Vikan

Issue

Vikan - 30.08.1973, Page 27

Vikan - 30.08.1973, Page 27
.f eldhús vjkunnar ITMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT HÚSM.EÐRAKENNARI AGÚRKUSÚPA 1 rauð paprika, 1 laukur, 2 agúrkur, 1 msk. smjör, 1 ltr. kjötsoð, 2 eggjarauður, 2 msk. rjómi, salt, hvitur pipar, 1/4 tsk. sellerisalt, kayennapipar á hnifsoddi. Hreinsið paprikuna vel og saxið smátt. Saxið laukinn og látið hvort tveggja krauma i smjörinu ásamt 1 1/2 agúrku, sem skorin er i teninga. Hellið^ soðinu yfir og látið sjóða þar til grænmetið er orðið meyrt. Jafnið siðan súpuna með eggjarauðum hrærðum út með rjóma. Eftir að eggjarauðurnar eru komnar úti má súpan ekki sjóða. Kryddið og látið súpuna kólna. Berið hana siðan fram með söxuðum agúrkuteningum sem settir eru úti súpuna þegar hún er borin fram. BLÓMKALSSÚPA 50. gr. hrisgrjón 2. msk. smjör 1 ltr. kjötsoð 3. msk. tómatkraftur, 1 blómkálshöfuð að meðalstærð salt, hvitur pipar múskat 1 bt. steinselja 50 gr rifinn ostur Hrisgrjónin ristuð létt i smjöri' án þess að brúnast. Hellið soð- inu og tómatkrafti yfir og látið sjóða i ca. 20 minútur. Setjið sið- an blómkálið saman við i smáum hrislum og látið sjóða i 5 minútur. Kryddið og berið súp- una fram vel heita með saxaðri steinselju og rifnum osti sem borinn er með i sér skálum. INDVERSK GRÆNMETISSÚPA 2 gulrætur, 250 gr. grænar baunir 1/4 kg. selleri stönglar 1 msk. smjör 1 ltr. vatn eða kjötsoð 1 msk. smjörliki 1 msk. hveiti 1 msk. karry 1 1/2 dl. rjómi 1 paprika salt, pipar. Skerið gulrætur og selleri i sneiðar og látið krauma i smjörinu með baununum. Hellið vatni yfir og látið sjóða þar til grænmetið er meyrt. Bakið siðan upp smjörliki og hveiti og þynnið með vatninu og núið grænmetinu gegn um sisigti. Hreinsið paprikuna og skerið i fina strimla sem siðan eru settir yfir súpuna. 35. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.