Vikan

Tölublað

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 44

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 44
ÞESSAR FERMINGAMYNDIR ERU FRA STUDIO GESTS, LAUFÁSVEGI 18A f Studio Gesti eru ( einni fermingarmyndatöku teknar myndir bœ3i { og in kyrtils eini og hér er sýnt, og innifalin fullgerð itakkun. — Tökum einnlg allar aSrar myndatökur. — Myndatökur alla daga vikunnar og á kvöldin. — PantiS tíma. — Studio Getts, Laufésvegi 18 a, s(mi 2-4028. 'hérna þegar frasnka hans bjó hér. — bá er ég hræddur um . . .þér skiljiö......mig langaöi til aö spyrjast fyrir um frænku mína, sem bjó hérna lengi........fyrir einum tuttugu árum. — Ég hef nú átt hérna heima alla mina ævi. Hvaö hét þessi frænka yöar? — Ungfrú Matilda Frank. Unga konan hleypti brúnum, hugsi. Nei, ekki gat hún munað eftir neinni meö þvi nafni. Þetta hlaut aö vera einhver mis- skilningur. Enda þótt hún hefði veriö barn þá, þóttist hún viss um aö muna eftir hverjum, sem þarna hafði veriö i sjö ár. — Og meira að segja er ég ekki viss um nema maöur muni bein- linis betur andlit, sem maöur kynnist I bernsku en hin, sem maöur hittir seinna. Þetta hlýtur aö vera einhver misskilningur og þér hafiö fariö húsavillt. — Nei, þaö var þetta hús. Þaö eitt var hann viss um. Hann haföi séö bréfsefnin hennar. Hann væri lika meö ljósmynd, sem hann „skyldi sina frúnni. Og svo tók hann upp gamla, snjáöa skyndi- mynd af hávaxinni laglegri stúlku, meö sterklega höku og einbeitt augnaráö. Húsmóðirin tók myndina, kæruleysislega i fyrstu, en svo var eins og áhugi bennar vaknaöi allt I einu. Hún leit upp og horföi rannsakandi á viömælanda sinn. — Þér segiö, aö þetta sé frænka yöar? Hann kinkaöi kolli. — Og hvenær var það, sem hún dó? Fyrir sextán árum? Hún gekk framhjá Arthur og út úr dyrunum, þangaö sem birtan var betri og athugaöi myndina enn betur. Hún var lengi aö þvi. Sföan gekk hún inn I forstofuna kallaði upp eitthvert nafn. —-Hann faöir minn hlyti aö vita þetta. Ég skal spyrja hann. Hægt og þunglamalega kom feitur gamall maður keifandi niöur stigann. — Já, já, hvað viltu? Dóttirin gekk til hans og tautaði nokkur orð viö-hann. — Hvað? sagði hann og leit siðan rannsakandi og spyrjandi á Arthur, eins og dóttir hans haföi gert. Hún kinkaði kolli. — Já, vissulega, sagöi hún og rétti honum myndina. Hann athugaöi hana vandlega i eina eöa tvær minútur, en leit svo upp. — Þaö gæti engin önnur verið, sagöi hann. — Hún hefur breytzt . . . .vitanlega hefur hún þaö. Auövitaö. En þessi haka, þetta höfuð og þessi likams- stelling . . . .þaö gæti engin önnur veriö. Og þetta er frændi hennar, segiröu? Arthur Lovell gekk til gamla mannsins. — Já, þetta er frænka min, Matilda Frank. Gamli maöurinn kinkaöi kolli. — Viö þekktum hana hér undir nafninu Madame Zélie. — Þekktuö þér hana vel? — Já, mjög velj — Þá getið þér kannski sagt mér, hvar hún rak verzlunina sina? Verzlunina . . . - .... .hvar .... Einhver tortryggnissvipur kom á ándlit gamla mannsins. — Verzlunina......hvar? — Já, staöinn þar sem hún rak verzlunina sina. ,Þaö var kjóla- saumastofa, ekki satt? — Kjólasaumastofa? Hrukkótta andlitiö á gamla manninum afmyndaöist af einkennilegu brosi. Hann skrikti. Arthur horföi á þessi óviö- eigandi viöbrögö hans, steinhissa og hneykslaöur. — Ég skil þetta ekki, sagöi hann. — Ég sé ekkert hlægilegt viö þessa spurningu mina. Ég er kominn til þess aö spyrjast