Vikan - 30.08.1973, Síða 29
vængi eöa sitjandi á greinum,
sem þeir höföu veriö negldir á.
Þar voru hamir af haukum,
hegrum, uglum, nátthröfnum,
músafálkum, hræfuglum og
fálkum. Hann skýröi mér frá þvi,
hvernig hann heföi undirbúiö
veiöiförina.
Viö áttum aö leggja af staö
klukkan hálffjögur um nóttina,
svo aö viö kæmum um klukkan
fimm um morguninn til skyggnis-
staöar þess, sem hann haföi valiö.
Þar haföi veriö reistur kofi úr
Ismolum til þess aö skýla okkur
dálitiö fyrir hinum bitra vindi,
sem fer á undan döguninni,
hinum bitandi vindi, sem sargar
holdiö likt og sög, sker þaí> eins og
hnlfsblaö, stingur þaö eins og
eitraöir prjónar, kremur þaö likt
og tangir og brennir þaö sem
eldlir.
Frændi minn neri saman
höndunum. ,,Ég hef aldrei vitaö
af ööru eins fr'osti,” sagöi hann.
,,Þaö er þegar oröiö tólf stiga
frost klukkan sex aö kvöldi.”
Ég fleygöi mér strax upp i
rúmiö, eftir aö viö höföum lokiö
viö kvöldverö okkar. Sofnaöi ég
brátt viö logann af arineldinum.
Klukkan þrjú um nóttina vakti
hann mig. Ég fór I sauöskinnsfeld
og sá, aö Karl, frændi minn, var
dúöaöur i bjarnarfeld. Eftir aö
viö höföum báöir drukkiö tvo
bolla af brennandi kaffi og siöan
nokkur staup af brennivíni,
lögöum viö af staö. Meö okkur var
veiöivöröurinn og hundarnir
okkar, Plongeon og Pierrot.
Jafnskjótt sem ég kom út, nlsti
kuldinn mig inn I bein. Þetta var
ein af þeim nóttum, sem viröast
alveg llfvana af kulda. Hiö frosna
loft er fullt mótstööu og veldur
manni svo miklum sársauka, aö
þaö viröist næstum áþreifanlegt.
Enginn minnsti vindblær hreyfir
þaö. Þaö er alveg kyrrt. Þaö bitur
mann, nistir mann I gegn,
þurrkar mann upp, drepur trén,
jurtirnar, skordýrin og litlu
fuglana, sem detta af trjá-;>
greinunum á gaddaöa jöröína
og veröa sjálfir sem grjót i
heljargreipum kuldans.
Máninn, sem var I slöasta
kvartilinu, virtist vera aö llöa I
ómegin á miöri festingunni. Hann
var svo máttvana, aö hann gat
ekki lækkaö á lofti, en var
neyddur til þess aö vera kyrr
þarna hátt uppi, máttvana og
gagntekinn af veöurhörkunni.
Hann tírá kaldri, þunglyndislegri
birtu yfir heiminn, þessari bleiku
og dauöalegu birtu, sem hann
gefur okkur alltaf i hverjum
mánuöi, þegar hann er I þann
veginn aö hverfa.
Viö Karl gegnum hliö viö hliö
meö bogin bök, hendur i vösum og
byssurnar undir hendinni. Þaö
marraöi ekkert undan stig-
vélunum okkar, sem voru vafin I
ullartuskum, svo aö viö rynnum
ekki til og dyttum á hinni hel-
frosnu á. Ég horföi á hina hvitu
gufu, sem lagöi af vitum hund-
varganna.
Viö vorum brátt komnir að
fenjunum og gengum eftir isnum
á, einum skuröinum, sem lá i
gegnum hinn lága sefskóg.
Olnbogar okkar strukust viö hin
löngu sefblöö, og þaö skrjáfaöi
lágt i sefinu um leiö og skrjáfiö
virtist elta okkur. Ég var nú
gagnteknari af hinum sterku og
einkennilegu áhrifum fenjanna en
nokkurn tíma áöur. Þetta fen var
dautt, dautt af kulda, þar sem viö
gengum á þvi mitt á meöal hins
þurra sefs.
Við eina bugöu skuröarins kom
ég allt I einu auga á ískofann, sem
haföi veriö byggöur okkur til
skjóls. Ég gekk inn, og þar eö viö
uröum aö biöa i næstum heilan
klukkutlma ennþá, þar til er
fuglarnir vöknuðu, vaföi ég mig i
ábreiöuna og reyndi aö hlýja mér.
Liggjandi á bakinu fór ég svo aö
horfa á hinn vanskapaða mána i
gegnum hina hálfgagnsæju veggi
Iskofans. En kuldi hinna
helfrosnu fenja, kuldinn frá
veggjunum og jöröinni, nisti mig
svo hræöilega, aö ég byrjaöi aö
hósta. Karl frændi byrjaöi aö
veröa órór.
„Þaö er alveg sama, þó aö viö
drepum þá ekki mikiö I dag,”
sagöi hann. ,,Ég vil ekki, aö þú
fáir kvef. Viö skulum kveikja
eld.” Og hann sagði veiöi-
veröinum aö fara út og skera
niður dálitiö af sefi.
Viö létum sefiö i hrúgu á mitt
kofagólfiö, en þar fyrir ofan var
gat á miöju kofaþakinu, svo aö
reykurinn kæmist hæglega út. Og
þegar hinir rauöu logar byrjuöu
aö teygja sig upp I tæru krystals-
molana, byrjuöu þeir aö bráöna,
svo hægt, að þaö sást varla, likt
og þeir svitnuöu aöeins. Karl
haföi staöiö dálitinn tima fyrir
utan, en kallaöi nú til min:
, ,Komdu og sjáöu! ” Ég gekk út úr
kofanum og snarstanzaöi af
Framhald á bls. 37
1
35. TBL. VIKAN 29