Vikan

Útgáva

Vikan - 30.08.1973, Síða 32

Vikan - 30.08.1973, Síða 32
FRAMHALDSSAGA EFTIR ETHEL GORDON sjöundi hluti HÆTTULEGT AFDREP Ég skreið þarna niöur, ýmist sitjandi eða liggjandi og hafði ekki hug á neinu örðu en dökku hrúgunni. Ég reyndi að létta á mér eftir beztu getu, þegar ég greip i greinarnar, sem stóðu upp úr snjónum. Ég þorði ekki að hugsa til þess, hvað yrði um mig, ef ég missti takið um trjágrein- arnar. — Maggie! Ég kallaði eins hátt og ég gat, en fékk ekkert annað svar en ofsalegt geltið. Ég hafði heyrt það rétt. Þá hlaut þetta að vera Maggie, sem þarna lá, en hversvegna var hún svona hreyfingarlaus? — Maggie! Ég var komin til hennar og beygði mig yfir þessa litlu veru i rauðu buxunum. Hún lá á maganum og ég sneri henni varlega við. Andlitið var allt rispað og blóðugt. — Maggie, elskan min, þetta er Anne. Ég bæöi grét og hló og þegar hún opnaði augun, þrýsti ég henni upp að mér I feginleik. Hún stundi af sársáuka. Annar handleggurinn hékk svo undariega laus, eins og hann væri laus við likamann. — Þetta er svo sárt, Anne. Maggie kjökraði og og ég reyndi aö breiða yfir hana kápuna. — Ég veit það, elskan min litla. Liggðu kyrr og reyndu aö vera róleg. Raab læknir lagar þetta fljótt, þegar við komum heim. Ég reyndi að vera róleg og hug- hreystandi og láta hana ekki heyra hve hrædd ég var sjálf. Hvar er Depill? Hefurðu séð Depil? Það var rétt svo, að hægt var að heyra til hennar. — Hann er einhversstaðar hérna nálægt, heyrirðu ekki til hans? — Þú verður aö sækja hann, Anne, hann er svo hræddur. Ég leit i kringum mig og reyndi aö sjá út, hvernig ég gæti farið að þessu og hvort óhætt væri að yfir- gefa telpuna og svo hálfskreið ég yfir klettana við vatnsborðið. Við og við skolaðist iskalt vatn yfir hendur minar og fætur, en ég tók ekkert eftir þvi. Og svo fann ég Depil.Hann var fastur i netbút milli tveggja steina alveg við vatnið. Hamingjan mátti vita hvernig hann hafði komizt þangað, en ég reyndi ekki einu sinni að gizka á það, heldur reyndi að losa dýrið úr þessari gildru. Hvernig ég komst aftur alla leið til Maggie, með sprikl- andi hvolpinn i fanginu, veit ég ekki ennþá. — Kjáninn þinn, sagði hún með grautarlegri rödd, þegar ég stakk hvolpnum undir kápuna hjá henni. Hann sleikti andlit hennar og brölti svo, að ég settist og tók hann i kjöltuna, en samt svo, að Maggie missti ekki sjónir af honum. Nú, þegar ég sat kyrr, fann ég hve óskaplega mér var kalt. Við urðum að komast heim, eins fljótt og mögulegt var, en hvernig? Það var mjög óliklegt að ég kæmist upp klettana af sjálfs- dáðum. Ég varð þvi að kalla, eins hátt og mér var mögulegt, ef ein- hver skyldi heyra til min. — Hjálp! Hjálp. Við erum hérna! Hjálp! Rödd mfn var ósköp dauf og vesældarleg og kafnaði auðvitað I vindinum. Ég dró djúpt að mér andann og reyndi aftur. 