Vikan

Eksemplar

Vikan - 28.06.1973, Side 46

Vikan - 28.06.1973, Side 46
þegar þér dönsuðuð uppi á boröi. Segið mér frá Sinatra. Guð minn góður. Skortir þá allt hugmynda- flug? Kannske er þetta hennar eigin sök. Vegna þess hve sjaldan hún ræðir við blaðamenn, hættir þeim til þess að rifja alltaf upp gömlu sögurnar. Hún hefur dansaö á borði i samkvæmi og hún var gift Sinatra. Hvað geta veslings blaðamennirnir annað en spurt um þetta? Dottið niður dauðir, svarar Ava Gardner. Þar virkaði ekkert. Hfin fluttist frá Spáni, þar sem hún hafði búið i nærfellt fimmtán ár, vegna þess að hún var orðin leiö á þvi, hve allt gekk hægt þar. — Þaö starfar ekkert eðlilega á Spáni. Það er nákvæmlega sama, hvað þú átt mikla peninga, þú finnur hvergi sima, sem er i lagi. Og ég efast um að það sé hægt að sturta niður úr klósettinu hjá her- togaynjunni af Alba. En Ava Gardner segir að hvergi hafi hún mætt meiri vin- semd en á Spáni. — Ariö 1950 var ég mjög langt niðri andlega, segir hún. Spán- verjar tóku á móti mér án þess að spyrja neins, sem var alls ekki auðvelt fyrir þá. Ég var fulltrúi alls þess, sem þeim mislikar. Ég bjó ein, var fráskilin leikkona og þar að auki var ég ekki kaþólsk. Ætli London sé nú oröið framtið- arheimili hennar? — Hvert veit, segir hún. — Ég hef oft verið aö hugsa um aö byggja mér mitt eigið hús. Það hef ég aldrei gert, en það yrði mjög gaman. Það yrði mér griða- staður. Mér fellur ekki að ferðast um og gista hér og þar. Ég gisti aldrei hjá vinum minum og ég bið þá að gista ekki hjá mér. Ég met einkalif fólks of mikils til þess að geta það. Ég viröi einkalif ann- arra og ætlast til þess að aðrir virði mitt. Handritahöfundurinn Greg Morrison segir að Ava sé mjög einmana. Hann álitur eins og fleiri að böl hennar sé, að hún hef- ur aldrei eignast barn. 1 það minnsta er vist, að Ava talar mikiö um ást sina á börnum og segist hafa átt að eiga fjögur eða fimm, en nú sé það of seint og hún veröi að láta sér nægja börn syst- ur sinnar. Ovu hefur veriö bent á að ættleiða barn, en það vill hún ekki heyra nefnt. Sennilega er orsökin sú, að henni finnst það binda sig og þaö kærir hún sig ekki um. Ava segist ekki hafa fundið neina fyllingu i leikkonuferli sin- um né kvikmyndunum 27, sem hún hefur leikiö i. — Mér leiðist að leika i kvi- myndum og mér leiöist að vera baö sem kallað er stjarna. Ég er allt of feimin, segir hún. — En ég veit um konu, sem ekki leiðist þetta. Hún heitir BetteDavis. Ég sá hana einu sinni á Hiltonhótel- inu i Madrid. Ég gekk til hennar og sagði: Fröken Davis, ég heiti Ava Gardner og er mikill aðdá- andi yðar. Og hún gerði nákvæm- lega það sem ég vildi, að hún gerði. Hún sagöi: Auðvitaö ertu þaö, væna min. Svo gekk hún i burtu. Þetta stjörnutal er lika hlægilegt. Hugsið ykkur allt það fólk, sem vinnur listum og visind- um ómetanlegt gagn án þess að nokkur þekki þaö. Þó að Ava segist kunna stjörnu- stimplinum illa, viðurkennir hún, að hann hafi sina kosti. Sem dæmi um það nefnir hún, að einu sinni haföi hún verið i samkvæmi I New York og tókst ekki að ná I leigubil að þvi loknu. Hún stóö úti á götu klukkan fjögur aö nóttu og þá kom ruslabill akandi og tveir menn, sem i honum voru, veifuðu til hennar og spurðu, hvort hún vildi ekki þiggja'far. — Jú, takk, sagði Ava og settist upp i bilinn og mennirnir óku henni til hótelsins. Þegar þangað kom vildi Ava launa þeim greið- ann og bauð þeim inn og upp á drykk. Stundarfjóröungi siðar kom næturvöröur hótelsins og bað Ovu um að láta vini sina færa ökutækiö frá aðalinngangi húss- ins. — En það er arðbær atvinna að vera kvikmyndastjarna, segir Ava Gardner. Ég geri það ein- göngu peninganna vegna. Eftir öll þessi ár hef ég enn ekki minnsta áhuga á kvikmyndaleik. Ég fékk samning þegar ég var átjánáraaf þvi að ég þótti lagleg. Éghef aldrei verið leikkona. Þeg- ar ég var i skóla var ég rekin úr leiklistarklúbbnum. Mér hefur oft dottiö i hug að hætta, en ég verð einhvern veginn að vinna fyrir mér og ég kann ekkert annað. Mig langaði einu sinni til þess að vera hjúkrunarkona, en ég held aö ég hefði ekki þolað það. Ég get hvorki skrifað, málað né gert nokkurn skapaöan hlut annan. Kannske gæti ég gerzt einkarit- ari, mig minnir að ég hafi vélritað 120 orð á minútu, þegar ég var sextán ára. Annars held ég að ég yröi vitlaus á þvi. Ef ég heföi lagt metnaö minn I leikinn og verið áhugasamari hefði ég kannske oröið betri, en héöan af er mér nákvæmlega sama. Ég kann ekk- ert að leika og mér þykir ekki gaman aö þvi. Ég fer eftir þvi sem leikstjórinn segir mér og treysti honum. Ég treysti John Huston bezt allra leikstjóra. Kannske er það þetta traust á Huston, sem veldur þvi aö hún hefur nú samþykkt aö leika aftur i 46 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.