Vikan

Issue

Vikan - 30.08.1973, Page 31

Vikan - 30.08.1973, Page 31
SfSTfNJA CFTT7R vel frá öllum pappírum, þegar þau byggöu hérna. Bæjaryfirvöld in geta ekki bannað mér að hafa hér neitt, né tekið nokkurn skap- aðan hlut héðan, á meðan bærinn kaupir ekki af mér býlið. Landið er núna metið á rúmar tiu milljónir króna, en ég geri ekki ráð fyrir að ég fái svo mikið fyrir það, þó að bærinn kaupi. Ég ætla þó ekki að standa i vegi fyrir neinum framkvæmdum hérna, ef ég fæ það verð fyrir eignirnar, sem ég geri mig ánægðan með. En áður en gengið verður endan- lega frá þeim kaupum, býst ég við að draga ýmislegt fram i dags- ljósið, sem kann að koma óþægi- lega við suma. Annars vildi Stefnir ekki gera mikið úr þvi, að hann hefði átt i útistöðum við yfirvöld út af skepnunum sinum eða eignum, þó að vissulega hefði ýmislegt komiðfyrir i samskiptum hans og yfirvaldanna. Hann sagði, að það væri ekki vert aö vera að fjarg- viörast útafhlutum, „sem komið gætu við hjartað i einhverjum”. Stefnir var óánægöari meö ann- an ágang á eignum sinum en þann, sem hann hefur orðið fyrir af völdum yfirvaldanna. Hann sagðist ekki þora að fara að heim- an án þess að biðja einhvern að lita eftir þvi, að ekkert gengi úr- skeiöis á bænum. Einkum væru þaö unglingar, sem gerðu sér stundum leik aö þvi að hrekkja skepnurnar og gengju illa um i kringum húsin. Komið .hefur fyrir, að klippt væri á vira og net I girðingunum kringum túnið og i vor er leið gerði hópur unglings- stráka endurteknar árásir á býliö. Þeir voru vopnaöir teygju- byssum og gengu svo langt að brjóta rúðu I ibúðarhúsinu og rota ungahænu við fæturna á Stefni. Vissulega er illt til þess að vita, að friðsamir menn eins og Stefn- ir, sem una glaðir við sitt, skuli ekki fá frið fyrir slikum pörupilt- um. Lögreglunni tókst loks að hafa hendur i hári þessara drengja og siðan hefur allt verið með kyrrum kjörum. — Krökkunum er ekki of gott að koma og skoða dýrin, en þvi miður kunpa þau flest ekki aö umgangast skepnur og þvi fer oft svo að þau hrekkja þær i ógáti. En þrátt fyrir ýmislegt ónæöi, kann ég ákaflega vel við mig hérna, enda er ég búinn að eiga hér heima siðan 1916. ég hef ekki verið að heiman, nema tvo vetur sem ég var á Bústöðum hjá syst- kinunum Ragnari Jónssyni og Ólafiu Jónsdóttur. Þaö var mikið myndarfólk. Ragnar er nýlega dáinn og leið mikiö siðustu mán- uðina, sem hann liföi, þvi að hann varð aö láta frá sér allar skepn- urnar sinar. Ég þarf ekki frekar en ég vil að láta kindurnar, þó að ég selji Reykjaborgina, þvi aö ég get fengið lóð uhdir hús i landinu, sem fjáreigendafélaginu i Reykjavik var úthlutað til bygg- inga. En það eru alltaf innan um kindur, sem maður getur ekki sett á afrétt á sumrin. t fyrra var ég til dæmis með lasburða kind hérna heima allt sumarið. Hún flæmdist einu sinni upp I Háaleiti, en komst hjálparlaust heim aftur. Núna I sumar gengur móðurlaust lamb með kúnum hérna i túninu. Stefnir reynir aö bera sem mest húsdýraáburð á túnin sin og i garöana, sem eru töluvert stórir. Hann segir að þaö spretti betur undan llfræna áburðinum en þeim tilbúna, auk þess sem fæðan, sem upp af honum komi sé hollari og næringarrikari, en það sem rækt- aö er með tilbúnum áburði, hvort sem hún sé ætluð handa dýrum eöa mönnum. Stefnir ekur áburðinum út á túniö Qg i garðana i hjólbörum, jafnóðum og hann hreinsar undan skepnunum. Hann hefur tvo nokkuð stóra kartöflugaröa, sem hann bæði setur niður I og tekur upp úr, upp á gamla móðinn. I fyrra fékk hann I kringum tuttugu poka af kartöflum upp úr görðun- um og þaö er þvi ekki að undra þó hann segðist hafa verið orðinn þreyttur, þegar hann var búinn aö ná alki uppskerunni i hús. 1 vor lét hann vinna stærri garðinn með vél, en þann minni stakk hann upp sjálfur með skóflu, þvi aö þar er ekki hægt að koma vélum að fyrir trjám, sem Stefnir gróður- setti heima við húsið fyrir mörg- um árum, og eru orðin mjög myndarleg. Þegar ég heimsótti Stefni i byrjun ágústmánaðar, var hann búinn að heyja nær þvi öll túnin. — Það var óvenju snemmt og taðan er óvenju góð hjá mér i ár. Ég er búinn að ná I kringum hundrað hestum af vel verkaðri töðu, svo að ég er sæmilega birg- ur. Ég fæ menn til þess að slá fyrir mig túnið með.vélum, en svo sé ég um afganginn með hand- verkfærum. Það er tiltölulega auðvelt að heyja túnin hérna, þvi að þau eru öll mjög stutt frá bæn- um. Sláttuþyrlurnar eru úrvals tæki. Þær þyrla heyínu upp i svo góða garða, að það liggur við að það þurfi ekki að snerta neitt við þvi til að það þorni. Þó að Stefnir hrifist að vissu leyti af þeirri hagræöingu, sem felst I tilkomu sláttuþyrla og ann- arra undraverkfæra tæknialdar, er hann ráðinn i þvi að breyta bú- skaparháttum sinum ekki I sam- ræmi við þær. — Kannski þetta sé gamaldags búskapur hjá mér, en ég er ánægöur með afkomuna. Mitt bú gefur ekki verr af sér en flest stærri búin. Ég hef. svipaðar tekj- ur og illa launaðir verkamennirn- ir og það nægir mér. Stefnir verður sextugur i haust. Framhald á bls. 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.