Vikan

Tölublað

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 38
ÚSLÓ NÝR HVÍLDARSTÓLL A SNÚNINGSFÆTI MEÐ RUGGU. BÍ )S L jr 0 Ð HOSGAGNAVERZLUN haföi hann einmitt ætlað til Hongkong. En nú leizt honum ekki á að verða þar samtima biskupnum. Varkárni Ollenburgs gat gengið út i hreinar öfgar, þótt yfirleitt sæist hann ekki fyrir i lifinu. Hin fréttin var af handtöku Diamantenpauls og þvi meö, að lögreglan vissi aö hann hefði átt hlut að brottnámi Albrechts rika. „Ég bjóst við löggunni á hverri stundu,” sagði Ollenburg siðar frá. En hann fékk nokkurn gálga- frest. Hinsvegar heimsótti hann kennarinn, eiginmaður frænku Krons, og var allur i uppnámi. Hann var með skammbyssurnar með sér og vildi skila þeim, þar eð hann hélt Ollenburg eiganda aö þeim. Ollenburg afneitaöi hins- vegar skambyssunum harðlega og ráölagöi kennaranum að henda þeim I Rin. Ekki gerði kennarinn nú það, heldur kom hann byssunum I geymslu hjá frænda sinum einum. Þetta urðu verstu jól, sem kennari þessi, er ekki mátti vamm sitt vita, hafði nokkurntima lifað. Hann leit á það sem skyldu sina að afhenda byssurnar lögreglunni, en óttað- ist hinsvegar að þær gætu orðið sönnun fyrir sekt Krons, en þeim skálki vildi hann siður mein gera, fyrst þeir voru nú einu sinni tengdir. Rétt fyrir nýárið náði löghlýðnin þó yfirhöndinni hjá honum og hann sagði lögreglunni til vopnanna. Um þær mundir var Ollenburg aö láta niður I ferðatöskur. Hann var nú orðinn það þreyttur á ráö- riki Hannelore að hann hafði ákveöið að yfirgefa hana I eitt skipti fyrir öll og taka saman við vinkonu sina Angelu Pöck, sem hlýddi gælunafninu Blondy. Stúlkukind þessi hafði veriö að sérmennta sig til aö veröa ritari á lögmannsskrifstofum, tekið lokapróf I faginu fimmtánda desember og staðist það meö ágætum. Ollenburg haföi einmitt lofað aö taka hana meö sér I jóla- ferðalagiö, ef hún stæðist prófið. En nú þorði hann ekki með nokkru móti til Hongkong af ótta við biskupinn og átti auk þess von á lögreglunni á hverri stundu. Blondy litla umhverföist, þegar hann baðst undan ferðalaginu, án þess þó auðvitað aö tilgreina ný- nefndar ástæður. Hann linaöist fljótt við skammir hennar og lofaði að fara með hana i ferðalag, en að visu ekki til Hongkong og ekki fyrr en eftir jólin. Fyrst lögreglan var ekki skarpari en þetta að hafa upp á honum, sá hann enga ástæðu til að láta hana hafa af sér hátiöa- feröina. Hann fór á ferða- skrifstofuna "Euro-Lloyd, sem hafiö bækistöð i sama húsi og skrifstofa hans var i, og keypti tvo farmiöa til Mexikó og heim aftur. Ollenburg á sinar sniðugu hliöar sem persónuleiki, sem meðal annars komu fram I þvi, að þegar hann hafði fullar hendur fjár, haföi hann enga eirð I sínum beinum fyrr en hann haföi spreöaö þvi á alla kanta. Þannig fór I þetta sinn. Dagana áður en hann fór I friið gerði hann varla annað en ausa út peningum á báða bóga. Hann borgaði skatt- skuldir, keypti verðbréf og gaf Hannelore, gaf henni prjónavél i jólagjöf, keypti sér liftryggingu, borgaði leiguskuld vegna skrifstofu sinnar, keypti sér nýjan bil, borgaði bankaskuldir, gaf einkaritara sinum og lærlingi rausnarlegar fjárhæðir af tilefni jólanna og ritaranum þar á ofan armbandsúr,sem kostaði tvö þúsund og fimm hundruð mörk. Móður ritarans gaf hann fimm þúsund mörk. Gamla konan sagði svo frá siöar, að herra Ollenburg væri eitthvert mesta ljúfmenni og ágætismaöur, sem hún hefði nokkru sinni kynnst. Hann hefði oft heimsótt hana og hrósað henni fyrir hvilikur snillingur hún væri i matargerð. — Þó keyrði örlæti Ollenburgs fyrst úr hófi er hann heimsótti fyrrverandi eiginkonu sina, Anneliese, og færði henni að gjöf öskju sem innihélt nætti hundraö og niutiu þúsund mörk. „Hún átti þetta hjá mér