Vikan

Tölublað

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 32
Skuggagil 19. kafli. Kjóllinn, sem ég valdi mér fyrir dansleikinn var smaragðsgrænn silkikjóll i prinsessustil, sem féll alveg að'beini. Og á honum var yfirpils úr grænni grisju. Ég burstaði hárið upp á höfuðið, nældi það niður en lét hrokkna endana lafa. Og svo setti ég gull- liljunælu bak við annað eyrað. betta leit glæsilega út. begar ég leit i spegilinn, sá ég að ekki þurfti ég að klipa á mér kinnarnar til þess að fá i þær roða, þvi að þær voru þegar blóð- rjdðar af tilhlökkun til kvöldsins. Húsið var fullt af gestum, sem höfðu frestað friinu sinu til þess að geta hitt mig. Sumir höfðu komið frá New York i stórum vagni, sem faðir minn hafði kostað. Aðrir frá Albany. Og allir áttu að gista i álmunum tveimur sitt hvorum megin við aðal- bygginguna. Ég velti þvi fyrir mér, hvort Polly frænku yrði ekki illa við þetta aðkast. En það var eins vel til, að hún hefði enga hugmynd um þaö. Að minnsta kosti gat það ekki fengið hana út úr ibúðinni sinni þegar allt var á tjá og tundri, en annars yrði hún nú ekki fyri miklu ónæöi, þvi að Bridey hafði sagt mér, að allir gestirnir yrðu farnir um hádegi daginn eftir, i sambandi við járnbrautarlestirnar. * En þótt mikið gengi á i húsinu, þá fór það friðsamlega fram, svo var stjórnunarhæfileikum frú Voorn fyrir að þakka, og þarna varð ekkert uppnám né ruglingur. Aukaþjónar höfðu verið fengnir úr þorpinu. Dans- salurinn var mjög skreyttur með rósum i öllum regnbogans litum, og ilmurinn af þeim fyllti alit húsið. Borðstofuborðið yrði hlaðið kræsingum, en löngu borðin frammi i ganginum voru höfö til þess að veita drykkjarvörur við. Ég var trufluð i þessum hug- leiðingum minum, er barið var létt að dyrum. Ég kallaði á móti að koma inn. - Og hvernig liður minni fögru dóttur i kvöld? Ég glaðnaði við að heyra þessa kæru rödd. - Pabbi! kallaði ég ofsakát og hljóp til hans. En dásamlegt, að þú skulir vera kominn aftur! -Hvað þú ert falleg, Jane! sagði hann. - En þú sjálfur. Og sannarlega var hann lika glæsilegur i samkvæmisfötum. Ég vafði hann örmum og kyssti hann. - Æ, ég hef saknað þin svo mikið, pabbi. Og mér var þetta alvara, þvi að nú fann ég mig vera öruggari, að vita hann einhversstaðar nærri. - Vertu nú svolitið kyrr hjá okkur! - Ég skal reyna, Jane, sagði hann og hélt enn utan um mig. - En ég hef bara svo mikið að gera núna. En hitt verð ég að segja, að með þvi að vera hjá henni mömmu þinni hefur þú gert mér það auðveldara að vera á feröalagi. - Okkur mömmu hefur komið ágætlega saman, sagði ég. - Og það var svo gaman aö undirbúa dansleikinn. - Ég kom hérna með dálitið handa þér að setja á þig. Hann rétti mér ofurlitinn böggul. Ég opnaði hann og þarna var i flauelsfóðraðri öskju, falleg demantsnæla. - Ó, þakka þér fyrir, pabbi. Ég nædli hana á brjóstið á mér og horfði á hana glitra. Eg er svo þakklát! - bað erum við, sem erum þakklát, sagði faðir minn. - Að hafa fengið þig aftur. Og þú þarft ekki annað en nefna það, sem þig langar að fá. - Jú, það er eitt, sem mig langar til, sagbi ég alvarleg. Hann andvarpaöi. - Ellen Randell . . . .? - Nei, pabbi. Ég er oröin miklu rólegri, hvaö hana snertir, afþvi að ég veit, að þú