Vikan

Tölublað

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 63

Vikan - 12.04.1973, Blaðsíða 63
sú eina, sem sá hestinn og riddarann. Wade læknir sá þau llka. Hann kom þegar ég kallaði á hann og það bjargaði lifi minu. - Hver var þetta? spurði faðir minn. - Ef ég vissi það, pabbi, væri hún Bridey enn lifandi. En það var dimmt og riddarinn var með eitthvað fyrir andlitinu. Faðir minn hafði sett frá sér glasið en gekk nú til min og tók i báöar hendur minar. - Þú hefðir átt að skrifa mér, elskan min. Til þess er hann faðir þinn. Ég lofa þér þvi, að þetta skal ekki koma fyrir aftur. - Finnst þér ekki, að það ætti að segja lögregluþjóninum frá þessu, sem ég hef orðiö fyrir? sagði ég. - Það hefði átt að segja mér frá þvi undir eins og það var skeð, sagði faðir minn. Hann tæmdi glasið, og fyllti það siðan aftur. - Sam, sagði móðir mim - Ef þú hefðir verið heima, hefði þetta aldrei komið fyrir. Hawkins drakk sig fullan og einhver náði i hestinn og reið honum. Jane var á leiðinni út að hliði með Wade lækni, sem hafði komið i heimsókn. - Ég vil nú ekki, að neinar óheppilegar fréttir berist út, rétt eins og er, þegar ég er að bjóða mig fram, sagði faðir minn með áhyggjusvip. - Nei, vitanlega ekki, sagði móöir min önuglega. - Stjórn- málaferill þinn hefur alltaf verið meira metinn en fjölskyldan. - Það er nú ekki satt, Nora, sagði faðir minn friðstillandi. - Vist er það satt, sagöi móðir min og nú ákafar. - Mér finnst ég ætti að fara með hana Jane til Evrópu. Ég fékk fyrir hjartaö, en áður en ég gæti nokkuð sagt, rak faðir minn hnefann i stólbrikina. - Nei, fjandinn hafi það. Ég vil ekki, að þú sért á flandri meðan ég er i kosningabaráttunni. Það getur vakið umtal. - Við gætum flutt til New York, sagði ég og von vaknaði hjá mér. - Við gætum búið á hóteli. Það kynni ég vel við, mamma. - Já, þvi gæti ég trúað, sagði móðir min snöggt. - Og sjálfsagt mundi hún ungfrú Randeli lika vilja það. Ég er farin að halda, að þú viljir bara alls ekki vera hjá okkur. - Vist vil ég það, mamma, sagði ég. - En ég get bara ekki annað en verið hrædd um mig. - Ég er lika hrædd, elskan min. - Mamma, ég hafði ekki nema gaman af aö vera hjá þér, sagði ég. - En mér finnst ég bara vera þér til byrði. Þú hefur haft svo miklar áhyggjur af mér og svo haft svo mikið að gera að undirbúa dansleikinn, að ég er hrædd um, að þú hafir ofgert taugunum i þér og getir fengið taugaáfall, hvenær sem er. Við þetta féll móðir min alveg saman. Faðir minn tæmdi glasiö sitt og gekk til hennar og hún grét óstjórnlega. Ég sat þarna og langaði mest til að gripa fyrir eýrún, til þess að heyra ekki snöktið, en mig langaði lika að segja frá þessum brögðum, sem þau höfðu beitt i sambandi við Polly, og svo fjárkúgunarfyrirætlunum Lance Devois. En ég gat ekki annað gert en sitja kyrr þangað til móðir min hefði jafnað sig. En svo þorði ég ekki að nefna þetta, ef móðir min skyldi fá annað kast. - Svona, svona, Nora, sagði faðir minn rólega. - Þetta verður allt i lagi og hún Jane fer ekkert að fara. - Nei, vitanlega fer ég ekkert, sagði ég huggandi. - Hafðu engar áhyggjur af þvi, mamma. -Þakka þér fyrir, elskan, sagði móðir min. Pabbi