fyrir um hana frænku mina. Ef þér hafiö einhverjar upplýsingar aö gefa, skal ég vera yöur þakklátur. En ef ekki, verö ég að reyna fyrir mér annarsstaöar. Hann talaöi settlega og dálitiö reiöilega, en með viröuleik. Tónninn hjá honum stillti gamla manninn. — Afsakiö, herra minn, en þetta kom mér svo a óvart. Og eins og allt er I pottinn búið, var það heldur ekki óeðlilegt. Arthur hneigöi höfuöið. — Þakka yður fyrir. En heimilis- fangiö? — Herra minn, sagöi gamli maðurinn. — Frænka yöar, sem viö þekktum hér undir nafninu „Madame Zélie”, rak verzlunina slna I Rue Chatelaine nr. 12. Og svo sagði hann Arthur, hvernig hægt væri að komast bezt og ódýrast þangaö sem frænka hans vann llfsstarf sitt. Upplýsingarnar voru stuttorðar og greinilegar, eöa það heföu þær að minnsta kosti verið fyrir mann, sem var útfarinn I neöan- jaröarbrautum Parlsarborgar. En ekki leið samt á löngu áöur en Arthur varö aö leita á náöir eins vegfaranda, til þess að geta rataö. — Já, já, Rue de Chatelaine. Hvaöa númer? .... Þetta er löng gata. — Númer tólf. Þaö brá fyrir glampa I augum þessa vingjarnlega manns. — Fyrst beint áfram svo til hægri, og þá eruð þér kominn þangaö. Og maöurinn flýtti sér burtu og- brosið á honum varö aö skelli- hlátri. — Þetta er heldur betur skritið, sagöi Arthur við sjálfan sig. Og ytra útlit hússins var reyndar líka skritiö. 1 götu, sem aö ööru leyti leit heldur fátæklega út, ljómaði húsiö þarna, hvítmálaö, með græna gluggahlera og enginn þeirra opinn, enda þótt komið væri að hádegi. betta var ein- kennilega glæsilegt hús I þessu umhverfi og minnti mest á konu, sem kemur öll uppfunsuð á trú- boöasamkomu. Hurðin var skrautleg og meö sterkum litum og marglitu glerflúri og opnaöist sjálfkrafa þegar Arthur þrýsti á bjölluhnappinn. Og þegar hann svo gekk inn I forsalinn, heyröi hann langt i burtu og ofan af efstu hæö hringingu I óteljandi bjöllum. Hreingerningarkona, gömul og illa til höfö, kom haltrandi I áttina til hans. — Húsiö er lokaö, sagði hún. — Þaö er lokaö. Hann svaraöi: — Já, en Madame Zélie, ég kom til þess aö . . .. — Ég veit, ég veit, en það er bara lokað. Klukkan tvö getiö þér komiö aftur. — Klukkan tvö? bað var nú ekki sem heppilegastur timi. Síödegis haföi hann ætlaö að skoða sig um. En mætti hann koma seinna, eins og til dasrnis klukkan sjö? — Já, auðvitaö. Hvenær sem er eftir tvö. Ringlaður og utan viö sig reikaöi hann út á strætið og þar stóð hann og dáöist að háa hvita húsinu, með þessum Iöngu rööum af lokuöum gluggahlerum. Hann eyddi slöan siðara hluta dagsins á þennan hátt, sem Matta frænka heföi helzt kosið, fór fyrir I Louvre og slöan i Notre Dame og fleiri merkisbýggingar. Þetta var fjögurra tima samfelld menningarreisa. Klukkan var oröin yfir sjö þegar Arthur var aftur kominn i Rue de Chatelaine. Nú ljós yfir dyrunum sem sýndi töluna tólf i gulum stöfum, en grænu hlerarnir voru enn fyrir gluggunum. Hinsvegar voru dyrnar opnar. Minniö hans var afskaplega þokukennt, aö þvl er tók til næstu tuttugu mlnútnanna. Stór og bosmamikil kona I niöþröngum svörtum silkikjól gekk til hans. — Herrann óskar? Hann roðnaöi, stamaöi og kom ekki upp úr sér nema nokkrum sundurlausum oröum. Sjá húsiö? sagði hún vingjarnlega. — Herrann langar aö sjá húsiö? Hann kinkaöi kolli. Þaö var einmitt þaö, sem hann langaði til - aö sjá húsiö. 44 VIKAN 15. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.