Vikan

Tölublað

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 10
Adlai Stevenson var vinur minn, hann var alltaf göfuglyndur og örlátur. — Sú söngUona í Ameríku, sem ég held mest upp á, er Billie Holyday. Ronald Reagan fylkisstjóri og Nancy kona hans. Hún er svo elskulega amerísk, að hún vekur hjó mér heimþró. ég einbeitt huganum að því sem ég sé og farið út þegar mig lystir, án þess að þurfa að ræða um myndina við ein- hvern. Hvað mig snertir leiða slíkar samræður alltaf til ósam- lyndis eða óþæginda. Sg vil helzt vinná á morgn- ana og þá í fjóra til fimm klukkutíma. Og ef ég er einn í borginni, hvaða borg sem er, þá borða ég venjulega hádeg- isverð með einhverjum kunn- ingja mínum á veitingahúsi, sem ég kann vel við. Margir halda því fram að maður eigi ekki að borða hádegisverð, það sé of fitandi, en hvað mig snert- ir, þá líður mér bezt um há- degið. Mér þykir gaman að borða með einstaka karlmönn- um, en tek samt fagrar konur fram yfir þá. Þótt ég sé álitinn mikill sam- kvæmismaður, þá þykir mér mjög gott að vera einsamall. Éig hef líka mikið dálæti á hraðskreiðum og glæsilegum bílum og mér þykir gott að gista á motelum. Stundum sezt ég undir stýri og ek eitthvað út í bláinn, stundum allt að hundrað og fimmtíu milum. Einu sinni fór ég til sálfræð- ings, ég hefði betur farið í góða ökuferð í opnum bílnum og látið vind og sól leika um mig. Hvað hræðist þú mest? Að minnsta kosti ekki dauð- ann. En mér finnst sársauki óþægilegur. Ég er ekki hrædd- ur við þá hugsun að sofna eitt- hvert kvöldið, til að vakna ekki aftur. Það væri að minnsta kosti eitthvað nýtt. Árið 1966 lá við að ég léti lífið í bílslysi, ég slengdist • gegnum framrúð- una og slasaðist mikið og eig- inlega viss um að dauðinn væri í nánd, þá lá ég þarna í blóð- polli með fulla meðvitund og gaf upp símanúmer hjá mörg- um vinum mínum. Síðan hef ég líka gengið í gegnum krabba- meinsaðgerð og það var sann- arlega andstyggilegt; verst var að bíða eftir úrskurði rann- sóknarinnar, áður en aðgerðin var gerð. Mér finnst bæði andstyggi- legt og heimskulegt hvernig snyrtivöruiðnaðurinn byggir alla sína afkomu á æskudýrk- un og hræðslu við ellina og dauðann. Fjandinn hafi það, hver vill lifa til eilífðarnóns? Það vilja sjálfsagt flestir, 'en það er heimskulegt. Maður getur stundum fengið sig full- saddan á lífinu. Fátækt? Fanny Brice segir: ..É7. hef verið rik og ég hef ver- ið fátæk. Trúið mér, það er miklu þægilegra að vera rík- ur.“ En ég er ekki sammála henni. Ég held ekki að pening- arnir geri gæfumun, eða til að orða það einfaldlega, held þeir veiti ekki raunverulega ham- ingju. Eg þekki margt mjög ríkt fólk (þá á ég við fólk, sem getur lagt fram fimmtíu millj- ónir dollara á staðnum), en ég man ekki til að neinn þeirra sé nokkuð hamingjusamari en við hin. Ég er sjálfur jafnsæll í gömlum kofa í Detroit og í glæsilegum skrautibúðum. Eg hef aldrei þrætt fyrir að ég sé snobb, ég held því bara fram að ég sé ekki hræddur við fá- tækt. Mótlæti? Mótlætið er krydd sem kryddar velgengnina. Sg hef svo sem fengið nóga gagn- rýni (sérstaklega í sambandi við leikrit) og það er aðeins til að yppa öxlum yfir. Ef satt skal segia, bá snertir það mig ekki hvað fólk segir um mig, hvorki í tali né á prenti. Það var að vísu ekki þannig, þegar ég var yn?ri og var að gefa út fyrstu bækur mínar. Að nokkru leyti snertir betta mig ennþá, ef ein- hver bregzt trúnaði mínum, verð ég argur, en veniuleg gagnrýni og ósigur, er jafnfjar- lægt mér og fjöllin á tunglinu. Nú eru rúm sex ár, síffan þú skrifaffir „Meff köldu blóffi“, hvaff hefur þú gert síffan? Ég hef sent frá mér langa skáldsögu, „The Thanksgiving Visitor“. Svo hef ég unnið við kvikmyndahandrit „Trilogy" sem er byggt á þrem af sög- um mínum („A Christmas Me- mory“, „Miriam“ og „Among the Paths to Eden“); ég hef gert heimildarhandrit um dauðarefsinguna, „Death Row in U.S.A.“, sem ABC hefur fengið, en hefur ekki verið sýnd í Bandaríkjunum ennþá (hún hefur verið sýnd annars staðar, t. d. í Kanada), af ástæðum, sem mér finnst dá- lítið dularfullar. Ég hef nýlega lokið við leikgerð af „Hinn mikli Gatsby" eftir Scott Fitz- gerald, sem er stutt skáldsaga (m.ö.o. löng smásaga) hvað var erfitt verk, vegna þess að sag- an er byggð á endurminning- um og atvikum, sem ekki koma fram á sviðinu, ef svo má Framhald á bls. 47. 10 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.