Vikan

Tölublað

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 22.03.1973, Blaðsíða 34
Á KYRRUM MORGNI Viö ókum I áttina til borgarinnar, þaö var löng og óendanlega dapurleg ökuferö. Mér til undrunar var ekki haldiö heim, heldur ókum viö út af þjóö- veginum um þaö bil tuttugu mllur utan viö borgina og ókum til smá- borgar niöur viö sjóinn, og þar staönæmdist bíllinn úti fyrir gömlu hóteli. Faöir minn sagöi blátt áfram: „Hér skulum viö gista. En bara i nótt.” Ég hafði aldrei komiö inn i hótel fyrr en þetta, en ég fann að þetta var ekki mjög gott hótel. Við afgreiösluboröið niðri var grannur þreytulegur maöur, sem fylgdist meö þvi voteygöur, þegar faðir minn var aö skrifa nafn sitt I stóra bók. Yfir höfði hans var spjald, og á þvi stóð: „FÓLK má koma og FÓLK má fara, en verðiö hér er alltaf þaö sama.” Herbergiö okkar uppi á lofti var stórt og skuggalegt og sjávarlykt þar inni. Þar var breitt rúm úr messing, allt þar inni var gamalt aö sjá, en hreinlegt. Fyrir neöan einn gluggann, var gildur kaöalsvafningur bundinn við miö- stöövarofn, og voru stórir hnútar á. Fyrir ofan stóð með stórum rauöum stöfum: „Vegna bruna- hættu.” Það var oröiö framoröiö, og ég haföi ekkert boröað, siöan um morguninn, en ég var alls ekki svangur. Faöir minn sagöi, að nú væri mál aö fara að hátta. Ég fór úr fötunum, kraup framan viö rúmið og baö bænirnar minar, og þetta held ég, að mér hafi fundizt erfiöast af öllu. Eg kunni aö biöja fyrir framliönum, það haföi ég gert á hverju kvöldi, frá þvi er ég fyrst fór aö biðja kvöldbænir. En bænirnar minar höfðu aldrei veriö persónulegar i nokkrum skilningi. Ég haföi ekki misst veröiö hér er alltaf það sama.” neinn, sem mér var kunnugur. Nú var ég allt i einu farinn að biöja fyrir minni eigin móöur og Tom, bróöur minum, og jafnvel á þessari stundu var mér ómögulegt aö trúa þvi, sem orðið var, svo átakanlegt og eyði- leggjandi var þaö. Loks fór ég í rúmiö, og rétt á eftir geröi faöir minn eins. Viö lágum þarna báöir i myrkrinu og næturkyrröinni, þvi nú var ekkert lengur aö heyra utan af götunni. Eina hljóö, sem barst aö eyrum, var frá hafinu - þunglamalegt, háttbundiö hljóö þegar öldurnar brotnuöu viö klettótta ströndina. Og enn heyröist öldufall, svo varö allt hljótt, og aftur braut viö klettana, og hljótt á ný, en þess á milli heyrði ég aöeins minn eigin hjartslátt, mér fannst hjartaö berjast svo ótt og svo titt I brjósti mér. Faðir minn mælti ekki orö fra vörum. Hann lá á bakinu, og horföi upp I loftiö. Allt I einu fann ég aö hann tók um hönd mér, hélt um hana laust, en ástúölega, og viö þetta var sem eitthvaö um- snerist innra meö mér, og ég fleygði mér um hálsinn á fööur minum, þrýsti mér aö honum i örvæntingu, og þegar hann samstundis vaföi mig aö sér, brast ég i grát - i fyrsta sinn eftir aö hann hafði sagt mér, hvar þeir fundu þau móöur mina og Tom. Ég grét og grét, mjög ákaft og lengi. Faöir minn hélt mér fast aö sér án þess að segja nokkurt orö eöa reyna aö hugga mig meö oröum, og loks eftir aö ég var hættur aö gráta, eða reyndi aö minnsta kosti aö stilla mig, sleppti hann mér ekki úr fangi sér, heldur fór