Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 30
— Ó, Paul frændi, snökkti Vera.
— Það geta ekki verið þessir
vondu menn, sem hann talar um i
bréfinu, sem eru á höttunum eftir
henni. Þaö hljóta að vera ein-
hverjir aðrir.
— Ég þoli ekki meira að þessum
skælum og kjánalátum, sagði
gamli maöurinn. — Þeir hafa ekki
náð henni ennþá. Nei.þeir hafa
ekki náð henni ennþá.
Hann var oröinn töluvert
hressari.
Harry hafði hringt frá hótel-
ibúöinni. Jean Cunliffe, sem til
þæginda hafði skrifað sig i gesta-
bókina, sem systur hans, lá nú I
öðru svefnherberginu, stein-
sofandi.
■ Harry þakkaöi I hljóði for-
sjóninni fyrir að hafa tekið hana
með sér. Þessir mótstöðúmenn
svifust ábyggilega einskis, og
hikuðu ekki við aö sýna grimmd
og jafnvel fremja morö. Og Jean
Cunliffe hafði búið við öryggi þar
sem hún var áöur, alveg þangað
til hann kom fram a sjónarsviðið,
en frá þvi augnabliki var hún i
hættu. Harry skildi vel angist
föður sins út af litlu dótturinni.
Fjandinn hafi þetta allt saman.
1 lok þessa erfiða dags, hafði
hann, sem sagt, fengið handa
þeim hótelibúð. Eftir aö þau
höföu snyrt sig svolitið, röltu þau
um göturnar I Dublin. Skyndilega
hafði Harry gengið inn i bóka-
verzlun og keypt heilmargar
bækur um írland, bæði land-
fræðilegs efnis og sögulegs,
goðsögur og aðrar sagnir.
Svo borðuöu þau góðan mið-
degisverð i borösal hótelsins, en
þá var Jean lika alveg oröin upp-
gefin og staulaöist i rúmiö, en
Harry kastaði sér yfir bækurnar,
eins og hungraður úlfur.
Hann tautaöi með sjálfum sér:.%
— Vanir rannsóknamenn byrja"
alltaf á þvi aö gá i efnisyfirlit, og
þaö gerði hann, enda fann hann
fljótlega það sem hann leitaði að. .
„Ballycoo-höll. Byggö um 1700.
Höllin er kölluö eftir bæ, sem
þarna var, en hefur nú fengiö
annað nafn.”
Og svo var sagt hvað bærinn
var kallaöur. Harry breiddi úr
landakortinu og var ekki lengi að
koma sér niður á leiðina. „Græn-
gris. Deirdre. Irsk. Ballycoo.”
Þetta var ákaflega einfalt,þótt
nafniö Ballycoo stæði ekki á
kortinu. Harry hringdi niður i
afgreiösluná.og baö dyravöröinn
að panta fyrir sig bilaleigubil og
hafa.hann til taks snemma næsta
morgun.
Og svo pantaði hann simtal við
Los Angeles.
Eftir aö hann hafði bæöi, talaö
við föður sinn og bræður, fór hann
loksins' I rúmiö. Hann var dauð-
þreyttur og þráði svefn. En áður
en hann sofnaöi fór hann i
huganum yfir allt sem hann vissi i
þessu máli. Fyrst og fremst: Nú
vissi hann að maðurinn i brúnu
fötunum, Victor Varney, var i
raun og veru rakinn glæpamaður.
En ... .var það ekki dálitið
undarlegt að þau höfðu ekkert
orðið vör viö hann siðan á flug-
vellinum i Los Angeles og honum
fannst heil eilifö siðan?
Voru glæpamannahóparnir
kannskeítveir? Hver var Dorinda,
til dæmis. Hver var maðurinn
með gráa flókahattinn? Og hvað
hafði oröiö að manninum i brúnu
fötunum?
Hann var reyndar i bláum
fötum þessa stundina, eða réttara
sagt, hann var að fara úr þeim, i
herberginu á næstu hæð fyrir
neðan.
