Vikan

Útgáva

Vikan - 30.08.1973, Síða 30

Vikan - 30.08.1973, Síða 30
3 M__________________________ Framhald af bls. 23 á löngu, þar til Ray hafði náð tök- um á áheyrendum, allavega þeim, er næstir voru senunni og gátu vel fylgzt með honum. Og það var sannarlega gaman að fylgjast með honum. Hann er fæddur til þess eins að skemmta fólki og hann getur ekki án þess verið. A árinu 1972 kom út tveggja platna albúm með heitinu Everybody is in Showbiz, Every- body is a Star. 1 titillagi albúms- ins segir m.a. — Everybody is a dreamer, everybody is a star — eða allir eru draumóramenn, allir eru stjörnur. Og þetta kvöld virt- ust það svo sannarlega orö að sönnu. Hann naut þess svo að vera til og syngja fyrir fólkið, að það gat ekki annað en hrifizt með. Hann fékk fólkið til að syngja með sér Lola og fleirilög, og alltaf lék hann hlutverk hins sanna skemmtikrafts, hann trúöi þvi vissulega að hann væri stjarna og hann var það lika svo sannarlega þetta kvöld. Ekki er hægt að segja um Ray Davis, að hann lifi á gamalli . frægð, en þó eru það alltaf lögin frá timabilinu 1966-1968, sem sitja fastast. Og hann söng þau öll a White City Stadium, Dedicated Fallower Of Fashion, Waterloo Sunset, Sunny Afternoon og Dandy, svo nokkur séu nefnd. Dálitið fór hann út af laginu, af og til, og gerði hina og þessa vitleys- una, en það er eins og hægt sé að fyrirgefa honiJp allt, sama hvað það er. Bjórdósir voru um allt sviö eftir hann og jafnvel áhorf- endurfengusinn skammt, beint i hausinn. Hann spurði fólkið eitt sinn, hvort það vildi bjór og allir hrópuðu jeejeee og þá gerði hann sér lítið fyrir og fleygði nokkrum fullum bjórdósum út i mann- þröngina, svo rigndi bjór yfir flesta nærstadda, en öllum var sama, það var Ray Davis, sem var að gefa þeim bjór en ekki að henda bjórdósum i hausinn á þeim. Þaö hafði kvisazt út, að þetta væri siðasta skipti, sem Ray Dav- is kæmi fram og þvi varð þáttur Kinks og Ray Davis i hljómleikunum eins og nokkurs konar kveðjupartý og það tóku allir þátt i þvi með trega þó. Lagið Demon Alcohol, Púkinn Alkóhól, af plötunni Everybody is in Showbiz, var eitt siðasta lagið, sem hann söng, og þótti eiga vel viö. Og vissulega söng hann lagið með tilþrifum. Þegar Kinks og Ray Davis yfir- gáfu svo senuna, hófust hróp og klöpp þúsunda áhorfenda, þeir vildu fá meira. En timinn leyfði ekki fleiri lög, það varð að rýma sviöið fyrir stóru stjörnunum frá Bandarikjunum. 1 augum for- ráðamanna hljómleikanna var Ray Davis bara litil stjarna, en eitt er vist, að hann var nær hjarta áhorfenda en nokkur annar skemmtikraftur á White City Stadium þennan dag. En fólkið lét ekki af klappi sinu og hrópum og Ray Davis kom aftur fram á sviðið, — en ekki til að syngja meira, heldur til að kveðja. Og orð hans köfnuðu næstum i látum rótaranna, sem voru að taka niður hljóðfærin og undirbúa sviðið fyrir Edgar Winter Group. Hann '•sagði aðeins: „This is goodby forever, goodby and thank you”. Það voru aðeins þeir, sem næstir voru svið- inu, sem heyrðu þessa yfir- lýsingu, en það var næstum eins og þeir vildu ekki trúa sem heyrðu. A það hefur verið bent, að Ray Davis sé svo háður þvi, aö skemmta fólki, að hann geti raunverulega ekki hætt að koma fram. Um það er hins vegar ekkert hægt að fullyrða, þangað til hann sjálfur segir annað. Dálkahöfundar enskra músikblaða hafa ritað mikið um þessa ákvörðun Davis. Roy Hollingworth skrifar m.a. i Melody Maker: „Ray Davis hefði aldrei átt að koma fram á þessum hljómleikum. Hann var ekki til þess hæfur, bæði likamlega og andlega, og alis ekki i ástandi til þess að standa þarna á sviöinu og segjast vera hættur. Hann er djupt sokkinn i allskonar vandræði og þegar hann hrópaði „ég hætti”, hefði hann frekar átt að hrópa — hjálp —. Þá, til tilbreytingar og þegar mest reið á, hefði hann séð og fundið, hversu mikið þetta fólk raunveru- lega elskaði hann. Og hann hafði raunverulega þörf fyrir það.” Þetta er álit þeirra, sem vel til' þekkja, um hvað er að ræða. Og það er greinilegt, að það vill enginn að Ray Davis hætti. Það vill enginn sleppa honum. Hann hefur leyft fólki að ná tökum á sér, i gegnum lög sin og texta. Það verður honum erfið raun að fá sig lausann. es Fer með mjólkina... Framhald af bls. 21 sumir hafa orðið að gera hér i borginni. Það ljótasta sem ég veit er að pynta skepnur, sama hvern- ig það er gert. Stefnir var með kindurnar sin- ar i Laugardalnum i vetur. Hann sagðist þvi miður hafa orðið að byrgja þær miklu meira inni en hann hefði viljað. Þó viðraði hann þær oft og enginn gerði athuga- semd við veru kindanna i’borg- inni, enda voru þær hnarreistar og létu forvitin augu vegfarenda engin áhrif hafa á sig. — Foreldar minir gengu mjög > Eg vona að hann L sé enn i góðu skapi. ■XROOGE1 McDUCÍC BANR 30 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.