Vikan

Útgáva

Vikan - 30.08.1973, Síða 24

Vikan - 30.08.1973, Síða 24
Þaö gerist ekki á hverjum degi, aö hálffertugir menn, sem orönir eru grónir fjölskyldufeður og búnir að hreiðra vel um sig, taki sig upp og sigli til útlanda til þess aö læra að mála. Þó finnast dæmi sliks og aö Stekkjarkinn 17 i Hafnarfirði, býr maður sem hafði þann kjark og áræði, sem til þurfti. Það er Jónas Guðvarðar- son. Siðsumars 1969 hélt hann ásamt Halldóru Guðmundsdóttur konu sinni og þremur börnum þeirra til Spánar og hóf nám i Escuela Massana, sem er geysi- stór myndlistarskóli i Barcelona. — Ég hef alltaf málað svolitið, en ég fór ekki að taka það alvarlega fyrr en i kringum 1960. Þá fór ég lika að læra og var i fimm ár i Myndlistarskólanum i Reykjavik. Árið 1965 var ég hvattur til þess að taka þátt i haustsýningu Félags islenzkra myndlistarmanna. Ég veit ekki hvað olli, en myndirnar sem ég átti á sýningunni, seldust og það örvaði mig til þess að halda áfram að mála i alvöru. Ég tók svo þátt I fleiri samsýningum og vorið 1968 hélt ég einkasýningu i Bogasalnúm. Hún gekk það vel að ég dreif mig til Barcelona með alla fjölskylduna, með það fyrir augum að nema við Escuela Massana. Ég sagði upp ágætri vinnu, sem ég var i hjá þvi opin- bera, og þá héldu margir að ég væri geðveikur. Þó held ég að þessi för sé eitt farsælasta skref, sem ég hef stigið i lifinu til þessa, kannski fyrir utan að gifta mig. — Nauztu einhverra styrkja til námsins? — Það gekk svolitið brösugt að fá þá, þvi að svo virðist sem háskólaborgarar eigi að sitja einir að námslánum og náms- styrkjum, eins og ekkert sé hægt að læra nema i háskólum. En mér TEXTI: TRAUSTI ÓLAFSSON MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON tókst þó að fá bæði lán og styrk með þviað ýta svolitiðá eftir þvi. — Varstu lengi i Barcelona? — Ég var þar I einn vetur. Spánskir skólar eru frekar þungir, en kennslan i þeim er mjög góð. 1 Barcelona tók ég þátt I samsýningu með nokkrum ágætum listamönnum. Þetta voru ungir menn, kannski ekki eins djarfir og Súmmararnir eru, en nokkrir þeirra eru i miklum metum hjá þeim, sem áhuga hafa á nútima myndlist i Barcelona. 4 1 Escuela Massana er kennt fleira en málaralist. Þar er hægt að leggja stund á allar mögulegar greinar myndlistar og Jónas SAGÐI UPP STARFI HJÁ RÍKINU OG FÓR AÐ MÁLA Spjallað við Jónas Guðvarðarson, listmálara 24 VIKAN 35.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.