Vikan

Tölublað

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 26

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 26
Pétain marskálkur við réttarhöldin eftir striðiö, þá orðinn sijór af kölkun og elli. Gamlir stuðningsmcnn Pétains námu kistu hans á brott frá eynni Yeu til að jarðsetja hana á ný i hermannakirkjugaröi við Verdun. PÉTAIN-NÝR ÞÁTTUR í SÖGULEG Pétain sem þjóöhetja. Þegar nokkrir skrýtnir náungar með óljós markmiö stálu likinu af Philippe Pétain marskálki núna á dögunum, komu þeir óþægilega við kaun fjölmargra landa sinna. Likránið, sem f senn var broslegt og óhugnanlegt atvik, rifjaði upp fyrir Frökkum timabil, sem margir þeirra vilja fyrir hvern mun losna við að vera minntir á. Hér er um aö ræöa atburði, sem slceðu fyrir meira en þrjátiu árum. Þegar það fréttist að marskálkurinn gamli væri aftur kominn á ról, voru hugir fransmanha þegar i svo miklu uppnámi að þar var sannarlega ekki á bætandi. Þingkosningar fóru i hönd og borgarastéttin var altekin hysteriskri hræðslu viö að pólitiskt bólvirki hennar, flokkur gaullista og þeirra banda- menn, myndu gertapa fyrir kommúnistum og sósíaldemó- krötum. Sjálf aðgerðin minnti á kommandóárás úr siðari heims- styrjöld. Ræningjarnir komu að nóttu til I þyrlu til smáeyjarinnar Ile d’Yeu viö suöurströnd Bretagne, þar sem Pétain hafði hlotið hinstu hvllu. Yfir gröfinni var nlöþung marmarahella og kistan sjálf, sem er úr eik, er niu hundruö klló aö þyngd, svo að ekki veröur sagt að þessir piltar hafi sett allt fyrir sig. Þegar frá upphafi, og áður en vitað var hverjir ræningjarnir voru, þótti ljóst hver tilgangur þeirra var. Hann var sá að jarö- setja gamla strlðsjálkinn ein- hversstaðar nærri Verdun - á staönum þar sem Pétain gat sér heimsfrægð. Þar var háð ein mannskæöasta orrusta fyrri héimsstyrjaldarinnar, er Þjóðverjar reyndu að lama franska herinn I eitt skipti fyrir öll og brjótast I gegnum virkja- keðju haris. Pétain stjórnaði vörn Frakka I þessum pataldri, sem stóð frá febrúar og fram i nóvember 1916 og þar sem hvor aðilinn um sig lét hundruð þúsunda hermanna fallna og særða. Þegar þar var komið sögu var Pétain þegar nokkuð hniginn að aldri, nánar tiltekið um sextugt, og hafði fram aö þvi ekki veriö talinn neinn snillingur I herstjórn. Um þær mundir sem striðið brauzt út hafði staðið til að setja hann á eftirlaun. En eftir slaginn við Verdun varö hann þjóðhetja, enda sennilegast að baráttuþrek franska hersins hefði lamast gersamlega ef Þjóðverjar hefðu brotist þar i gegn. Hann var skipaður marskálkur af Frakklandi, einn af átta, sem hlaut þá heiðursútnefningu i striöinu. Eftir striöið hélt vegur hans áfram að vaxa, þannig var hann 1929 valinn i frönsku akademiuna. Við það tækifæri bauð skáldiö Paul Valéry hann velkominn I þann virðulega hóp með ræðu, sem full var af andagift og skáldlegri hrifningu. Hann var siöan um hrið fulltrúi Frakklands við ýmis hátiöleg tækifæri á alþjóöavettvangi, ambassador Frakka á Spáni eftir sigur Francos þar og stöðugt ein- Þegar það fréttist að Pétain gamli marskálkur væri enn einu sinni kominn á kreik, i þetta sinn meira en tuttugu árum eftir dauða sinn, rifjuðust upp ákveðnir þættir i sögu Frakka, þar á meðal þáttur, sem flestir þeirra vilja helzt sleppa við að vera minntir á. 26 VIKAN 15. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.