rétti henni vasaklútinn sinn. Hún snýtti sér og reyndi að brosa, en það tókst ekki betur en vel. - Jane, þú hefur verið góð og ástrik dóttir, sagði hún. - En ég hef verið heimtufrek og afbrýðis- söm móðir. Ég ætla nú að gefa þér fri frá mér. - Hvað áttu við, mamma? sagði ég. - Ég á vinafólk á Long Island, sem ég heimsæki á hverju sumri. Nú fer ég upp og tek saman dótið mitt. Ég fer i kvöld og verð burtu i hálfan mánuð. - En Nora, sagði faðir minn hugsi. - Ég verð að fara i kvöld til Albany. En reyndar verð ég ekki burtu nema eina nótt. Mér datt Polly i hug. Ef ég yrði hér ein, yrði það upplagt tækifæri til að gera upp reikningana viö hana. Ég gæti hótað henni brott- rekstri. Hún yrði neydd til að segja mér, hversvegna hún fengi að vera þarna. Og það yrði auðveldasta aðferðin til að fá að vita, hvaða tak hún hefði á föður mlnum. Það var einkennilegt, að móðir min skyldi telja til skyldleika við manneskju, sem var ekkert annað en venjuleg fyllibytta. Og svo vildi ég ekki eiga á hættu neitt uppistand i viðbót, við móður mlna. Þau voru eins þreytandi fyrir mig eins og hana. - Ég er ekkert hrædd við að vera hérna ein, sagði ég. - Það er þá ákveðið, sagði móöir min og stóð upp. Ég ætla að taka saman dótið mitt. Hún frú Voorn hjálpar mér. Hún faðmaði mig að sér, gekk út, og faðir minn gekk til min. - Þú ert hugrökk stúlka, Jane, sagði hann. - Þetta sem þú komst i var hræðilegt, ekki sizt, þegar moröið á Bridey bættist við. Það hefði getað eyðilagt taugarnar i þér fyrir fullt og allt. - Já ég var hrædd, pabbi, játaði eg. - En ég-efast um, að það sé til neins gagns að segja lögreglu- þjóninum af þessu, sem fyrir mig kom. Það eru hvort sem er margar vikur siðan. Riddarinn var með eitthvaö fyrir andlitinu, en það er enginn vafi á þvi, hvað hann ætlaði sér. - Þetta kemur ekki fyrir aftur, Jane, fullvissaði faðir minn mig um. - Ég vona ekki, pabbi, sagöi ég lágt. Ég var að hugsa um bréfið sem ég skrifaði Mike. Hvilik blessun, að móðir min skyldi vera að fara að heiman. Ef hann kæmi - og það þóttist ég viss um - mundi nærvera hans gefa tilefni til rifrildis og ég var hætt að geta þolað þessi rifrildi, þvi að enda þótt hún lofaði breytingum, efaðist ég um, að þau loforð yður haldin. Ég efaðist um, að hún gæti það yfirleitt. Þessi ást hennar var of ágeng til þess, eins og Mike hafði sagt. - Elskan min, undir eins og þessar kosningar eru af staðnar getum' við átt eðlilegt fjölskyldu- lif. - Það vona ég, pabbi, sagði ég óg um leið sá ég hann alveg fyrir mér vera að dansa við ungfrú Wetherill og aðrar ungar stúlkur. - Já, það verður það, Jane, þvi lofa ég þér. Hann laut niöur og kyssti mig á ennið. Ég fór upp i herbergi móöur minnar, til að sjá, hvort ég gæti eitthvað hjálpað henni. Ég fann hana stikandi um gólfið i æsingi, en frú Voorn var hin rólegasta að' láta niður I töskurnar hennar. Ég haföi þarna ekkert að gera og gekk þvi til herbergis mins. 24. kafli. Ég fór með foreldrum minum á járnbrautarstöðina og sá hana fara upp i lestina, en úr henni átti hún að skipta yfir i lestina til New York og fara siðan út á Long Island. Ég hafði séð um að hún hefði með sér sælgæti og ný timarit. Við