Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.08.1973, Side 23

Vikan - 30.08.1973, Side 23
*•* komast, og Lennon/ McCartney og Bob Dylan. Textar Ray inni- héldu létta þjóðfélagsádeilu og átti það sinn þátt i þvi, að hann varð virtur sem textahöfundur. Þar sannaðist, sem og oft áður að þeir sem geta sett i letur sannverðuga mynd af þjóðfélag- inu og manninum, lýsingu kryddaða háði og ádeilu, þeir öðlast vinsældir. Lag samið sem létt ádeila á ensku millistéttina, A Well Respected Man, kom út i janúar 1966. Það var á plötunni Kinkdom. Hún kom út, svo að segja á hælana á fyrstu „raunverulegu” L.P. plötu Bitlanna, Rubber Soul. Þvi er varla hægt að segja, að heppnin hafi elt Kinks. Það var ekki svo auðvelt að selja mikið magn af plötum fyrstu vikurnar eftir að Bitlarnir höfðu sent eitthvað frá sér. Þá fór og að verða ljóst, að Kinks var ekki nógu mikið auglýst, áróður fyrir hljómsveit- ina var greinilega ekki nægur, og samkeppnin var hörð á þeim árum. En hvað olli? Ray Davis hafði upphaflega falið utanað- komandi mönnum að höndla fjár- mál hljómsveitarinnar svo og áróðurshliðina. Þeir brugðust hins vegar gjörsamlega, svo Ray Davis tók allt að sér sjálfur. Hann gat hins vegar ekki gert öllu jafn góð skil og timaleysið kom niður á áróðri fyrir hljómsveitina. Ray Davis kom i veg fyrir að þeir væru sviknir, en tók um leið á sig þungar byrðar, byrðar sem seinna reyndust honum ofviða. Það hafa aldrei farið stórar sögur af Kinks og Ray Davis. Mikið hefur verið um hljómsveit- ina skrifað, en raunverulega er ekki svo mikið um að skrifa. Af meðlimum hljómsveitarinnar hafa aldrei farið stórar sögur. Ferðalag þeirra i gegnum arin hefur verið laust við allt sem kalla mætti æsing, leyndardóma eða það sem heitir á leikritamáli, drama. Það er bara tónlistin, sem eftir er i minningum fólksins. Ferðalag Ray Davis eftir aðal- braut rokktónlistarinnar, hefur skilið eftir sig nöfn, nöfn á lögum, sem allir sungu og blistruðu hver upp i annan hér i eina tið. Hver á ekki endurminningar tengdar nöfnum eins og Waterloo Sunset, Dedicated Follower Of Fashion, Set Me Free, Sunny Afternoon, Tired Of Waiting, Autumn Almanac, Dandy, Victoria, I’m On An Island, Death Of A Clown, Lola og Supersonic Rocket Ship. Og þetta eru aðeins nokkur. En hvers vegna hættir maður, sem á sér slikan feril og bætir enn við? Hvers vegna hættir hann að syngja fyrir aðdáendur sina? Hvers vegna gefur hann allt upp á bátinn? Ray Davis sagði eitt sinn i viðtali, — það var árið 1965: ,,Fólk verður að hafa eitthvað að tala um. Það er fullt af fólki, sem næstum vill, að ég hætti bara vegna þess, að það vill geta byrjað á nýrri kjaftasögu.” Og svo gerðist- það. — Rav Davis hætti Þegar Ray kom fram á hljómleikunum á White City, höfðu vikurnar á undan, verið æði stormasamar. A undanförn- um árum hefur hann ásamt Kinks, verið mikið á ferðalagi, að mestu i Bandarikjunum. Oreglu- legt heimilislif þann tima og fyrri hluta þessa árs, varð þess vald- andi, að þremur vikum fyrir hljómleikana á White City, yfir- gaf kona Ray’s hann, ásamt tveimur dætrum þeirra. Þegar hann svo mætti þarna um kvöldið og gekk fram á sviðið, var greinilegt, að honum var brugðið. Hann hafði nokkrum dögum áður, verið útskrifaður af spitala, en þangað hafði hann verið fluttur i slæmu ástandi eftir eiturlyfja- neyzlu. Hann var vel drukkinn, þegar hann byrjaði prögrammið á laginu Victoria. Kinksararnir voru allir mættir þetta siðasta kvöld og þeim til aðstoðar voru þrir blásarar. Bróðir Ray’s, Dave var þarna, ásamt Mick Avory, trommuleikara Kinks, og Peter Quaife, bassaleikara hljómsveitarinnar Það leið ekki Framhald á bls. 36 35. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.