Vikan

Tölublað

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 59

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 59
Hann batt annan endann á mjóum tvinna við gikkinn og renndi hinum endanum gegnum skráargatið á hurðinni. Svo fór hann út úr stofunni, sneri tvin- nanum einu sinni um hurðarhandfangið til þess að halda honum i stilli, og læsti siðan dvrunum. • — Ef einhver skyldi vilja gægjast gegnum skráargatið, stakk hann litilli pappirskúlu i skráargatið, til þess að láta svo synast, að lykillinn stæði i að innan. Svo stakk hann lyklinum i vasann og nú var allt tilbúið. Iiann tók peningana og þýfið upp i herbergið sitt.faldi það og kom svo niður i sloppi og náttföt- um til að kalla á ungfrú How- land. Þegar hún kom, þaut hann fram til að hringja i Rodgers til þess að vera óvéfengjanlegur sjónarvottur. t öllum æsingnum. sem þarna var, þá var harla óliklegt, að þau tækju eftir tvinnanum á dyrahúninum að innan, en til þess að vera alveg viss lézt Baxter athuga skráargatið mjög vand- lega og reyna að sjá gegn um þaö. — Rétt þegar Rodgers var að gera tilraun til að brjóta hurðina, togaði hann i tvinnann, sem hleypti af tóma skotinu. Auðvitað héldu allir, að þetta skot hefði drepið Murdoch — og þannig var fjarverusönnun Baxters full- komin. Rodgers braut hurðina og þaut beint inn i stofuna til þess að sjá, hvort gamli maðurinn væri dauður. Þar sem hurðin var upp á gátt, huldi hún vel hlaðborðið og þar með skammbyssuna. Baxter lézt vilja hlifa stúlkunni við þessari hryllelegu sjón o'g skellti þvi hurðinni beint framan i hana. Meðan Rodgers lá á hnj- ánum hjá likinu og sneri baki að dyrunum, tók Baxter upp skammbyssuna og . tvinnann, en tvinnann var hann auðvitað búinn að losa frá huröinni — og stakk svo lyklinum i skráargatið, að innanverðu. — Til þess að arna nægðu honum nokkrar sekúndur, áður en Rodgers leit við og spurði um simann. Hr. Alfred Baxter stóð hinn rólegasti við dyrnar. Svona er þá sagan i heild og finnst ykkur hún ekki afskaplega einföld? Mjög svo, sagði Davis þurrlega, — þegar maður kann hana fyrir fram. — Og nú ætla ég að hringja til kallsins úr Angelushótelinu. Alveg verður hann snarvitlaus þegar hann sér að mér hefur ekki tekizt að hafa upp á Burtonwood- skartgripunum. — En samkvæmt framburöi beinbrjótsins er það greinilegt, aö Murdoch hefur verið búinn að selja þá fyrir mörgum árum. En það er nú ekki hægt að rökræða viö gamla manninn — hann heimtar alltaf annaðhvort allt eða ekkert. — Finnst þér þér hafa mistekizt, æpti Davis lögreglustjóri . Sannarlega vildi ég hafa sem flest svona mistök hjá lögreglunni hérna i Longscar. Úti I horni titraði yfirskeggið á Mellanby liþjálfa, og hann var alvarlegur á svipinn er hann mælti: — Ég ætla bara að segja þessum rannsóknarlögreglu- manm yðarað svona má finnst Scotland Yard hreinasti barna- leikur. í LEIT A-3 SPARlGRiS Framhald af bls. 30. Þau voru ákveðin i að segja þeim alla söguna, frá upphafi og fram að þessu. Ef þetta var skyni borið fólk, myndu þau ekki hafa neitt á móti þvi að láta þau hafa grisinn.....Það var greinilegt að timinn var naumur og Harry og Jean voru ákveðin i að láta einskis ófreistað. Þau óku nokkuð greitt gegnum skógi klædda ása og Jean harmaði það i huganum að hafa ekki tima til að njóta þess betur. Sumstaðar glitti i litil stöðuvötn milli trjánna. Svo lá vegurinn niður á við og þar var þorpið. Þetta voru ekki nema tiu til tólf hús. öll vel hirt, hvit og einföld. Harry ók hægt inn i húsa- þyrpinguna og þar var hótelið. Það var mjög skemmtilegt og notalegt að sjá. Harry stöðvaði bilinn og þau stigu út. Jean var á leiðinni að dyrunum, þegar Harry kippti i hana og sneri henni við. Aðeins ofar, á háum, mosa- grænum hjalla i hliðinni, stóð höllin. Hún var að visu litil, af höll að vera. Þetta var eins og höll i leikfangalandi. Þakbrúnirnar voru með raufum og litill turn á hverju horni. Þetta var eins og draumur. Jean lokaði augunum til að sjá hvort þessi sjón hyrfi ekki, þegar hún opnaði þau aftur. En höllin hvarf ekki. Hún horfði framan i Harry, sem brosti til hennar, en hann varð fljótlega alvarlegur á svip aftur. Þau gengu inn i hótelið og höfðu upp á eigandanum. Jú, þar var auðvitað sjálfsagt að láta þau hafa herbergi. Konan hans kom til þeirra, litil, grönn með rós- rauðar kinnar og hún var svo að- laðandi að Jean féll strax fyrir henni og þegar hún heyrði irska málhrimin var eins og hún félli i dásvefn og gekk á eftir henni. Þegar þau gengu upp stigann, talaði konan i sifellu orðin féllu eins og foss af vörum hennar. Jean gekk fyrir aftan hana og svo kom piltur með töskurnar. Harry fylgdi þeim