Vikan - 30.08.1973, Page 6
Sumir segja að visu, að það byrji um fertugt! En
Ernu fannst lif sitt vera að herjast, þegar hún varð
sjötug. Hér segir hún frá þvi, hve lifið geturverið
skemmtilegt á þeim aldri.
Margt gamalt fólk nú á dögum
gerir ekki mikið annað en kvarta
yfir aldrinum og einangruninni i
ellinni. Svo situr það oft i gömlum
og þröngum Ibúðum og finnst fjöl-
skylda sin og vinir hafa svikið sig.
En lifið niðri á götunni heldur
áfram eins og áður. Við og við
koma börnin og barnabörnin i
heimsókn, en oft verða þessar
heimsóknir strjálari og styttri,
þegar árin liða. Og hver veit
nema það sé vegna þess, að af-
. komendurnir heyra ekkert
nema kvartanir frá þeim eldri i
þessum heimsóknum.
Lif mitt hefur eiginlega ekki
veriö sérlega skemmtilegt. Ég
giftist ung járnbrautarstarfs-
manni. Hann var fyrsti maður-
inn, sem ég kynntist náið, og hann
varð sá eini. Við vorum bæöi ætt-
uð úr sveit og vorum einmana,
þegar viö kynntumst i höfuöborg-
inni. Við vorum mörg systkinin og
strax aö loknu skyldunámi urðum
við að taka fyrsta starfið, sem
okkur bauðst. Ég vann sem þjón-
ustustúlka á mörgum bæjum i
grenndinni, áður en ég hélt til
höfuðstaðarins til aö freista gæf-
unnar, þá átján ára að aldri. Og
ég horföi björtum augum til
framtiöa’rinnar. Eg fór i vist til
rikrar fjölskyldu i stóru húsi. Ég
fékk sérherbergi og ákveðinn
vinnutima i fyrsta skipti á ævinni.
Ég var stóránægð með vinnuna.
Hans, sem vann við járnbrautina,
hafði þaö lika gott og vinnan var
örugg. Það var þess vegna ekk-
ert, sem mælti á móti þvi, að það
yröu ekki við tvö. Við vorum ekk-
ert yfir okkur ástfangin og réöum
okkur fyrir hamingju. 1 þá daga
hafði fólk einfaldlega ekki ráð á
þvi að hugsa mikið um ást og
rómantík. Hjónaband okkar var
þess vegna fyrst og fremst grund-
vallaö á skynsemi.
Ég hætti að vinna, þegar við
giftum okkur, þvi að þannig vildi
Hans hafa þaö. Og svo gætti ég
bús og barna. Maðurinn minn hélt
áfram aö vinna við járnbrautirn-
ar, já, þar vann hann I meira en
fjörutiu ár.
Allt gekk sinn vana gang hjá
okkur, allt okkar lif, alla daga frá
morgni til kvölds. Ég sá um
heimilishaldið og gaf manninum
minum að borða. Hann vildi ekk-
ert fara á kvöldin og datt ekki 1
hug að gera neitt. A hverjum
morgni fór hann i vinnuna á járn-
brautarstöðinni og þar stóð hann
og horfði á eftir lestunum með
þrá i augnaráðinu. Hann var
mesti „reglu”-maður, sem ég hef
fyrirhitt. Allt átti að gerast á
ákveðnum timum — og allt okkar
lif var fyrirfram ákveðið. Hans
átti sér engin sérstök áhugamál
— ef frá er taliö starf hans og
kvöldblaðið. Mér hefur heldur
aldrei fundizt, aö ég færi á mis við
neitt. Ég hafði meira en nóg aö
gera, þvi að börnin fæddust fljótt
og þau þurftu mikla umönnun. Ég
'nef enn þá skoöun, aö móðirin eigi
að vera heima hjá börnum sinum,
en vinna ekki úti. Hún gefur
heimilinu traustari svip og veitir
börnunum það öryggi, sem þeim
er nauösynlegt. En hvað þetta
snertir, er ég kannski gamaldags.
Arin liðu og börnin uxu úr grasi.
Þau fengu öll þrjú þá menntun,
sem þau óskuðu sér og eru nú i
góðum stöðum. En sem betur fer
hafa þau ekki oröiö sama
,,reglu”-fólkiö og faöir þeirra
var. Þau hafa öll opin augun fyrir
llfinu i kringum sig.
