Vikan

Eksemplar

Vikan - 28.06.1973, Side 20

Vikan - 28.06.1973, Side 20
er konan önaegó konan á aö líta sem allra eðlileg ust út, ekki offörðuð eins og með gerviandlit. Á markaðinum er til mikið úrval bæði af lausu og föstu púðri í fallegum litum/ Nú um nokkuð skeið hefur verið á mark- aðinum svokallað gagnsætt laust púður, sem breytir ekki lit húðar- innar heldur tekur aðeins glansinn af henni. Þá er komið að augunum, einum athyglisverðasta hluta andlitsins. Mikil litagleði hefur verið ríkjandi undanfarið í augnskuggum. Allt frá gulum, aprikósulit, bleikum, ryðrauðum, fjólubláum og niður i þá hefðbundnu liti grænu, bláu og brúnu. Þegar valdir eru augnskuggar þarf ekki endilega að velja liti sem eru í samræni við augnlitinn heldur við fataliti og liti sem fara vel við fatnað sem maður klæðist. Augnhárin eru næst á dagskrá. Til er augnháralitur sem í eru laus hár og eru þeir éinkum heppilegir fyrir konur sem eru með stutt augnhár, því að við notkun þeirra virka augnhárin lengri. Einnig eru til svokallaðir Cake Maskarar og maskarar með næringu, sem er mjög nauðsynlegt fyrir augnhárin, því að ekki er gott þegarþau fara að brotna. einnig er gott að láta lita þau með ekta lit sem gera þau eðlilegri, einkum fyrir þær sem að einhverjum ástæðum vilja eða geta ekki notað augnaháralit. Gerfiaugnhárin hafa mikið verið notuð, og eru til í mörgum gerðum og stærðum. Þau gera mikið fyrir andlitið, ef konan vill líta sérstaklega vel út. Augabrúnirnar: nauðsynlegt er að þær séu vel snyrtar og plokkaðar en sem eðlilegastar, aðeins má plokka undir augabrúnunum og milli þeirra. Forðast skal að nota dökka liti t:d. svart. Það gerir andlitssvipinn harðan og grimman. Kinnalitir fást í púður og krem- formi. Ef notað er andlitspúður, er betra að nota kinnalit í púð- urformi, en fyrir þærsem ekki nota púður er betra kremformið. Kinnalitir, öðrunafni andlitsskugg- ar, erutil í mörgum fallegum litum sem setja frísklegri og eðlilegri blæ á andlitið. Þá er komið að varalitnum, þeir eru til í mörgum fallegum litum, bæði sanseraðir og ósanseraðir, einnig svokallaðir gloss litir. Ætíð skal bera varalit á með pensli, það gerir útlinurnar og lagið á vörun- um fallegra. Nýjustu tízkulitir fyrirsumarið verða mun Ijósari og fölari en verið hefur, t.d. í nagla- lakki og varalitum verður mikið ríkjandi bleikir litir. Það er vísindalega sannað, að ef kona er ánægð með sjálfa sig og útlit sitt öðlast hún sjálfsöryggi jafnframf að andlega líður henni vel. í dag er til allt, sem ein kona þarfnast og með réttri meðhöndlun og réttri nokkun á snyrtivörum, þarf engin kona að hafa áhyggjur af úflifi sínu. Þvi eins og orðtækið segir: Vel snyrt er konan ánægð. Kadus Terminal Quick hárnæring Með Terminal Quick hárnæringu verður hárið fallegra. Notið alltaf Terminal Quick eftir hárþvott. Terminal Quick er auðvelt í notkun því Terminal Quick á ekki að skola úr hárinu. Biðj- ið um Terminal Quick i næstu snyrtivörubúð. *

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.