Vikan

Issue

Vikan - 28.06.1973, Page 7

Vikan - 28.06.1973, Page 7
Margir siöir og venjur i sambandi viö brúökaup eru runnir frá gamalli hjátrú. „Ef það er stúlka sem er sjúk, sendir maður tvo drengi til að biðja um „nikonen-silfur”, það er að segja.þeir eiga að ganga til niu kvenna og biðja hverja þeirra um eitt stykki silfur, sem má hafa gengið einu sinni i arf. Annar drengjanna biður bónar- innar, en hinn tekur á móti silfr- inu, hann má hvorki tala eða hlæja feröina á enda. Hið safnaöa silfur færist til gullsmiðs, sem á þremur fimmtudagskvöldum smiðar kross úr silfrinu og hann verður sjúklingurinn stöðugt að bera á sér. Ef það er drengur sem veikist skal senda tvær stúlkur i sama tilgangi.” um ketti og grafðu það niöur á fimmtudagskvöldi, þegar sólin hefur sezt, um niu leytið við norð- ur hlið kirkjunnar i nýja litla krukku. Þriðja fimmtudags- kvöldið þar á eftir, á sama tima, tekur þú hana upp og þá muntu finna hring i krukkunni. Þegar þú berð hann á fingri þér, ertu ósýnilegur”. i Mjög einfalt. Nú á dögum hlæjum við aö svonalöguðu. En það gerði maður ekki þá, þvert á móti, það voru margir sem trúðu á þetta. Og ekki eru nema rúm hundrað ár siðan. Eiginlega liggur beinast við að halda áfram þar sem frá var horfið. Ætli eftirkomendur okkar hlæi ekki að ýmsu þvi sem við nú á dögum trúum á? Sennilega . Og nú meinum við það sem við trúum á, án þess að vera viss um, hvort það sé i rauninni hjátrú. Víð vild- um gjarnan fara lengra inn á þessa braut, en þegar hér er komið vilja eflaust margir skoða hug sinn. Annars er það ótrúlegt, hversu langlif hjátrúin hefur orðið. t blöðunum lesum við um hinn fræga franska rithöfund Georges Simenon, þann sem hefur skrifað Maigret bækurnar. Hann fæddist föstudaginn 13. Simenon segir að móður hans hafi orðið svo mikið um þetta að hún hafi fengið breytt dagsetningunni i skirnarvottorði sonarins. Hvað er annars athugavert við töluna 13? Eitthvað hlýtur það að vera þvi næstum enginn vill hafa 13 til borðs, til dæmis...Heldur einum fleira eða færra. Til eru hótel þar sem maður getur leitað lengi árangurslaust að herbergi 13. Þau eru hreinlega ekki til. Eða flugfélög sem ekki hafa eitt einasta sæti númer 13 i flugvélum sinum. Það finnast jafnvel háhýsi þar sem „hoppað” hefur verið yfir 13 hæð og hún kölluð eitthvað annað. FÖSTUDAGUR ÞRETTANDl Til er einnig fólk sem fest hefur ást á ákveðnum tölustöfum —3 og 7 eru þeir vinsælustu. Hjátrú i sambandi við tölur er eldgömul og fyrirfinnst i öllum samfélög- um. Einnig er trúin á að vissir vikudagar séu til gæfu eða öfugt. Danskur- málsháttur segir að það sé eyðilegging vikunnar að flýta sér á mánudögum. Það hef- ur heyrzt að margir iðnaðarmenn neiti að byrja nýtt verk á mánu- degi. Blaðamaður átti eitt sinn að byrja vinnu á blaði á mánudegi. Þegar ritstjórinn uppgötvaði þetta, bað hann byrjandann að biða til þriðjudags. Föstudagur- inn 13. kemur af stað skjálfta hjá mörgum. Tölfræðilegar heimildir höfum við ekki, en allt bendir til að „borðbankið” sé ein algengasta tegund „særinga”. Rétt aðferð er að banka undir borðið nögl litla Framhald á bls. 40 MJÖG EINFALT. Sá sem vildi svo litið bæri á fylgjast með sinni heittelskuðu — og hver vill það ekki? — gat ein- faldlega gert sig ósýnilegap. Hér er uppskriftin: „Skerðu hjartað úr koisvört- 26. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.