Maöurinn minn lézt, þegar við
vorum að nálgast sjötugsaldur-
inn. Vitaskuld sakna ég hans, á
sama hátt og maður saknar
gamals vinar, en mitt eiginlega
lif hófst ekki fyrr en ég var orðin
ein. Það hef ég gert mér ljóst. Ég
hef alltaf búiö einangruð I stórri
gamaldags ibúö. Þar var alltaf
allt of mikið að gera, lika eftir að
börnin voru uppkomin. Vinkonur
hef ég ekki átt siöan ég giftist og
við hjónin höfðum litil samskipti
viö nágrannana. Viö höfum það
bezt út af fyrir okkur, sagði mað-
urinn minn alltaf, og hann vildi að
ég væri heima, þegar hann var
það. Hann vann oft á vöktum og
var þess vegna heima á öllum
mögulegum timum dagsins. Ég
gat aldrei skroppið I bæinn og
slakað á með kaffibolla I notalegu
kaffihúsi, þvi að ég varö að gera
grein fyrir hverri einustu krónu,
sem ég eyddi. Hans f ylgdist ná-
kvæmlega með þyi, aö ég gerði
honum glögga grein fyrir eyösl-
unni I heimilishaldið mánaöar-
lega. Við og við vann ég smávegis
fyrir saumastofu neöar I götunni,
þvi að mig hefur ævinlega dreymt
um að yerða saumakona. Ég varð
lika aö gera manninum mlnum
grein fyrir þvi, hvað ég gerði við
þá peninga. Hann eyddi sjálfur
ekki eyri án þess að vita hvað um
hann yrði, svo að hann var ekki
siður strangur við sjálfan sig en
aöra. Ég vissi i rauninni ekki neitt
'um hvernig fjármál okkar stóðu.
Auðvitað vissi ég, hvaða laun
Hans haföi, en ég vissi ekki hvort
við áttum peninga á banka eða
hvaö miklu Hans haföi komiö
fyrir I verðbréfum og sliku.
Það var ekki fyrr en Hans dó,
aö ég komst aö raun um að við
vorum reyndar vel stæð. Þessi
eilifi sparnaður hafði ávaxtazt
vel. Allt I einu var ég sæmilega
efnuð gömul kona. Börnin min,
sem öll höfðu komið sér sæmilega
fyrir, sögöu mér aö nota pening-
ana til eigin þarfa og láta mig
hafa það gott. Þau kærðu sig ekk-
ert um peningana, það lögöu þau
öll áherzlu á.
Lif mitt hófst sem sé, þegar ég
var oröin sjötug. Ég fluttist I litla
nýtizku tveggja herbergja Ibúð.
Hún var svo björt og létt eftir að
hafa búið I gamalli fimm her-
bergja ibúð allt mitt llf, aö ég átt-
aði mig varla á þvi. Ég ýmist
fleygði eða seldi húsgögnin, sem
flest voru orðin tuttugu eða
þrjátiu ára gömu 1 og keypti mér
ný og litrik i staöinn. Ibúðin min
er hreinasta paradis. Börnin
glöddust meö mér og örvuðu mig.
Hvað fleira gat ég gert til að
hressa tipp á tilveruna? Við höfð-
um keypt sama blaöiö I fimmtiu
ár og mér hafði i rauninni aldrei
geðjast að þvi. Nú sagöi ég þvi
upp og keypti I staðinn annað
blaö, miklu léttara og hressi-
legra. Nú skipar það sérstakan
sess I föstum hvildartima minum
eftir hádegiiö. Ég fór lika i bóka-
verzlunina á horninu á götunni og
keypti nokkrar nýútkomnar bæk-
ur — bækur sem ég vissi að börnin
min voru hrifin af. Við lestur
þeirra opnaöist mér nýr heimur.
Góð bók er meira virði en pening-
arnir, sem látnir eru fyrir hana.
Við og við liggur við að mér
blöskri „léttúð” min og það kem-
ur fyrir, að mér finnst maöurinn
minn horfa óánægjulega á mig.
Ég veit upp & hár, hve heimsku-
legt honum myndi finnast þetta
kæruleysi. Og ef ég á að segja
frómt frá, finnst mér ég oft haga
mér eins og óþæg skólastelpa. En
það er gaman að lifa.
