Vikan - 30.08.1973, Page 33
ana, en það er allt i lagi með þau.
Ég fafln þau og svo hjálpaði
Ernest mér með þau heim.
Charles fór með Maggie til
læknisins. Hún er ekki i neinni
hættu.
Joan hallaði sér aftur á
koddann og það leit út fyrir aö
hún héldi að ég væri að skrökva.
— Er þetta satt, Anne? spurði
hún, tortryggin á svipinn.
— Það er satt, sagði ég þreytu-
lega. — Má ég ekki fara núna? ég
þarf að komast i bað, svo mér
hitni vel.
— Ó, fyrirgefðú mér, Anne. Ég
ætlaði ekki að vera svona sjálfs-
elsk. Ég skal hringja i frú Vinton
og biðja hana að aðstoða þig.
Ég fór svo i bað og á eftir kom
frú Vinton mér i rúmið, eins og ég
væri smábarn og breiddi vel yfir
mig. Hún kom llka með stóran
bolla af heitu tei. Það minnti mig
á æskuna, þegar ég var lasin og
mamma hjúkraði mér. Ég fann
til þess áþreifanlega nú, hve ég
var i raun og veru einmana. Nú
átti ég engan að.
Ég var rétt að sofna, þegar
Charles kom inn i herbergið.
Hann lagði svala höndina á ennið
á mér. — Það er eins og þú sért að
brenna, sagði hann striðnislsga.
Ég kom með svolitið koniak, svo
hetjan okkar gæti sofnað vel.
— Ég þarf ekkert koniak, sagði
ég sýfjulega. — Ég er alveg að
sofna. Hvernig liður Maggie?
— Henni liður vel og það er þér
að þakka. — Hún er handleggs-
brotin og Raab setti handlégginn i
gifs. Hún verður á sjúkrahúsinu i
nótt. Raab fannst það öruggara.
Þegar maður hugsar, hvað hefði
getað komið fyrir þig.... Hann
þagnaði og mér fannst hann lita
óvenjulega þreytulega út. — Það
eina, sem ég get hugsað nú, er að
þetta hefði ekki þurft að koma
fyrir, hefði ekki skeð, ef ég hefði
ekki gefið henni hvolpinn.
— En þetta er ekki þér að
kenna. Þetta er aðeins slys. Við
litum hvort á annað. Eitt slysið
enn!
— Ég veit það, sagði hann
þreýtulega. — Ernest hélt, að
brúnin hefi hrunið undan snjó-
þyngslunum, en...
Þetta var þriðja slysið, en sem
betur fór, varð þetta ekki dauða-
slys.
— Hún hefði frosið I hel, ef þú
hefðir ekki fundið hana, sagði
Charles hægt.
— Það hefði einhver annar
fundið hana, sagði ég. — Depill
gellti i sifellu. Þessvegna fann ég
þau. Ég þagnaði. Ég fór nú að
hugsa um öll þessi undarlegu til-
vik, en ég hafði skotið þeim frá
mér áður. Opnu dyrnar... og
hvernig hafði hvolpurinn getað
flækt sig i netinu? Ég hugsaði
upphátt.
— Já það er undarlegt, sagði
Charles. — En ég keypti hann af
Ed Jagger. Kofinn hans liggur
alveg niðri við vatnið. Það getur
verið, að hvolpurinn hafi fundið
lyktina af vatninu, þegar hann
skauzt út.
Framhald á bls. 40
35. TBL. VIKAN 33