnúa-
járn, en enginn hefur barizt betur
en hann Danny McBride. Áður en
Danny bættist i hópinn vorum viö
bara fjórir, og ef ég segði ykkur
frá hinum þremur, munduð þið
aldrei trúa mér. Þess vegna ætla
ég að gera það.
Fyrst skal frægan telja hann
Brannigan. Hann var rauöhærður
og eins og tuddi i vaxtarlagi og
með svo margar freknur, aö það
var ekki hægt að sjá, hvort hann
var að hlæja eöa gráta. Svo var
það þessi, vesældarlegi McGinty
litli, sem var eins lítill og
Brannigan var stór, og með nóg
tómarúm i kollinum til þess aö
rækta i heila tunnu af kartöflum,
McGinty vissi ekki einu sinni,
hvað timanum leið, nema helzt
hættutimanum, Þá þaut hann
heim, eins og bréfdúfa. Loks var
það hann Sullivan. Hann var
algjörlega hárlaus og andlitiö i
slikum hrærigraut, að mamma
hans hlýtur að hafa hrokkiö við i
hvert skipti, sem hún leit á hann.
En jafn sannarlega og ég heiti
Riley þá hef ég aldrei séö nokkurn
mann 'r;kka á viö Sullivan.
Sama hvort það var kalt te eða
fægilögur og viski mundi hann
drekka upp úr hóffari. Jæja, viö
vorum þarna sem sagt fjórir og
allir frá trlandi og til húsa hjá
henni ekkjufrú Bundy.
Við höfum nú kannski ekki haft
beina ástæðu til að nöldra, en
sannleikurnn vár samt sá, að við
fengum ekki nóg að éta hjá henni.
Og þar með er ástandinu lýst i
sem stytztu máli. Og við sem
unnum viö rafstöðina og
afköstuðum tiu manna verki,
þurftum sannarlega mat okkar og
engar refjar. A hverju kvöldi
komum við heim, útandskotaðir
upp fyrir hné i leðju og leir og
með sult, sem var hreinasta guös-
gjöf — og magann svo tómann, að
það bergmálaði i honum ef viö
honum var snert. Og á hverju
kvöldi kom frú Bundy askvaðandi
inn og setti fyrir okkur kartöflur
og eitthvað, sem hún kallaði ket
og svo brauðbita. Þetta var
kosturinn.
— Þetta er ekki nóg veinaöi
McGinty litli eitt kvöldið, þegar
hún var farin út. — Þetta er and-
skotann ekki neitt ofan i okkur.
— Rétt segir þú, samþykkti
Sullivan. — Ef beinin i mér hanga
saman, þá er það bjórdreitlinum
að þakka.
— Ég fæ magaverk af þessu
kjaftæöi, sagöi ég. — Til hvers
eruð þið að plaga mig með þessu.
Ykkur væri fjandans nær að tala
viö þá gömlu sjálfa.
— Og fá spark i rassinn hjá
henni? sagði Brannigan — Hvar i
dauöanum gætum við og okkar
likar annarsstaðar fengið húsa-
skjól?
Og þetta var rétt mælt hjá
honum. Hún hafði sannarlega á
okkur steinbitstak og vissi þaö
sjálf mætavel. Það var ekki um
að velja annað en frú Bundy eða
þá verkamannabraggann á
vinnustaðnum, þar sem ekki var
rúm til að hnerra, auk heldur
meira. En svo skeði undrið.
Þetta var á fimmtudegi. Ég
man daginn, engu siður en þó ég
hefði borgað reikning. Þaö hafði
rignt i tólf tima, jafn og þéttur
suddi, sem gegnbleytti á manni
fötin og útilokaði dagsbirtuna.
Við höfðum átt andstyggilegan
dag, niðri i sjö feta djúpri gryfju i
vatni upp I miöjan legg og áttum
ekki svo mikið sem einn llkkistu-
nagla, allir samanlagi. Maturinn
hjá Bundy—ekkjunni hafði svo
sett kórónuna á verkiö og við
vorum allir mállausir.
McGinty sat á rúminu sinu og
renndi götugum sokk milli tánna
á sér. Brannigan lá aftur á bak og
tottaöi sigarettustubb, sem hver
flækingur með nokkra sjálfs-
virðingu heföi troöið undir fótum.
