Vikan

Tölublað

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 15
færa fram. Sagan var á þá leiö, aö starfsmenn banka þess, sem lausnarféö heföi veriö tekiö ilt ilr, heföu oröiö tortryggnir þegar svo há fjárhæö var tekin út I einu, og látiö lögregluna vita af því. Frá lögreglunni heföu blööin svo fengiö veöur af málinu. Þvi yröi aö finna nýjar leiöir til aö koma lausnargjaldinu til skila og sleppa Albrecht. Daginn eftir var sagt frá brott- námi auökýfingsins I öllum blööum Vestur-Þýzkalands, og fór þá heldur aö fara um Ollenburg. Hann lét fanga sinn skrifa bréf til Kuhns, forsætis- ráöherra sambandsríkisins Nordrhein-Westfalen. Þar stóö aö Theo Albrecht væri löngu frjáls oröinn, ef lögreglan og blööin heföu ekki farið aö sletta sér i máliö. „Viö vildum fyrir hvern mun aö Theo Albrecht yröi kominn heim til fjölskyldu sinnar fyrir jól,” sagöi Ollenburg. Ekki gekk hinum brokkgenga lögmanni þó eingöngu mann- kærleikur til, er hann vildi aö fangi hans gæti haldið jólin hátiö- leg meö fjölskyldu sinni. Sann- leikurinn var sá, að þeir Kron voru farnir að hafa þungar áhyggjur af þvi, hvernig þeir ættu aö varöveita fangann yfir hátiöina, ef þeir yröu ekki lausir viö hann þá. Þaö var fastur vani hjá Kron, sem i eöli sinu var ljúf- menni, aö halda jólin meö sonum sinum fjórum, sem honum þótti mjög vænt um og sinnti eftir Lögreglumenn grafa eftir fjársjóði Ollenburgs I Rfnarskóg, en þar faldi hann nærri þrjár milljónir marka. eftir miönætti hringdi siminn heima hjá frú Albrecht. Þaö var Ollenburg, sem tilkynnti henni aö manni hennar heföi veriö rænt, og ráölagöi henni eindregiö að vere ekkert aö ónáöa lögregluna. Frúin lét sig þó hafa aö breyta þvert gegn þvi ráöi. Hálftima eftir aö Ollenburg hringdi kom Ronkel lögfræöingur æöandi inn á aöalstöövar lögreglunnar i Essen og sagöi yfirmönnum þar það sem hann vissi. Þar eö hér var um mikilsháttar auðjöfur að ræöa, rauk lögreglan upp til handa og fóta. Heill bilafloti meö sendi- og móttökutækjum og alls- konar öðrum tækniútbúnaöi var serrdur út til leitar, ráöstafanir voru gerðar til aö hlera og taka niður simtöl úr öllum þeim simum, sem liklegt þótti aö ræningjarnir hringdu i, og svona mætti lengi telja. t skyndi var mynduö sérstök þrjátiu manna lögreglusveit, er skyldi sinna þvi einu aö hafa upp á Albrecht hinum týnda, og siöan var bætt við leitarflokkum til aö- stoðar I Köln, Dusseldorf og Dortmund. En þrátt fyrir allan þennan fyrirgang vaföist lengi fyrir lögreglunni aö komast á nokkurt spor. Sjötta desember, viku eftir brottnámiö, barst heim til Theos Albrechts bréf frá honum, þar sem ræningjarnir geröu kunna kröfu sina um sjö milljónir marka I lausnarfé. Af þessu fjármagni skyldi ein milljón afhent i hundraö marka seölum, þrjár milljónir i fimm hundruö marka seölum og aörar þrjár milljónir i þúsund marka seölum. Ollenburg var hinn bjartsýnasti og taldi vist að lögreglan heföi enn ekki veriö látin vita neitt af brottnáminu. Hann geröi ráö fyrir aö féö yröi greiölega af hendi reitt, og ætlaði aö vera búinn aö sleppa Albrecht innan sólarhrings frá afhendingu peninganna. Hugöust þeir félagi hans, innbrotsþjófurinn Paul Kron (kallaöu- Diamantenpaul), aka auðmanninum til flug- vallarins mikla viö Frankfurt og sleppa honum þar lausum. Albrecht haföi fyrst stungiö upp á, aö Ronkel lögfræöingur og verzlunarstjóri Albrechts, Hubner aö nafni, skyldu afhenda lausnarféð, en eftir nokkra um- hugsun taldi Ollenburg þessum mönnum ekki treystandi. Hann lét þvl fangann skrifa eitt bréfiö enn til konu sinnar, þar sem mælst var til aö hún afhenti peningana sjálf og heföi i för meö sér son þeirra, sem heitir Theo eins og faöir hans. Frú Cilly lét lögregluna vita af þessu, og lög- reglan haröbannaöi henni aö fara meö peningana, þvi aö búast mætti við aö þeim mæöginum yröi þá rænt lika. Kron ók nú til pósthússins i Breitscheid, i Mintarder Strasse, og hringdi þaðan i frú Albrecht. Ronkel lögfræöingur kom i simann og sagöi Kron sögu, sem lögreglan haföi lagt fyrir hann aö mætti. Og Ollenburg geröi sér ljóst, aö erfitt yröi fyrir hann aö finna upp fjarvistarafsökun um jólahátiöina, sem Hannelore sambýliskona hans tæki gilda. ,,Á jólakvöldið myndi hún ekki taka neinar fjarvistarafsakanir til greina,” sagöi Ollenburg, „heldur biða min viö jólatréö.” (A þýzku heitir þaö Christbaum, Framhald. á bls. 36. 12.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.