Vikan

Útgáva

Vikan - 21.06.1973, Síða 28

Vikan - 21.06.1973, Síða 28
3. HLUTI GETRAUN VIKUNNAR VIKAN efnir nú til nýrrar sumargetraunar og eru óvenju-margir og glæsilegir vinningar i boði. Við höfum valið þá i sambandi við sumarleyfisferðir, útilegu, veiðiskap og sitthvað fleira. Við bjóðum ferð til Mallorka fyrir tvo með Orvali, veiði i Hrutafjarðará og uppi- hald i Staðaskála, veiðiáhöld og útileguútbúnaður ýmiss konar. Þá er einnig reiðhjól frá Fálkanum, kvöld fyrir tvo á Hótel Esju og námskeið í afslöppun og snyrtingu hjá Heilsulindinni. — Getraunin verður i fimm blöðum. Þegar öll fimm blöðin eru komin — ekki fyrr — sendið þið lausnirnar til VIKUNNAR, PÓSTHÓLF 533, REYKJAVÍK og merkið umslagið „Sumargetraun”. Haldið öllum seðlunum saman, þar til keppninni lýkur. Takið þátt i þessari glæsi- legu og skemmtilegu sumargetraun okkar. Dvölin á Mallorka er hverjum og einum frjáls til ráðstöfunar. Farar- stjórar verða farþegum til aðstoðar eftir megni. Þeir heimsækja hvern gististað daglega. Aðalfararstjóri Útsýnar er Jónas Guðvarðarson, listmálari. Höfuðborg Mallorka, Palma, hefur flest til að bera sem krafizt er: HOTEL ESJA á vaxandi vinsældum að fagna sem fyrsta flokks mat- staður. l vetur var ráðinn þangað franskur matreiðslumeistari Paul Eric Calmon, og hefur hann getið sér mjög gott orð, þá var í veiur bryddað upp á ýmsum nýjungum, má þar nefna mánaðarkvöldin, þar sem boðið var upp á rétti annarra þjóða. MYNDAVÉLIN má ekki gleymast i sumarleyfinu, svo að hægt sé að festa á filmu skemmtilegar minn- ingar og rifja þær upp síðar. Meðal vinninga í sumargetrauninni er myndavél af gerðinni KONICA C35V, en hún er frá Gevafoto, Austurstræti 6. Vélin er mjög einföld í notkun, en auk þess fylgir henni itarlegur leiðarvísir á íslenzku.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.