að tala viö mig, og nú talaöi hann aöeins um móöur mina. Sagöi allt frá upphafi, hvar hann heföi fyrst séö hana, hvernig hún hefði verið á leiksviöinu, hvar þau heföu veriö gefin saman hvaöa prestur heföi gift þau. Biskupinn hafði veriö viöstaddur giftingarathöfnina, og móðir min himinglöö yfir heillaskeyti frá sjálfum forsetanum. Hins vegar haföi Jimmy frændi gert hana dauðhrædda (hann var þá orðinn drykkjumaöur, sagði faðir minn til skýringar,) þegar hann hótaði aö gafa landstjóranum á hann, ög þaö haföi hann reyndar staðiö við. Faðir minn hélt áfram aö segja fra samlifi þeirra, áöur en ég fæddist og eftir það, frá feröum þeirra foreldra minna þvi dásamlega, sem borið haföi fyrir augu þeirra og þau I sameiningu höföu elskað. Hann talaöi og talaöi um móður mina, þaö var eins og hann gæti ekki hætt þvi, og ég hlustaöi stöðugt, gleypti hvert orö af vörum hans, eins og ég var vanur aö gera á kvöldin i kofanum, þegar hann sagöi okkur sögur. Og svo var ég oröinn syfjaöur, þótt ég tæki ekki eftir þvi, og þá fór alveg eins og vant var á kvöldin I kofanum: ég datt út af og sofnaði meö óminn af oröum hans i eyruiii mér Einhvern tima um nóttina hrökk ég upp og fann mér til skelfingar, aö faöir minn var ekki lengur I rúminu hjá mér. Svo kom ég auga á hann yfir I hinum enda herbergisins, en ég sá hann ekki greinilega. Veður hlaut að hafa breytzt, þvi aö nú var tungl komið upp og I glætunni frá þvi gat ég séö, að faöir minn haföi opnað herbergisgluggann og var framan viö hann. Ekki stóö hann þar, heldur kraup hann á knjánum alveg hreyfingarlaus. Hann haföi tekiö höndum saman og horföi út um gluggann, út i nóttina. tJti var kyrrt og hljótt og hálfdimmt aö sjá. Ég virti hann fyrir mér stundarkorn, svo hef ég vist sofnað aftur, þvi aö hann var I rúminu hjá mér, þegar ég vaknaði um morguninn. Viö yfirgáfum hóteliö og fórum heim til okkar. Þar biðu þau okkar Ellen og Arthur. Ellen var grátandi, Arthur fölur og hljóöur mjög. Siöar um daginn var komiö meö likin heim, og þá sá ég þau loksins. Næstu tvo daga eöa þar til jaröarfararmorguninn, fékk ég oft aö sjá þau. Stundum var ég einsamall, stundum ásamt mörgu fólki, sem komiö var til aö standa viö likbörurnar. Þriöja morguninn fórum viö öll til kirkjunnar og þaöan svo i garöinn, og loks var þessu öllu lokiö, og ég fann, aö hér eftir sæi ég þau aðeins i endur- minningunni. Aöeins viku seinna tók faöir minn mig meö sér til trlands. ÁSTARMATUR Framhald af bls. 17. sannaö, sem ég hafði sagt um matinn. Hún kom kjagandi inn meö miklum erfiðismunum og bar stærsta fat af steiktum kartöflum, sem ég haföi nokkurn- tlma séð. Kartöflurnar voru brúnar, feitar og gljáandi. Siöan gekk hún út aftur án þess aö segja orö, en gaf Danny auga, sem ekki varð misskiliö og kom svo inn með ketiö — stórar þykkar sneiðar af nautaketi, ljósrauöar I miðjunni en brasaöar á röndunum. Siðan kom laukur og annan eins lauk hefði ég aldrei augum litiö, stór gljáandi og girnilegur. Þessari máltiö gleymi ég aldrei. Enginn okkar þorði aö segja orð af hræðslu viö að vakna af þessum draumi. Svo tókum við til viö átið. Brannigan, sem var nú vanur