0, ef enginn heyrði tilokkar! Þá myndum við frjósa i hel. Ef við yröum að vera þarna til morguns. Myndi Maggie lifa af nóttina? Það gat verið, að hún væri meira meidd en ég vissi? Spurningarnar hrönnuðust upp i huga minum. Ég öskraði aftur: — Hjálp! Við erum hérna! — Maggie, þú verður að vera róleg svolitla stund, meðan ég fer heim og sæki Charles frænda þinn. Ég kem fljótt aftur. — Farðu ekki frá mér! Vertu kyrr, sagði Maggie, skelfingu lostin. Ég kallaði aftur, en ég fann til I hálsinum og rödd min var orðin hás og það var eins og orðin köfnuðu I kverkunum á mér. Mér fannst við hefðum verið þarna i heila eilifð, þegar ég heyrði ein- hvern kalla nafnið mitt. Var það Ernest? — Við erum hérna niðri. Maggie er hér lika! — Er hún ómeidd? — Hún lifir. Góði flýttu þér! Flýttu þér! Eftir svolitla stund, var hann kominn til okkar. Mér fannst það langur tim>, en liklega voru þ'að aöeins sekúndur. Hann leit varla á mig, en hallaði sér yfir Maggie. — Ég ber hana upp fyrst, svo kem ég og sæki yður, sagði hann snöggt. — Ég get bjargað mér, sagði ég og tennurnar skröltu i munninum á mér. — Látið ekki svona, sagði hann hryssingslega. — Ég kem fijótt aftur. Hann beygði sig niður og lyfti Maggie upp. Hún var hreyfingalaus, svo það hafði lik- lega liðið yfir hana. Það var lik- lega bara betra. — Farið i kápuna, sagði Ernest og var nú orðinn vingjarnlegri. Ég vef hana i úlpuna mina. Flýtið yður nú, annars frjósið þér i hel. Ég^sat með Depil i fanginu og heyrði, þegar skórnir hans skullu á frosinni jörðinni. Ef hann dytti nú niður aftur, með Maggie i fanginu, þá mundum við öll deyja þarna i klettunum. Ég þrýsti hvolpinum fast að mér, en svo var Ernest kominn aftur til mln. — Þá förum við, sagði hann. — Þér verðið að fara á undan, svo ég geti tekið við yður, ef þér hrasið. Fáið mér hundinn. Ég veit ekki hvernig við kom- umst upp, en i hvert sinn, sem þreytan ætlaði að yfirbuga mig, fann ég að Ernest stóð fyrir aftan mig. Hann ýtti mér áfram, studdi mig og stundum fannst mér hann bókstafíega draga mig upp. Þegar við vorum komin á stiginn heim að húsinu, fann ég, að kuld- inn var að hverfa og mér var fljótlega orðið funheitt. Þegar við komum upp á hlaðið, kom bill á móti okkur. Það var Charles. Hann gaf sér varla tima til að stöðva bilinn, áður en hann stökk út. — Hafið þið fundið hana? Lof sé guði! Hvar funduð þið þau? Ég hafði ekki orku til að svara. Ernest svaraði: — Hún veröur að komast eins fljótt og hægt er til læknisins. — Komdu inn i bilinn, er ekki bezt, að Raab liti á þig llka, Anne? Hann leit spyrjandi á mig, en ég hristi höfuðið. Mér leið vel, burtséö frá þvi að ég var renn- blaut og þreytt. Það eina, sem ég þurfti, var að komast i bað, fá heitt te og sofna. Þeir óku af stað og ég staulaðist upp i herbergið mitt. Þegar ég var að loka dyrunum, heyrði ég i Joan, rödd hennar var áköf og æst. — Anne, ert þú þarna? Ég dróst meö harmkvælum inn til hennar. Hafði Charles sagt henni eitthvað? Hve mikið vissi hún? Ég reyndi að hugsa skýrt, en mér fannst allt hringsnúast fyrir mér. — Depill slapp út og Maggie elti hann. Þau hröpuðu niður klett- Ég vissi, að ég gæti ekki verið öllu lengur á Sanders Hall, en þegar að þvi kom, að ég ætlaði að rifa mig upp, þá kom nokkuð alveg óvænt fyrir. Mig langaði ekki til að fara, en hvað var það, sem hélt í mig? Ekkert, eða... 32 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.