og þótt meira hefði veriö,” sagöi Ollenburg, og það hefur trúlegast veriö rétt. Það var engu likara en honum væri nú það eitt umhugað að eyða hinum illa fengna fjársjóði sem skjótast, meö hverju móti sem væri. Þann hluta fjársjóðsins, sem Ollenburg gat ekki eytt I einum hvelli, gróf hann i jörðu að fornum sið, nánar tiltekiö i skógum I námunda við Kaiser- swerth og Recklinghausen. Þar var um að ræða 2,8 milljónir marka, sem Ollenburg varðveitti i dúnkum úr blikki og plasti. Jólin hélt hann með Hannelore, en að þvi loknu kvaddi hann hana I slöasta sinn, þótt hún hefði ekki minnsta grun um það, né heldur viðhald hans, hina nitján ára gömlu Angelu Pöck. Þetta var heldur óartarlegur viöskilnaður, þegar til þess er tekið hve vel Hahnelore hafði reynst honum. Að visu haföi hann verið hugul- samur og nærgætinn I umgengni við hana og yfirleitt sýnt henni eftirlæti, þar á meðal gefið henni gjafir, en það var litið á móti þvi, sem hann hafði hagnast á henni. Þegar þau kynntust, átti Hannelore, sem var mesta ráðdeildarmanneskja, þrjú hundruð þúsund mörk i bankabók, en i Vestur-Þýzkalandi er talið heldur skynsamlegt aö geyma fé sitt á bankabókum, gagnstætt þvi sem er hér á landi, af augljósum ástæðum. Allt þetta fjármagn hafði Ollenburg út úr vinkonu sinni undir þvi yfirskyn að hann ætlaöi að ávaxta það, en þess I stað sólundaði hann þvi öllu I fjárhættuspili. Þann tuttugasta og niunda desember 1971 stigu þau Ollenburg og Blondy um borö I flugvél á vellinum við Frankfurt. Aður haföi Ollenburg hringt til skrifstofu sinnar, en þar var allt með kyrrum kjörum. Lögreglan hafði ekki látið sjá sig þar. Ollenburg var hálfhissa á sila- skapnum hjá vörðum laganna, þvi að hann gerði fastlega ráð fyrir að þeim reyndist auðvelt að hafa upp úr Diamantenpaul allt, sem hann vissi. Hann gat ekki imyndaö sér annað en þeim tækist það fyrr eða siðar, en hugsaði sér nú að njóta lifsins meðan timi gæfist til, láta hverjumdeginægja sina þjáningu. Og mikið rétt, meðan flugvélin var I háloftunum á leið vestur yfir Atlantshaf, lagði Paul Kron fram játningu og dró ekkert undan. Auövitað var vandræðalaust fyrir lögregluna aö ganga úr skugga um, að Ollenburg væri á leið til Mexikó, og jafnskjótt var sima- samband haft við vestur-þýzka sendiráðið i Mexikóborg. Lögreglan gerði ráð fyrir að flugvélin lenti þar, sem var rangt, þvl að hún lenti við hinn fræga baðstað Acapulco. Þar komúst þau Ollenburg og Angela Pöck vandræðalaust gegnum vegabréfaeftirlitið og tollinn. Þau gerðu stuttan stanz I Acapulco, en tóku sér eftir tvær klukkustundir far með annarri flugvél til Mexikóborgar. Þar á flugvellinum biðu hans tveir náungar frá sendiráði lands hans og auk þeirra einn frá mexikanska útlendingaeftir- litinu. Þeir biðu og, biðu við tollhliðiö og hjá vegabréfa- skoðuninni, en án árangurs. Ollenburg og Blondy komu ekki nálægt þessum aðilum þar á flug- vellinum, þar eð þau höfðu fullnægt skyldum sinum við þá við komuna til Acapuleo. Þau fóru með hópvagni inn i miðja borg og fengu tveggja manna herbergi á lúxushótelinu Emporio. Þau fóru i steypibað og sofnuðu svo. „Við vorum svo uppgefin eftir ferðalagið að við höfðum ekki rænu á þvi að elskast,” sagöi Ollenburg. Um morguninn snæddu þau fyrirtaks árbit, meðan út- sendarar sendiráösins og útlendingaeftirlitsins tvistigu enn úti á flugvelli. Ollenburg skrifaði siðan á póstkort til systur sinnar Liio, sem bjó i Köln, og lofaði að kosta hana á heilsuhæli, þar eð systirin var eitthvaö heilsutæp og slöpp á taugum. Blondy varð ky rr niðri I forsalnum og hlustaði ásamt samferðafólkinu frá Euro- Lloyd á leiösögumanninn, sem kynnti þeim áætlun dagsins. 38 VIKAN 12 TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.