að taka til hendi, tróö matnum ofan I sig, rétt eins og hann væri i ákvæðisvinnu. Sullivan gaf sér ekki tima til aö tyggja °g McGinty litli var næstum kominn með fæturna upp á diskinn. Þarna var nóg á borðum og meira en þaö og svo hættum við eftir hálftima stanzlaust át. McGinty lá hreyfingarlaus i stólnum, rétt eins og hann væri blindfullur, Brannigan var mátt- laus I andlitinu og Sullivan komst ekki einusinni i rúmiö. Þaö var hann, sem rauf þögnina. Hann ropaði svo að rúöurnar skulfu, og tautaöi: — Yndisleg kona. — Bölvaöir hræsnararnir ykkar, sagði ég. — Þiö vitið þaö eins vel og ég, að þetta er allt saman honum Danny að þakka. Og sem meira er: ef þetta heldur svona áfram — já, ef, segi ég — þá er hann sá, sem þakka ber. — Já, Danny, ég þakka þér af magans innsta grunni, sagöi Sullivan. — Þú hefur breytt heims- myndinni okkar algjörlega, Danny, sagði Brannigan, og ég skal slá hvern þann i klessu, sem litur þig illu auga. Þaö var greinilegt, aö Bundy—ekkjan var oröin gjör- breytt manneskja siöan Danny kom. Upp frá þeim degi ól hún okkur eins og þungavigtarkappa og alltaf gerðist hún nærgöngulli viö Danny meö degi hverjum, svo aö mig furðaöi mest á, hvernig hún gat stillt sig um aö káfa á honum.Kellingarskrukkan var aö malla sig vitlausa, til þess eins aö sjá gleðibjarmann i augum hans — og viö hinir nutum góös af. A hverjum degi lagöi frá eld- húsinu daufan ilm af matarmalli, sem liktist mest einhverjum andardrætti af himnum ofan. Nú var ketið ekki lengur skoriö við neglur, heldur kom það I heljar stórum stykkjum ásamt alls- konar ljúffengu grænmeti. Já, gamla skrukkan kunni sannarlega að búa til mat. Við vorum meira aö segja komnir á það stig aö geta setið að kvöldi dags og rætt matseðil næsta dags, eins og greifar. — Jæja þá, sagði Sullivan ein- hverntima, — þið getið nú sagt um það hvað þið viljið, en nú kemur bráðum gamli svins- hausinn i pottinn. Danny kinkaði kolli og það var ekki um að villast, að næsta dag fengum við sykursaltað flesk i grænu káli og kartöflur sem voru á bragðið eins og beztu hveitibollur. Mig minnir, að Englendingar hafi eitthvert máltæki i þá veru, aö „komandi atburðir kasti skugga á undan sér”. Þrem vikum eftir þetta, fór að komast hreyfing á hlutina. Eitt kvöldið sagði Danny við mig: — A ég aðsegja þér nokkuð? — Geröu það, Danny, sagði ég. — Jú, ég skal segja þér, að Bundy—ekkjan vill gjarna hafa tal af mér i kvöld i setustofunni sinni. Viö skildum vist allir álika yel. hvaö það boðaði. — Gangi þér vel, Danny. sagði Brannigan innilega. — Stattu þig nú eins og hetja. sagði McGinty. — Já, ekki mun af veita, sagöi Sullivan. — Sjáið þiö nú til, skepnurnar ykkar, sagði ég þegar hann var farinn. — Þaö er ofurlitil rúða uppi yfir dyrunum. á stofunni hennar, og mér fyndist það ekki úr vegi, að við hefðum auga með bezta vininum, sem við höfum nokkurntima átt, og sjáum hvernig fer fyrir honum. Og þannig atvikaðist það, að við stóöum allir fjórir uppi á litla eldhúsboröinu og gægðumst gegnum rúöuna inn til frú Bundy. Hún sat i öörum enda sófans og 34 VIKAN 12.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.