ekki, hann gekk fram að dyrunum og horfði til hallarinnar. Yngri maður, reykjandi pipu, hailaði sér upp að hvitum veggnum fyrir utan dyrnar. — Veiztu hver býr i þessari höll? spurði Harry unglinginn. — Herra Butler, sagði pilturinn og tók pipuna út úr sér með hægð. — Er nokkur simi þar? — Já, að sjálfsögðu. En þarna er ungfrú Beale, frá höllinni, sagði pilturinn -og ungfrú Deirdre Butler er með henni. Hinum megin við götuna, ef hægt var að kalla þetta götu, gekk feitlagin kona i tweed dragt og litil stúlka i köflóttu, felldu pilsi og peysu, sennilega háttbundinn klæðnaður á þessum slóðum. Þetta var nú meiri heppnin. llarry þaut yfir götuna, eins og honum væri skotið úr fallbyssu. — Afsakið, sagði hann og gekk beint fram fyrir þær. —- Hvað á þetta að þýða? sagði konan, hvöss i bragði. Það var greinilegt að hún hafði illar bifur á honum strax. Hvernig gat bláókunnugur maður leyft sér svona frekju. Hún varð sótrauð i framan og augun urðu mjög kuldaleg. En Harry leit á telpuna. — Þú heitir Deirdre, er það ekki rétt? sagði hann vingjarnlega. — Og þú varst i Los Angeles á fimmtudag i siðustu viku? Telpan hafði skæt'blá augu. Hún glennti þau upp og kinnar hennar urðu mjög rjóðar, en siðan fölnaði hún aftur. Hann hafði sannarlega ekki ætlað að hræða hana. — Hvað á þetta eiginlega að þýða? sagði konan stór hneyksluð. En Harry hélt áfram að tala við telpuna: — Attu ennþá græna sparigrisinn, sem þú keyptir þar, vina min? Konan sagði: — Þér eruð greinilega Amerikani. Það getur verið að þér vitið ekki að það er gróf ókurteisi að stoppa fólk á götu og tala við það að fyrra bragði, án þess að vera kynntur á venjulegan hátt. — Mér þykir fyrir þvi, sagði Harry og setti upp sitt allra elsku- legasta bros. En það virtist vera um seinan. — Ef mér skjátlast ekki, þá eruð þér ungfrú Beale? — Það er rétt. — Og þetta er ungfrú Deirdre Butler? — Ef þér eruð kunningi herra Butler....... - Nei, nei, sagði Harry. — Ég þekki hann alls ekki. En ég get sagt yður að ungfrú Deirdre getur gert mér ómetanlegan greiða. Ég er komin hingað alla leið frá Californiu...... Allar tilraunir Harrys virtust unnar fyrir gýg. An þess að breyta um svip, sem sannarlega ekki var uppörvandi og bar með sér að hún hefði alls ekki i huga að breyta um svip, sagði konan: - Ég sting upp á þvi að þér snúið yður beint til herra Butlers með erindi yðar. — Að sjálfsögðu ætla ég að tala við föður telpunnar, sagði Harrv elskulega. - Ér. það er ungfrú Deirdre, sem á I hlut,-hvað þvi viðkemur að gera mér greiða og ég hefi það á tilfinningunni að hún vilji gjarnan gera það. Ungfrú Beale hafði greinilega aldrei fallið fyrir töfrum nokkurs karlmanns. — Þaðgetur meira en verið að faðir hennar gefi yður leyfi til að til að tala við telpuna, sagði hún. — Ég get ekki leyft það. Viljið þér gjöra svo vel að lofa okkur að komast áfram? — Andartak, sagði Harry, sem siður en svo var hrifinn af þessari konu, andúðin var örugglega jöfn á báða bóga. — Má hún ekki svara einni spurningu? — Alls ekki, þér verðið að snúa yður til föður hennar, sagði ungfrú Beale. — Við getum ekki staðið hér lengur og karpað við bláókunnugan mann. Viljið þér vikja fyrir okkur? Harry vék til hliðar og sagði stuttaralega: — Afsakið. Konan og telpan gengu áfram. Harry stóð dolfallinn á götunni og starði á eftir þeim. — Jæja, sagði hann við piltinn, sem ennþá stóð við vegginn. Drekinn hefur gætur á litlu prinsessunni, skilst mér. — Það er hárrétt, sagði pilturinn og spýtti á gangstéttina. Þetta er Beale - kerlingin. Fleiri orð virtist hann ekki þurfa. Harry var fokvondur og þaut inn. Eigandi hótelsins var þar og Harry bað hann að visa sér á sima Hann spurði um simanúmerið i höllinni og svo valdi hann númerið með titrandi fingrum. Þegar rödd i simanum tilkynnti að þetta væri Bally-coo höll, sagði Harry: — Nafn mitt er Fairchild. Get ég fengið að tala við herra Butler? Hann þekkir mig ekki, en það er mjög áriðandi að ég geti fengið að tala við hann. Ég er kominn alla leið frá Californiu i þeim tilgangi. — Hvað segið þér? Hvar er það, herra? — California, Amerika, Bandarikin, sagði Harry. — Hollywood. — Ég skil, herra minn, andartak, herra minn. llarry beið og það sauð i honum reiðin. Eftir nokkrar minútur heyrði hann aftur i röddinni. — Herra Butler er upptekinn i augna- blikinu, herra, þvi miður. Hann biður yður að hringja seinna. — Nei, heyrið mig nú, sagði Harry. — Þetta er mjög áríðandi mál. Ég þarf að hitta herra Butler' eins fljótt og unnt er, allra helzt strax. — Ég skal koma þeim skila- boðum áleiðis herra. Frh. i næsta blaði 15. TBL. VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.