Vikan

Tölublað

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 35

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 35
I I Borgarstjóri var viðstaddur frumsýningu á „Súperstar og skemmti sér vel. i hléinu bauð stjórn Leikfélagsins ýmsum gestum upp á drykk, og hér spjallar Birgir isleifur við höfund tónlistarinnar i verkinu, Andrew Lloyd og konu hans. Birgi ísleifi finnst það hressandi upplyfting að leika badminton einu sinni i viku við nokkra gamla skólafélaga, og þannig halda þeir lika sambandi hver við annan, sem ella yrði minna. Dagur er að kvöldi koininn, en það þýðir sjaldnast sama og fristund hjá Birgi isleifi Ounnarssyni. lðulega fara kvöldin i að semja blaðagreinar og rasöur, sem ekki gefst tóm til að sinna i daglegri önn. Innan um allar bækurnar sinar heima á Fjölnisvegi 15 gengur honum lika bezt að fá hug- myndir og festa þær á blað. komið auga á það i fljótu bragði. Jú, kannski finnst mér það leiðin- legast, þegar ég get ekki orðið við óskum þeirra, sem til min leita. Það kemur auðvitað fyrir, og þá reyni ég að útskýra, hvers vegna það er ekki hægt, og sumir skilja það, en aðrir ekki. Sumir verða reiðir. — Þarftu að standa i rifrildi? — Ekki segi ég það nú beinlinis, en það er stundum þungt i mönnum, þegar þeir fara af minum fundi, og það finnst mér sannarlega leiðinlegt. — Hvaða mál eða fram- kvæmdir vildir þú, að einkenndu þina stjórnartið? — 1 fyrsta lagi umhverfis- og náttúruvernd. Við þurfum að huga vel að ströndinni og hafihu i kringum okkur, við þurfum að fegra og snyrta borgina sjálfa, og það þarf að skapa aðstöðu til aukinnar útiveru fólks i næsta ná- grenni borgarinnar. I öðru lagi er ljóst, að það þarf að koma til móts við kröfur nútimakonunnar og leggja meiri áherzlu á barna- gæzlumál. Að visu er það á- kaflega dýr þáttur i borgar- starfinu, og mér finnst vel at- hugandi að breyta greiðslu- fyrirkomulagi fyrir þessa þjónustu, þannig að fólk borgi mismunandi mikið eftir ástæðum. — 1 þriðja lagi eru það skipulagsmálin. Þó aðalskipulag borgarinnar hafi verið samþykkt á árunum 1965 og ’66, þá þarf að endurskoða það rækilega. Við þurfum t.d. að fara að huga að þvi, hvar á að byggja næst. Breiðholtið átti að duga til 1984 en það byggist miklu hraðar, svo við þurfum að fara að huga að nýjum svæðum. Borgin á ennþá töluvert land meðfram Vesturlands- veginum, og þar verður liklega Korpúlfsstaðalandið langdrýgst. A þessari stundu vildi ég gjarn- an stjórna undir kjörorðinu: Byggjum hlýlegri og manneskju- legri borg. — Er Heykjavik ekkert að verða of stór miðað við lands-- byggðina? — Ég hef engan áhuga á þvi, að Reykjavik vaxi hlutfallslega meira en aðrir landshlutar, úr þvi sem komið er. Þetta þarf að haldast i hendur. En auðvitað er Islandi nauðsynlegt að eiga sinn borgarkjarna, og Reykjavik er alls ekkert orðin of stór, ef hún á að geta gegnt sinu höfuðborgar- hlutverki á sómasamlegan hátt. — Nú er miðbærinn eiginlega kominn i útjaðar borgarinnar og lendir æ meira út úr með árunum. Er þetta ekki að veröa dálitið óþægilegt? — Jú, þetta skapar viss vandamál, og þess vegna viljum við byggja upp nýjan miðbæjar- kjarna i Kringlumýrinni, auk þess sem það færist stöðugt i vöxt aö byggja upp eins konar þjónustukjarna i hverju hverfi fyrir sig. En hins vegar þyrfti endilega að reyna að lifga svolitið Frumhald á bls. 5,'í. 15. TBL. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.