Vikan

Útgáva

Vikan - 30.08.1973, Síða 15

Vikan - 30.08.1973, Síða 15
FALLEG M0ÐIR. ,,Ég annast börn min sjálf”. segir Sophia Loren, sem nú á orðið tvo syni með Carlo Ponti. Þetta er sá yngri þeirra og hann heitir Edorado. MEGRUN FYRIR HVERJA MYND Gregory Peck, leikarinn heimsfrægi, sem lék meðal annars i Moby Dick, Viðáttan mikla og Gentleman’s agree- ment, segir, að hann borði aldrei ávexti, þegar hann fer i megrun. — Ég þarf alltaf að fækka við mig nokkrum kiló- um fyrir hverja kvikmynda- töku. — Þá snæði ég bara fisk og skeldýr. CHARLOTTE FORD Elzta dóttir bilakóngsins Henry Ford II. gekk nýlega i hjónaband i New York i annað sinn. Fyrra hjónaband hennar og griska skipakóngsins Stavros Niarchos stóð mjög stutt. í þetta sinn var brúð- guminn bandariskur verzlun- arjöfur að nafni J. Anthony Frostmann. Vigslan fór fram á heimili hjónanna og ekki voru aðrir viðstaddir en fjöl- skyldur þeirra og nánustu vin- ir. NtJ LEIKUR HUN A NY- NORSKU. Liv Ullman ætlar á næstunni að leika Agnesi i Brandi eftir Ibsen heima i Noregi. Hún ætl- ar að breyta til, þvi að nú leik- ur hún á sviði i stað kvik- mynda og á nýnorsku i stað sænsku. Þess má geta, að þetta verður i fyrsta skipti, sem Brandur verður leikinn á nýnorsku. Myndin sýnir Liv með leikstjóranum Rolf Dal- eng, sem stjórna mun Ibsen- sýningunni. EIN DÓTTIR ENN. 1 fyrra kom hún Mia Farrow til Reykjavíkur með mannin- um sinum honum André Prév- in, þegar hann stjórnaði sin- fóniuhljómsveitinni á listahá- tið. Þau hjónin eiga tvibura, en Miu var það ekki nóg. Hún vildi fleiri börn og valdi þann kost að ættleiða litla stúlku frá Vietnam.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.