Sullivan sat og horföi á tóma
bjórflösku, meö kvalasvip á and-
litinu. Þá heyrðum viö einhvern
koma upp stigann.
— Þetta er hún sjálf, sagði
McGinty, sem varð alltaf fyrstur
til, ef um auðsæja hluti var að
ræða.
Það var barið að dyrum, siðan
kom hæversklegt hlé og svo stakk
hún höfðinu inn fyrir hurðina. —
Eruð þiö allir siðlega til fara?
spurði hún og renndi páfagauks-
augunum um herbergið.
— Það erum viö, frú Bundy,
sagöi ég. — Gerið svo vel að koma
inn.
Hún geröi svo og fitjaði upp á
trýniö að sokknum hans McGinty,
og um leið litum viö I fyrsta sinn
hann Danny McBride augum.
Hún klappaði honum á öxlina,
með innileik, sem ég hefði aldrei
trúað á hana, og sagði:
— Þetta er hann Daniel
McBride, landi ykkar og nýliði á
vinnustaðnum hjá ykkur. Hann á
aö hafa rúmið I horninu og ég
vona pg bið, að þið veröið
almennilegir við hann. Að svo
mæltu sneri hún sér og sendi bros,
sem hefði getað fengið mjólk til
að ysta.
— Ég ætla nú að hafa auga með
honum sjálf, tilkynnti hún okkur
— þar eð velvild sýnd ókunnugum
veitir aðgang að himnariki. Ég
ætla bara aö vera dús við þig,
Danny og ef þú þarft einhvers
meö, get ég áreiðanlega bætt,úr
þvi. Góða nótt þá. Og svo hörfaði
hún út úr dyrunum og beinlinis át
hann með augunum.
— Jæja, Danny, þetta ætlar
ekki að byrja amalega, hvað sem
öðru liður. Komdu og fáðu þér
sæti.
Hann var eitthvað um fertugt,
lltill vexti en prýðilega vel
vaxinn. Og svo var hann með
svartasta og hrokknasta hár, sem
ég hef nokkurntima séð, og
kornblómsblá augu. Hann var
allra lögulegasti maöur, svo að ég
varð ekkerthissa þó að frú Bundy
væri dálitið fleðuleg við hann.
— Já, komiö þið sælir, piltar,
sagði 'nann vingjarnlega. —
Gaman aö hitta ykkur. Ég heiti
Danny McBride og fyrir þá litlu
kunnáttu, sem ég hef aflað mér,
þá á ég aö sjá um litlu dælurnar
þarna hjá ykkur.
— Ég heiti Riley, sagði ég, —
og þessir heita Brannigan,
McGinney og Sullivan. Þvi
minna, sem ég segi þér um þá,
þvi betra fyrir alla parta.
— Jæja þá, sagði Danny og
svipaðist um i herberginu, — það
virðist fara vel um ykkur hérna
og ég má vera forsjóninni þakk-
látur fyrir aö hafa lent á svona
góðum stað, og maturinn hjá
þeirri gömlu er henni til sóma.
— Maturinn? hváði Sullivan
með tortryggnisvip. — Segðu
okkur hvað þd fékkst hjá henni.
— Það skal ég gera. Það var
ágætis flesk og glás af eggjum, og
steiktar kartöflur. Og svo
afsakaöi hún við mig að hafa
gefið mér svona snarl.
— Bölvuð tófan, sagði Branni-
gan.
— Gamla galdranornin, sagði
McGinty.
— Það virðast vera fleiri skifur
á henni en ráðhúsklukkunni,
sagði Sullivan kjökrandi.
Ég sagði þvi Danny, hvernig
maturinn væri og af vonbrigða-
svipnum á honum gat ég lesiö, að
hann kunni aö meta almennilegan
mat, engu slður en viö.
En ég hefði engar áhyggjur
þurft að hafa. Upp frá þessum
degi er mér eiður sær, aö húsið
gjörbreyttist. Næsti dagur var út-
borgunardagur, svo að við vorum
snemma á fótum og komnir að
verki áður en sú gamla var
vöknuð. En þetta kvöld byrjaði
það, og þegar viö vorum setztir til
borðs, beið ég þess eins aö fá allt
Framhald af bls. 34
16 VIKAN 12.TBL.