1 Los Angeles ók Fairchild læknir
bilnum sinum upp aö St. Barts
sjúkrahúsinu og kom honum fyrir
á stæði sinu. Mei þakkaöi honum
og gekk léttilega að inngangi
starfsfólksins. >
Hún fór i einkennisbúning sinn
og tók lyftuna upp á áttundu hæð.
Hún var aöstoðarhjúkrunarkona
þar og starf hennar var einkum i
þvi fólgiö aö færa sjúklingunum
sitt af hverju og sækja tóm ilát.
Þannig hafði lif hennar yfirleitt
veriö, sifeld þjónusta við aðra.
Hún var þakklát lækninum fyrir
að hafa útvegaö henni þetta starf.
Hún hafbi farið á fund Paul
Fairchild, ekki til aö þiggja
ölmusu, heldur til að fá aðstoð.
Hún myndi fá aö búa þar, meðan
þessi leiöinlega timi væri aö liöa.
Hún gekk hnarreist eftir löngum
ganginum. Já, læknirinn hafði á
réttu áð standa, þaö var mikil
hjálp I vinnunni fólgin, já, hún
gat gleymt áhyggjum sinum I bili.
Mei var sjálfri sér reið fyrir aö
hafa sagt Paul Fairchild frá
telpunni. En hvernig átti hún aö
vita það fyrirfram, hve miklum
vandræöum þetta gat komið af
staö, og svo hafði hún lika
áhyggjur af hinum gamla föður
barnsins. Hún hafði alltaf litið
upp til þessa myndarlega og
auöuga manns. Sannleikurinn var
sá aö Mei haföi alltaf haft meira.
dálæti á föður telpunnar en
móðurinni, meðan hún þjónaði
þeim I fallega húsinu, sem hann
haföi keypt og búiö svo fagurlega
handa konu sinni.Konan var aö
visu fögur, en hún hafði strokiö
frá honum og gefið barnið sitt og
nú var hún orðin mesti aumingi.
Þetta hafði veriðsjálfsels kona og
Mei fannst hún brjósumkennan-
leg, en samt gat hún ekki fellt tár
hennar vegna. En hún kenndi i
brjósti um manninn, sem var
orðinn það sjúkur að þetta gat
haft örlagarfk áhrif á heilsu hans.
Einn af sjúklingunum sá þessa
þokkafullu veru gegnum opnar
dyrnar. Ungfrú Emmaline lyfti
höfðinu og sagði við sjálfa sig: —
Hver er þessi kona? Hún kom
henni svo kunnuglega fyrir sjónij;.
Þaö var eitthvaö sem minnti hana
á Dolabela. En á næsta augna-
bliki var konan horfin. Höfuð
ungfrú Emmaline féll aftur á
koddann.
Hún var nú orðin skárri og hún
var búin að taka ákvörðun. Hún
var hrygg vegna þess aö herra
Beckenhauer, sem hún haföi
vonast til að hitta þarna á sjúkra-,
húsinu, skyldi ekki vera lengur
meðal lifenda i þessarri syndugu
veröld. — Guð veri meö sál hans,
tautaði hún. Henni leiö betur,
þegar hún var búin að biöja til
guös og meö hans hjálp hafði hún
tekiö ákvörðun. Henni var ljóst að
þetta var spurning um tima. Hún
vissi aö mjög syndugur maöur
haföi veriö dæmdur tii dauba.
Hún mundi nafn hans nú, en hún
varð að biða þangað til hann var
dáinn og þá myndi sjálfur Satan
ekki fá hana til aö opna munn.
Þaö var hennar heilaga hlutskipti
að vernda Bobby fyrir öllu illu.
Hjúkrunarkona kom inn til að
mæla hana.
— Get ég fengið dagblöö?
tautaði ungfrú Emmaline.
— 0, ég var búin aö gleyma þvi,
ungfrú Hanks, en nú skal ég . . . .