gerir það sem þú getur fyrir hana. En hér er um að ræða ungan mann, sem ég hef boðið hingaö i kvöld. Hann er læknir i Bellevue. Hann heitir Michael Wade og hann kom hingað að vitja um mig, daginn, sem þú fórst til Albany. Hann kom með fréttir af Ellen Randell og mamma ætlaði álveg að sleppap sér. Ég er viss um^ að hún hefur ekkert á móti [Wade lækni persónulega, helduf aðeins vegna sambands hans1 við Ellen Randell. bessvegna verður hún Hklega ekki almennileg við hann. En ég vona, að þú verðir það. - Læknir, eða hvaö? Og laglegur? Og þú ert hrifin af honum? - Já, pabbi. Ég fann blóðið stiga upp i kinnarnar á mér. - Nú, er það þá svona alvarlegt? Ég hlakka til að hitta þennan unga mann. Læknisstarfið er vafalaust heiðarlegt starf, sem setur markið hátt, svo að ungi ■naðurinn þinn er sennilega vel ;efinn og með ábyrgðar- ilfinningu. Ég skal verða altilegur við hann. Vertu viss um, aö þaö verður tekið vel á móti honum. - bakka þér fyrir, pabbi, sagði ég og brosti. Hann faðmaði mig aftur og sagði. - Við skulum fara niður og heilsa gestunum. Mamma þin biður eftir okkur. - Gott og vel, pabbi, ég er tilbúin. Hann rétti mér arminn og ég tók hann og við gengum út úr herberginu. -Ertu hrædd? sagði hann þegar við gengum eftir ganginum. - Já, afskaplega, svaraði ég. - bað skaltu ekki vera, sagði hann. - bú hefur þin megin allt sem þarf til velgengni - æsku, fegurð og hlýju. Og það siðast- nefnda er mikilvægast, þvi að meö þvi töfrar þú alla, sem kríng um þig eru. Ég var of taugaóstyrk til þess að svara þessu neinu, þvi að við vorum á leiðinni niður stigann og allra augu hvildu á okkur, Móðir min, sem stóð fyrir neðan stigann, leit glæsilega út i rauðum kjól með slóða. begar við komum niður, yfirgaf ég föður minn og faömaði hana. Allt i kring um okkur var hlátur og kæti, en allra augu hvildu á mér þegar ég gekk milli foreldra minna að dyrunum á dans- salnum. bað var sama sem merki til hljómsveitarinnar að hefja leik sinn. bað fyrsta sem hún lék, var fallegur vals og fiðlurnar og hörpurnar gerðu honum góð skil. Spilararnir litu út eins og dúkkur þarna uppi 6 pallinum lengst i burtu þar sem þeir sátu hver við sitt púlt, sem var upplýst af kertum. Gestirnir stilltusér upp i röð og faðir minn kynnti mig þeim öllum. betta voru embættismenn, stjórnmálamenn, stóriöjuhöldar, og allir með konurnar með sér. bað var eins og allúr salurinn væri fullur af iðandi litskrúöi, svo marglitir voru kjólarnir. Andlitin voru vingjarnleg og raddirnar menningarlegar og kveðjurnar innilegar. begar þeir höfðu heilsað mér, héldu þeir áfram inn I salinn og tóku að dansa. begar kynningunum var lokið, sveiflaöi faðir minn mér út á gólfiö, og ég verð aö segja, að hann var glæsilegur dansari. Ég efaðist um, að neitt væri til, sem faöir minn gæti ekki gert vel. - Mér fannst ég ætti sjálfur að fá fyrsta dansinn, sagði hann. - bú hefur gengið svo i augun og lofað svo mörgum dönsum, að þú ferð vist ekki af gólfinu i allt kvöld. Ég hló. - Mér finnst ég gæti flogiö. - Finnst þér ekki allt ágætt? - Jú, sagði ég, en það var það bara ekki. Ég var að svipast um allan salinn til að reyna aö koma auga á Mike. Bridey vissi að hann 32 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.