Einn daginn fékk ég mér
göngutúr I sólskininu og settist á
bekk. Þar hitti ég ungan mann,
sem gaf sig á tal við mig. Hann
var listmálari og sagöi mér, aö
hann væri einmitt að halda slna
fyrstu sýningu. Hann var I sjö-
unda himni, þvi að hann hafði
fengið mjög vinsamlega gagn-
rýni. Og áður en ég vissi af, var
ég lögð af stað meö honum til að
skoða sýninguna. Ekki af þvi að
ég ætlaði að kaupa málverk, hann
langaði bara til að vita hvernig
mér litist á myndirnar hans. Og
ég, gamla konan, skemmti mér
konunglega þetta siödegi við aö
6 VIKAN 35. TBL.
skoða málverk og höggmyndir.
Og þegar ég kvaddi þennan nýja
vin minn, vissi ég að þetta yrði
ekki i siðasta sinn, sem ég færi i
þennan sýningarsal. Ég hafði not-
ið þess betur að skoða listaverkin
þar, en ég minntist að hafa gert
áður. Eg hafði gert mér ljóst, að
þetta fólk var að lýsa sjálfu lifinu.
Ég svalg I mig áhrifin af listinni
og var i sæluvimu, þegar ég kom
heim.
Þá varð ég að segja einhverjum
frá þessum stórkostlega degi og
hringdi til dóttur minnar. Hún er
bókavörður og ann starfi sinu og
litlu ibúöinni sinni, sem henni hef-
ur tekizt að eignast. Faðir hennar
var mikið á móti þvi, að hún
stundaði framhaldsnám. Þú
verður aldrei rik af bókavörzlu,
hafði hann sagt. Auk þess giftast
stúlkur og hvaða gagn hafa þær
þá af menntun sinni? En Bente
var ákveðin og henni sóttist nám-
ið vel. Nú er hún bókavörður i
stóru bókasafni og hefur það gott.
Þegar ég sagði henni frá þvi, sem
fyrir mig hafði komið um daginn,
hló hún hjartanlega og sagði: —
Varaðu mig nú mamma, svo að
þú fallir ekki fyrir þessum mál-
ara! Að stelpan skuli dirfast aö
segja slikt við gamla konu eins og
mig.
Nú var farið að vora og mig fór
að langa til að fata mig upp. Það
var heldur ekki vanþörf á. Ég
haföi til dæmis ekki keypt mér
nýja kápu i tiu ár. Við ákváðum
að dóttir min kæmi með mér i
verzlunarferð. Ég varö svo fin, að
ég þekkti sjálfa mig varla aftur.
Ég fór lika og lét lagfæra á mér
háriö. Og þá var ég tilbúin að
leggja út i ný ævintýri. Ég er far-
in að sækja málverkasýningar
næstum daglega og ég á alltaf i
vandræðum með sjálfa mig, þvi
að mig langar heil ósköp til að
kaupa svo margt, sem ég sé þar.
Ég lét eftir mér að kaupa fallega
mynd eftir vin minn, unga list-
málarann. Ég get setiö tlmunum
saman hérna I stofunni og horft á
hana og ég er alltaf að finna eitt-
hvaö nýtt I henni.
Ég er lika farin að fara I kvik-
myndahús og það kemur fyrir,
aö ég fari i ieikhús Eldri sonur
minn erfði áhuga fyrir tölum frá
föður sinum og er orðinn endur-
skoðandi og hann er alltaf að
segja mér að fara og sjá nýjar
kvikmyndir og nýjar sýningar i
leikhúsunum. Það örvar mig
mikið og nú er timinn ekki lengi
að liða. Ég á verulega annrikt
núna. Það er margt, sem ég þarf
að gera á morgun. Klukkan tiu
þarf ég að vera við opnun nýrrar
málverkasýningar og þess hlakka
ég mikiö til. Þaö er önnur einka-
sýning vinar mins. Á eftir ætla ég
að hitta vinkonu mina og fara
með henni i bió klukkan tvö og
kannski fáum við okkur kaffibolla
á eftir. En ég má ekki vera lengi,
þvi að ég er boöin I kvöldverð hjá
yngri syni minum klukkan fimm.
Hann er mjög duglegur og vinnur
við blaðamennsku hjá stóru dag-
blaöi. Ég var ánægö með að hann
skyldi velja sér blaöamennsku aö
starfi, en ,,reglu”-maðurinn minn
haföi hugsaö sér eitthvað aröbær-
ara.fyrir drenginn. Hann hefði til
dæmis getað komizt að á skrif-
stofu járnbrautarstöðvarinnar.
En Simen haföi lengi verið ákveð-
Framhald á bls. 35
35.TBL. VIKAN 7