Vikan - 28.06.1973, Page 8
Framhaldssaga
eftir Taylor Caldwell
5. hluti
ÍRSKT
BLÓÐ
/
Joseph hafði tekið eftir óvild konu sinnar í garð
Elizabeth, stjúpmóður hennar, — erjur þeirra voru
hatursfullar, en i fyrsta sinn sá Joseph hvernig
Elizabeth var, — stolt kona og virðuleg, kona, sem
hann þráði.
Joseph vissi hver þaö var, sem
drap á dyr, svo hann lagöi frá sér
bókina, þegar hiin kom inn. Yfir
ásjónu hans færöist bliöusvipur,
sem engin önnur mannleg vera
gat framkallaö. — Regina, sagði
hann, tók i hönd hennar og leiddi
hana til sætis i stól, sem stóö rétt
hjá honum. Regina óttaðist að
•hefja máls á þvi, sem lá henni á
hjarta, svo hún sagði:
— Hvaöa bók ertu aö lesa, Joe?
— Lagadoðrant, sagði hann. —
mér finnst það ómetanlegt, það er
svo nauösynlegt að vita allt um
lög landsins, annars er ekki hægt
að varazt að brjóta gegn þeim.
— Joe, sagði hún, — ég vildi að
þú værir ekki stöðugt að reyna að
láta Hta út sem þú sért varmenni.
>ú veizt sjálfur aö það er ekki eðli
þitt.
— baö gleður mig, að þú skulir
hafa svo gott álit á mér, Regina.
Hún horfði i gaupnir sér. — Joe,
elsku Joe, ég mun ætið elska þig,
— til æviloka, það er sama
hvað....
Hann var strax á verði. — Sama
hvaö?
Stúlkan svaraði mjög lágt: —
Jafnvel þótt þú hættir aö elska
mig. Hún leit upp og hann sá að
augu hennar voru tárvot.
--- í guðs bænum, Regina,
hvað ertu að segja. Hvers vegna
ætti ég aö hætta aö elska þig?
— Lofaðu þvi þá, að hætta
aldrei að elska mig.
— Já, þvf lofa ég.
— Jafnvel þótt ég fari frá þér
Joe?
Hann leit hvasst á hana. —
Ætlarðu að fara að gifta þig,
Regina?
— bað má segja að ég ætli að
ganga i hjónaband, svaraði hún.
— Það eina, sem ég get hugsað
mér.
Hann spratt á fætur. Hún rétti
höndina i átt til hans, en hann lét
sem hann sæi það ekki. — Ó, Joe,
sagði hún og það hljómaði
næstum sem sársaukaóp. — Ég
hefi reynt af öllum mlnum sálar-
styrk, að skjóta þessu til hliðar.
En það hefir þróazt stöðugt með
mér i öll þessi ár og nú verð ég að
láta verða af þvi. Ég vil ganga i
Karmelitaklaustrið I Maryland.
— Ó, Joe, horfðu ekki svona á
migi'Ég get ekki afborið það. Ég
hefi þráð þetta allt mitt lif. Einu
sinni sagöir þú við mig: ,,,Heil-
brigður og greindur maður hlýtur
að sjá hve þessi veröld er hroll-
vekjandi” og það er sannarlega
rétt. Ég vil ekki verða hluti af
þessari veröld. Hún stóð upp i
ákafa sínum.
— Hvað veizt þú um lifið?
spurði hann og röddin lýsti við-
bjóði. — Klausturnunna. Þú ert
aðeins tuttugu og þriggja ára, ert
eiginlega telpukorn ennþá.
Nunnurnar hafa fyllt huga þinn
með helgisögum. Þær hafa fyrir-
gert framtið þinni.
Hún hristi fallega höfuðið. —
Nei, það er ekki satt. Þær
minntust aldrei á neitt slikt við
mig....Ég hefi fengið köllun.
Joseph hló hrjúfum kuldahlátri.
— Köllun, drottinn minn! Köllun
til hvers? Til að fara i fangelsi?
Til að einangra þig? Til enda-
lausra tilgangslausra bæna? Til
hvers? Fyrir hverju? 1 hvaða
tilgangi?
Rödd hans var grimmilegri en
hún hafði nokkru sinni heyrt.
— Það hefir þá öllu verið sóað á
þig. Ég helgaði þér lif mitt og allt
mitt starf. Ég veitti þér alla þá
menntun, sem skynsöm kona
getur fengið og ætti að njóta. Ég
gaf þér þann heim, sem ég baröist
fyrir.
Og nú kemur þú til min með
þessar bjánalegu hugmyndir og
segir mér, að þetta hafi allt verið
unnið fyrir gýg. bú segir, að það
eina sem þú þráir, séu þessi
steingólf, sem þú ætlar að krjúpa
á til æviloka. Þú vilt einfaldlega
fela þig!
