Vikan

Tölublað

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 5
PIERPONI - Éi handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns- úr af mörgum gerðum og verðum. MAGNÚS BENJAMÍNSSON & CO. Veltusundi 3, sími 13014 umst og eigum rétt ó. Bréfritari er greinilega góðhjartaður, en vill ekki sóa fé í náungann. Ég sting því að honum, ef hann er reykingamaður, að hann hætti að reykja og slái þannig tvær flugur í einu höggi, þ. e. spari sígarettukaup og verndi skemmd lungu. Slíkt væri góðverk á lík- ama hans og kæmi sér vel fyrir þjóðarbúið. Góðverkið væri þó í samræmi við hugsunarhátt bréfritara, og gæti hann vel við unað. Varnarliðið mó fara í hund og kött fyrir mér, þó gott hafi gert. En ætli bréfritara brygði ekki við, ef hann missti heimili sitt allt [ einu, og þar á ofan hyrfi ýmislegt sporlaust, án þess ég sé að ásaka neinn um þjófnað. — Þakka misjafnt efni. Eyjaskeggi. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Og þar með veit „Einn gagn- rýnandi*, hvernig hann á að gera góðverk! Bréf hans hneyksl- aði marga, og framanrituð bréf eru dæmi um viðbrögð þeirra. Við þetta vill Pósturinn því einu bæta, að álit hans á dugnaði og kjarki Vestmannaeyinga hefur enn aukizt. Hvernig má líka annað vera, þegar maður heyr- ir ungan mann lýsa yfir bjart- sýni og trú á framtíðina, þó hann hafi nokkrum mínútum áð- ur þurft að horfa á heimili sitt grafast undir gióandi hrauni? P.S. Skrift Eyjaskeggja lýsir fljótfærni og ákefð. Um pilluna og fleira Elsku Póstur! Við erum tvær fimmtán ára pí- ur, og okkur langar til að spyrja þig um pilluna. Hvað þarf mað- ur að vera gamall til að geta fengið hana? Þarf maður að fá leyfi hjá foreldrunum? Hvernig getur maður fengið hana? Hvar getum við fengið bókina „16 ára eða um það bil", ef hún fæst ekki í heimabæ okkar, og hvað kostar hún? Hvaða mennt- un þurfum við að hafa til að komast að sem skiptinemar? Hvað þurfum við að vera gaml- ar? Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Tvær spurular. Pillan fæst ekki öðruvísi en gegn recepti frá lækni, og það er hann, sem ákveður, hvort þið séuð nógu gamlar til að taka hana. Unglingar spyrja vist ekki foreldra sína, hvort þeir megi sofa hjá og þá varla heldur um leyfi til að komast hjá afleið- ingunum. „16 ára eða um það bil" á að fást í flestum bóka- búðum landsins, en hana má einnig panta gegn póstkröfu frá útgáfufyrirtækinu Hilmi hf., Siðumúla 12, Reykjavik, og hún kostar þannig 267 kr. með sölu- skatti. Aldurslágmark skipti- nema er 17 ár, en engin ákveð- in menntunarskilyrði eru sett. — Upplýsingar fást hjá æskulýðs- fulltrúa Þjóðkirkjunnar á skrif- stofu biskups að Klapparstíg 27, Reykjavik, og þangað getið þið skrifað eftir bæklingi um þessi mál. Skriftin er sæmileg og lýs- ir bjartsýni og glaðlyndi. Flugfreyjur Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur, sem langar til að verða flug- freyjur og leitum til þín, eins og svo margir aðrir. Hér eru nokkrar spurningar, sem okkur langar að fá svar við, þvi við höfum mikinn áhuga á þessu. 1. Hvaða nám þarf maður að hafa stundað? 2. Þarf að hafa sérstaka hæð o. s. frv.? 3. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Með fyrirfram þökk. 3 X. í auglýsingum flugfélaganna, sem oftast má sjá i blöðunum fyrrihluta árs, er talað um 20— 26 ára aldurslágmark, góða al- menna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungu- máli, helzt Norðurlandamáli, þýzku eða frönsku, og svo er tekið fram, að líkamsþyngd skuli svara til hæðar. Skriftin er snot- ur og gefur til kynna smámuna- semi og jafnaðargeð. En svar við spurningunni, sem þið vild- uð ekki láta birtast, er neitandi, en það er nú samt alltof mikið bráðlæti. 15. TBL. VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.