faðir minn kysstum hana að skilnaði og veifuðum þegar lestin mjakaðist út frá pallinum. Svo fylgdi hann mér að vagninum og hjálpaði mér upp i hann. Lestin hans átti að koma rétt bráðum, en hann vildi ekki láta mig biða eftir henni. Mér var Hka sama, þvi að þetta hafði verið þreytandi dagur og ég mundi hvilast á að aka rólega heim. Seinna um daginn, þegar sólin var rétt yfir fjallabrúnunum fór ég ein mins liðs að leiðinu hennar Bridey og lagði á það vönd af rósum úr garðinum okkar. Svo felldi ég þessi tár, sem vildu ekki koma við jarðarförina^ Elskan hún Bridey, sem tók mér svo vel, þegar ég kom i Skuggagil og átti svo mikinn þátt I að hughreysta mig með hlátrinum sinum og kætinni, og nú lá köld og hreyfingarlaus undir moldinni. Ég varð að komast að þvi, hver hefði orðið henni að bana, þvi að mér fannst, að þetta væri mér að kenna, að vissu leyti. Það var ég, sem hafði beðið hana að fara ekki frá Skuggagili. Og heldur ekki hafði ég sagt henni frá banatilræðinu við mig, afþvi að ég vissi um hjátrúna hennar á öllu, sem ekki var hægt að útskýra. Ég laut höfði og fór með bænina, sem ég hafði ekki farið með um morguninn og lofaöi að gera mitt bezta til þess að komast aö þvl, hver heföi framið þetta hryllilega ódæði. Siðan gekk ég heim að húsinu og fann með mér einhverja ró, sem ég hafði ekki áður haft af að segja. Það var næstum eins og þessi hræðilega ógnun, sem þarna hvildi yfir öllu, væri ekki lengur til staðar. En um leiö hvislaöi eitthvað þvi að mér, að það væri hún nú samt. Það var rétt eins og hinn brottvikni andi Bridey væri að áminna mig um aö vara mig á yfirvofandi hættu, eða var það kannski Michael, sem hugsaði svona sterkt til min? Svo sterkt, aö hugsanir hans næðu til min og vöruðu mig við? Ég borðaði kvöldverð ein mins liös, en atburöir dagsins höfðu spillt hjá mér allri matarlyst. Það var orðið dimmt og hræösla min við stóra húsið settist að mér aftur. Ég snerti varla við skjald- bökunni, sem mér þótti annars svo góð. Aðalrétturinn var steikt kanina, sem ég var nú annars ekkert hrifin af, enda gerði ég henni litil skil, og jafnvel Rebekkukakan, sem mér þótti svo góð,freistaði min ekkert. Frú Voorn stóð við borðið með venjulega strangleikasvipinn sinn, og hressti ekkert upp á skapið i mér. Ég fór i herbergið mitt og mér fannst þaö óþolandi einmanalegt. Ég saknaði Bridey og ég mundi sakna hennar ennþá meira, þegar stundir liðu fram. Ég reyndi að lesa, en gat ekki einbeitt mér aö þvi. Þá ákvað ég að takast á viö þessa hræðslu mina með þvi að fara út að ganga. Mér datt i hug, að gæti ég hert upp hugann til þess aö gera það yrði ég ekki hrædd við nætur- göltrið i Polly, eða hinu aöskota- dýrinu - þvi aö þannig hugsaöi ég mér þennan hinn, sem var á ferli. Ég fór i stóru kápuna mina, enda þótt ég hefði ekki veriö i henni siðan kvöldið, sem brjálaði riddarinn hafði sýnt mér bana- tilræði. Ég gekk gegn um þögult húsið og alla leið fram að útidyrum. Enginn sá til min. Það var engin hreyfing neinsstaðar nema i eld- húsinu þar sem frú Voorn’ og stúlkurnar voru að borða kvöld- matinn. Framháld í nœsta blaði. 15. TBL. VIKAN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.