Hún heyrði kvölina I rödd hans,
örvæntinguna og sársaukann og
þegar hún leit upp ljómaði
tilbeiðsla og ást af ásjónu hennar,
en lika nokkur ótti.
— Joe; sagði hún. — Þú skilur
þetta ekki. Ég elska, ég þrái það
eitt að þjóna, þó ekki sé nema
með bænum.
— Það er tilgangslaust að
þjóna, tilga,ngslaust að biðja, það
er enginn sem heyrir það, það er
engin miskunn til. Ég veit það.
Faöir minn liggur i Potters Field,
I ómerktri gröf, bein móður
minnar eru á hafsbotni, — þrátt
fyrir allar þeirra bænir og fórnir.
Ég sá lika hundruð manna
deyja á Irlandi, sá þá liggja i
skurðum við vegbrúnina. Heyrði
þessi guð þinn bænir þeirra, eða
var honum sama um þetta fólk?
Ekki sendi hann engla sina til að
gefa þeim brauö og þetta var
saklaust fólk! Þau okkar, sem
komust lifandi yfir hafið, fengu
ekki einu sinni að stiga á land,
heldur vorum við hrakin frá einni
höfn til annarrar, eða þá dæmd til
að snúa aftur til trlands, til að
deyja þar úr sulti, eða til að taka
upp betlistaf og ráfa um til aö
biðja um brauömola!
bá sagði Regina: — bað er
einmitt fyrir þessari veröld, sem
ég ætla aðbiðja. Hvernig getur þú
sakað Guð um vonzku mann-
anna? Maðurinn getur sjálfur
hafnað og valið, hafi hann kosiö
það illa, þá er ekkert sem getur
komið i veg fyrir þaö, ekki einu
sinni Guð getur bjargað þessu
fólki. Ég finn til með þessum
vesalingum.
Þú heldur að ég sé fáfróð, viti
ekki neitt. En ég veit of mikið,
Joe. baö situr ekki á mér, aö
harma allt það, sem þú. hefur
gert fyrir okkur systkin þin. t
sannleika hefir allt þitt lif snúizt
um að láta ekki saklausa gjalda,
mig og Sean. Við áttum það ekki
skilið. Ég held að enginn eigi
skilið að njóta svo óeigingjarnar
ástar, eins og þú hefir látið okkur
I té.
Joseph varð undrandi, jafnvel
reiöin gat ekki komið i veg fyrir
undrun hans. — Ef þú hugsar
þetta og trúir á það, hvernig getur
þú þá fengið þig til að yfirgefa
mig, svikja mig, fyrir það, sem
er ekki annaö en blekking, er i
sannleika sagt lygi?
— Ég er ekki að yfirgefa þig,
Joe, ég er ekki að svikja þig. Þú
verðuralltafihugamínum, öllum
minum bænum og allri minni ást.
Þvi að þú ert það eina, sem mér
þykir vænt um I þessum heimi.
En ég verð að fara þangaö, sem
ég get fundið friö og næði. Allir
verða að leita hamingjunnar, eða
að minnsta kosti næðis til að
hugsa á sinn eigin hátt.
— Hamingju! hrópaði hann upp
yfir sig. — Hún hefir aldrei verið
til, nema meðal hræsnara, lygara
eða þá þeirra vitskertu. Það hefir
aldrei verið friður og verður
aldrei i þessum heimi og við
þekkjum engan annan heim. Við
verðum að sætta okkur við það og
reyna á okkar hátt að gera lifið
þolanlegt.
Hann hugsaði til Sean, sem
hafði sakað hann um grimmd
gagnvart sinum nánustu og hafði
yfirgefið hann. Hann sagöi, en
reyndi þó að stilla rödd sina: —
Farðu og farðu til fjandans. Farið
þangað bæði. Þið hafiö raunar
ekki verið þess verð, að ég fórnaði
ykkur einum degi af lifi minu —
hvorugt ykkar.
— Ég veit það, Joe. Ég eim veit
það, sagði Regina og gekk: hljþð-
lega út úr herberginu.
Bernadette hafði heyrt jtil
þeirra, heyrt háværa rödd
mannsins sins og læddist frarri á
ganginn til að hlusta betur. Hún
hafði heyrt mest að samtali
þeirra og þaö vakti hjá herini
mikla gleði. Nú myndi Joseph
sjá, að hann átti engan að, annan
en hana, trúa og trygga eigin-
konu, sem elskaði hann ofar öllu
öðru.
Joseph lét ekki sjá sig allan
næsta xlag. Þegar Regina kom
grátandi til Bernadette og sagöi
henni að hún yrði að fara, þá
8 VIKAN 26. TBL.