— Þaö er allt í lagi. Systir
min . . . .tekur þau..
Hjúkrunarkonan tók púlsinn
með þaulæföum tökum. — Já, hún
kemur liklega bráöum i kvöld-
heimsókn. Þaö er nú meiri barna-
‘hópurinn, sem hún á, finnst yöur
það ekki? Ungfrú Emmaline
kinkaði kolli. — Þau voru öll i
anddyrinu i gær, hvaö eru þau
mörg?
— Sjö, sagði ungfrú Emmaline,
án þess að hika.
Hjúkrunarkonan hrópaði upp
yfir sig. —- Drottinn minn. Svo
hristi hún mælinn og gekk út úr
herberginu. Ungfrú Emmaline
kom sér vel fyrir i rúminu og
lokaði augunum. Enginn, - enginn
I öllum heiminum vissi hvar hún
var, að Callie einni undantekinni.
Og Callie vissi ekki neitt. Og
engin þekkti Callie. Boþby var
örugg.
Snemma næsta morgun óku
þau af stað, óku fyrst I vestur, svo
i suöur. Þaö hvildi djúp helgar-
þögn yfir umhverfinu. Jean var
mjög hrifin, henni fannst allt um-
hverfið heillandi.
Harry hafði pantaö
morgunverðinn upp i ibúöina og
Jean naut þess, enda var hún
endurnærð eftir nægan svefn.
Hann sagöi henni fréttirnar frá
Los Angeles og Jean fann að hann
var miklu áhyggjufyllri, en hann
vildi vera láta. Þessvegna gekk
hún upp I þvi að vera róleg. En hið
innra réöi hún sér varla fyrir
kæti yfir þessu ævintýralega
landslagi.
Þau höfðu farangurinn meö sér
I bilnum, ef þau gætu komizt yfir
græna grisinn, var ekki gott aö
vita hvert leiöin lægi. Harry varö
að hafa simasamband við
Ameriku, hvernig sem áætlun
þeirra færi. Ef þau yröu heppin,
gat þaö skeö aö hann gæti gefið
bræörum sinum einhverjar mikil-
vægar upplýsingar. En það var
auðvitað allt undir græna
grisnum komið...........
Harry ók á hægri og þægilegri
ferð. 1 fyrsta lagi var hann ekki
vanur vinstri akstri og svo voru
vegamerkingar bæði fáar og
slæmar, þannig aö hann varð aö
nema staöar viö og viö, til aö
athuga kortið. Hann leit lika oft I
spegilinn. Eftir klukkutima
akstur var hann búinn að gera
allskonar útúrdúra, til að villa um
fyrir þeim, sem ef til vill veittu
þeim eftirför. Honum fannst sem
einn eða tveir bilar, sem komu á
eftir þeim, heföu fylgt þeim is-
kyggilega fast eftir. Þessvegna
ók hann bak viö eitt veitingahúsiö
viö veginn og þar fengu þau sér
dásamlega máltið.
Þau voru mett og þögul, þegar
þauóku aftur af stað og milli
þeirra var einhver ljúfur
skilningur. Vegurinn hlykkjaöist
gegnum smaragögræn engi og
Jean langaði til að stanza við
hverja beygju, til að anda að sér
ilmandi loftinu.
Þegar þau voru eins og hálfa
milu frá sinum bæ, stakk Harry
upp á þvi að þau kæmu sér fyrir á
hótelinu. ( Þau höfðu haft'spurnir
af þvi aö þaö væri hótel I bænum).
Harry fannst öruggara aö hafa
herbergi til reiðu, þótt þau dveldu
ekki þar um nóttina. ( Hann hafði
lika ráð á þvi. ) Hann þurfti aö
hafa einhvern staö tif að nota
sima. Þau þurftu lika aö komast
aö þvi hvar þessi höll var og
nöfnum foreldra litlu stúlkunnar,
sem hét Deirdre.
Fratnhald á bls. 59.
30 VIKAN 15. TBL.