Vikan

Tölublað

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 38
Duni gefur borðinu nýtt líf, með litum og ljósum „Duni för gladare bord“, segir Svíinn og býöur okkur aö lífga upp á böröprýöina meö fjölmörgum nýjum, innbyröis samvöldum lilum í pappírsvörum og kertum. Þrjár stœröir af veizluservíettum auk hversdagsservíetta. Veizludúkar úr Dunicelpappír, einlitir og mynstraöir, vaxbornir eldhúsdúkar, glasamottur og kerti. Duni vörustandar eru í mörgum verzlunum. Þeir sýna vel þaö úrval sem yöur býöst. MATTA FRÆNKA Framhald af bls. 25 verzlaö heiöarlega við . okkur árum saman. Hann er áreiðan- lega bezti matvörusalinn þótt viða sé leitað. Ég skil ekki, hvaT) við ættum að vera að skipta okkur af stjórnmálaskonunum hans. — Það er ekki það, sem um er að ræða, hafði frú Lovell svarað. — Hann getur verið allt þetta, sem þú segir i einkalifi sinu. Og vist er hann bezti matvörusalinn hérna i nágrenninu, og vitanlega væri okkur þægilegra að halda áfram að verzla við hann. En við megum ekki fyrst og fremst lita á okkar eigin þægindi. Með þvi aö verzla við hann erum við að ala á hættulegum skoðunum. Þá erum við I rauninni að nota eignirnar hennar systur minnar sálugu, sem hún hefur stritað svo lengi fyrir og ætlað til einhverrar göfugrar notkunar, til þess að breiða út skoðanir, sem hún hafði andstyggð á. En dóttir hennar greip fram i: - Höfum við nokkur bréf fyrir þvi, að hún Matta frænka hefi endi- lega verið svona rammaukin ihaldskona? Frú Lovell hristi höfuðið alvar- lega á svipinn. — Frænka þin var mjög guðhrædd kona. Hún gerði sér að góðu þau lifsskilyrði, sem hún var borin til. Hún hefði aldrei haft nokkra samúð með byltingar- kenndum skoðunum. Auðvitað fór það svo áður en lauk, að frú Lovell hafði sitt fram. Svona deilum lauk alltaf henni i vil. Hún ein þeirra hafði þekkt systur sina. Og svo voru þetta hennar peningar. Eftir nokkurt orðskak lét maðurinn hennar undan. Hann laut höfði, auðmjúkur á svipinn, og svo varði hann þvi sem eftir var ævinnar i að skipuleggja nefndir, opna basara, tala á fundum, stjórna gönguferðum drengja, og meira að segja vitjaði hann stundum staða aumustu meðbræðra sinna. Marjorie dóttir hans harmaði þpssa breytingu, en þó aldrei upp- hátt. — Við erum nú alveg hætt að eignast einn einasta skilding, sem ekki er eign hennar Möttu frænku. Héðan i frá höfum við aldrei eyri að eyða, sem við eigum sjálf. Og við getum aldrei skemmt okkurð öðruvisi en eins og Matta frænka hafði helzt kosið og talið vera til mannbóta. Og hugmyndir Möttu frænku um skemmtanir voru ekki hugmyndir Marjorie. Hún var sem sé fulltrúi andófsins eða öllu heldur framsækinnar gagn- rýnistefnu, sem er alltaf tilbúin með einhverja nýja skýringu á viðurkenndum kenningum. Það var hún sem vakti máls á þvi, að ekki væri úr vegi, að þau skemmtu sér einhverntima sjálf. Hún sagði með ákafa: - Siðasta árið höfum við skemmt kór- drengjum og skátastelpum og stutt trúboðið i fátækra- hverfunum, gefið til hljómleika, kriketklúbba og hokkiklúbba. Við höfum eytt stórfé i að skemmta öðrum. Ég er alveg viss um, að Matta frænka hefur ekki ætlazt til, að við værum einu manneskjurnar, sem hefðum enga ánægju af aurunum hennar. Við eigum engu minni heimtingu á þeim en blindrahælið eða eitt- hvað þessháttar. Árangurinn af þessum um- ræðum varð þrjú sæti i Old Vic, þar sem sýndar voru „Tróju- konurnar”. Marjorie lét sér fátt um finnast. En þetta var þó spor i áttina. Næsta ár tókst henni að telja móður sinni trú um, að nútima- leikrit gætu nú haft greinilegt uppeldisgildi. Marjorie var byltingarsinninn i fjölskyldunni, en hún hafði nú heldur ekki verið nema sjö ára þegar Matta frænka dó. Hún gat samt munað og harmað þessa kæruleysislegu gömlu daga, þegar þau eyddu hverjum skilding, sem þau eignuðust, af litilli foréjálni - dagana áöur en þessi ræktarskylda var lögð þeim á herðar. En hvað snerti hann Arthur bróður hennar, þá voru þessir dagar huldir móðu bernsku- áranna. Og fyrstu ár ævi hans - þessi sem Jesúitarnir telja mikil- vægari en þau sjötiu, sem á eftir koma —. liðu undir þessum skugga af áhrffunum frá Möttu frænku. Hún var átrúnaður hans — almættið, sem orð hans og verk voru h< ’gjð, til þóknunar eða vanþóknunar. Þegar hann gerði eitthvað af sér, var þaö Matta frænka, sem hann var að móðga. Þegar hann gerði eitthvað gott af sér, var það andlit Möttu fræknu, sem brosti. Það lei;» langur timi áður en hann var farinn að geta hugsaö sér hana sem mannlega veru. Svo lifandi var hún, svo al- máttug i hátignarlegum dauða sinum. Oft lokaði hann augunum og reyndi að draga upp fyrir sér mynd af henni. Honum hafði verið sagt, að hún hefði verið saumakona, og þá sá hann fyrir sér granna, bogna konu, sem hamaðist við að sauma við kerta- ljós, augun rauð og dauf, fingurinir þreyttir, og svo var hún svöng og i vondum húsakynnum, illa upphituöum, þrælandi sýknt og heilagt til þess að safna peningum handa fátæklingum. Og seinna, þegar þessi mynd af henni varð að vikja fyrir annarri, sem átti meira skylt við kaup- mennsku, þá sá hann hana sem hávaxna granna konu i stórum sal, þar sem allt var fullt af sim- tólum og ritvélum. Hann sá fyrir sér bognu bökin á stúlkunum, sem hún hafði i vinnu - löngu gangana þar sem þær roguðust með heil hlöss af silki og kjólefnum. Hann heyrði suðið i vélunum, smellina i skærunum. Allur þessi dugnaður og þrældómur, viljastyrkur og þrá hennar eftir að láta þessi þrældómsár skila einhverjum ábata. Hann sá hana tala, rifast,skipa fyrir. Hann sá hana við skrifborðið, löngu eftir lokunartima, löngu eftir að bognu stúlkurnar voru farnar leiðar sinnar að leita sér skemmtana, hlæjandi og skrafandi . . . .Hann sá hana með flókna reikninga fyrir framan sig - langa dálka, sem hún ein botnaði I. Hún var þreytt og sjúk, en verkið beið þarna eftir að verða framkvæmt. ‘38 VIKAN 15. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.