Vikan - 30.08.1973, Side 36
Lykillinn að nýjum heimi
Þér lærió nýtt tungumál á 60 tímu
LINGUAPHONE
Tungumálanámskeió á hljómplötum eóa
segulböndum til heimanáms:
ENSKA, ÞÝZKA. FRANSKA, SPANSKA.
PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA,
SÆNSKA, NORSKA. FINNSKA,
HÚSSNESKA, GRlSKA. JAPANSKA o. fl,
A-fborgunarskilmálar
Hljóðfcerahús Reyhjauihur iaugaurgi 96 umi, I 36 36
Á kveðjustundinni fyllt-
ust...
Framhald af bls. 9
Marie Antoinette og Axels von
Fersen er þvi litið ljósara af
þeim.
En þvi eru upprunaiegu bréfin
ekki rannsökuö, kann einhver að
spyrja. Með nútima tækni ætti að
vera hægt að lesa þau, þó að
strikað hafi verið yfir nokkrar
linurmeðfrumstæðum aðferöum.
En upprunalegu bréfin eru glötuð
og Klinckowström ber ábyrgð á
þvi. A banasænginni lét hann
þjóna sina færa sér bréfin og
kveikti i þeim i logandi kerti.
Hann hefur áreiðanlega dáið meö
góða samvizku yfir þvi aö taka
leyndardóm þeirra meö sér i
gröfina.
Af tilviljun bjargaðist þó eitt
iiréfanna. Það er fremur stutt en i
þvi er að finna vissan tón, sem
hlýtur einnig að hafa verið ein-
kenni hinna. Viö lestur þess kem-
ur i ljós allt önnur kona, en sú
Marie Antoinette, sem lesandinn
sér fyrir sér við lestur bréfanna I
útgáfu Klinckowströms.
„Ég get aðeins sagt, að ég elska
þig”, byrjar hún, ,,og þó hef ég
varla tlma til þess . . . láttu mig
vita hvert ég á að senda bréfin,
sem ég finn stund til þess að
skrifa þér, þvi að ég get ekki lifað
án þess. Adieu, eiskaðasti maöur
allra og ástfangnastur allra
manna. Ég kyssiþig af öllu hjarta
minu”.
Tæpast yrði bréfið tekið gilt
sem sönnum um hjúskaparbrot i
skilnaðarmáli. Þó létu flestir
sannfærast um aö svo væri, þegar
bréfiö var gefið út árið 1928.
Arið 1930 gaf Anna Söderhjelm
út bók, sem vakti engu minni
athygli en bók Klinckowströms
hafði vakið sextiu árum áöur.
Alma Söderhjeim hafði fengið að-
gang aö bréfum, sem voru I eigu
annarra ættingja Axels von Fer-
sen, nefnilega afkomendum
Sophie Fipers systur greifans.
Hún fékk einnig leyfi til þess aö
rannsaka skjalasafn Kiinckow-
strömsfjölskyldunnar og þar
komst hún yfir dagbók Axels.
Niðurstöðu rannsókna sinna birti
hún i bókinni Fersen et Marie
Antoinette, correspondence et
journai intime inédits du Comte
Axel de Fersen.
Bókin er aödáunarlega vel gerð
og grundvölluö aö öllu leyti á áður
óbirtum heimildum. Hún er kær-
komin lesning öllum þeim, sem
vilja kynna sér einkalif og opin-
bert lif Marie Antoinette. Alma
Söderhjelm er sannfærð um, aö
Fersen hafi verið elskhugi Marie
Antoinette.
„Mjög óhamingjusöm en
afar hugrökk kona”
Trúnaðarmaður Fersens var,
eins og oft hefur verið haldiö
fram, Sophie systir hans. Sophie
átti óhamingjusamt ástarævin-
týri meö Taube baróni, vini Fer-
sens. Trúnaöarmál, ráðleggingar
og hugganir eru uppistaöa bréfa-
skipta þeirra systkinanna árið
1790. Þgö er afar eölilegt, að Axel
skuli hafa trúað systur sinni fyrir
vandamálum sinum eftir að hann
hafði sýnt henni samúð sina i
einkamálum hennar. 1 einu bréf-
anna segir hann, að hann sé ást-
fanginn af konu sem sé „mjög
óhamingjusöm en afar hugrökk”.
Hann nefnir þessa konu aldrei
með nafni, en það er greinilegt að
Sophie veit hver hún er.
,, Ég er þér mjög þakklátur”,
skrifar hann til Sophie 4. april
1790, „fyrir þaö sem þú skrifar
um vinkonu mina. Trúöu mér,
Sophie, hún veröskuldar allt sem
þér finnst um hana. Hún er full-
komnasta vera, sem ég þekki, og
framkoma hennar gerir þaö aö
verkum, að allir taka tillit til
hennar. Ég heyri ekkert annaö en
hrósyrði um hana, hvar sem ég
fer. Þú skilur, hve það gerir mig
hamingjusaman . . .”
10. april skrifar hann aftur um
vinkonu sina. „Ég er ofurlitiö
ánægðari núna, þvi að nú get ég
viö og við hitt hana og það bætir
svolitiö fyrir óhamingjuna, sem
yfir henni vofir. Veslings konan,
hún er engill i hugsun, tilfinningu
og framkomu. Enginn hefur
kunnað að elska eins og hún. Hún
er djúpt snortin af þvi, sem þú
skrifaöir um hana. Hún táraöist
og bað mig segja þér, hve snortin
hún væri . . .”
Spurningin um hvort Fersen
hafi veriö elskhugi drottningar-
innar eða ekki hefur veriö ofar-
lega á baugi frá þvi aö Klinckow-
ström gaf út bréf þeirra. Stór
hópur hefur haldiö þvi fram, að
þaö hafi ekki samræmzt skapgerð
Marie Antoinette að taka sér
elskhuga, ekki einu sinni jafn ær-
legan mann og Axel von Fersen
var.
Aðrir halda þvi fram, aö Marie
Antoinette hafi veriö venjuleg
kona og fundið þá „fullnægingu”,
sem hún fann ekki i hjónabandi
sinu, i örmum Axels von Fersen.
Ævisaga Marie Antoinette eftir
Stephan Zweig er dæmigerö fyrir
þann hóp, sem halda vill þessu
fram.
Enginn vafi leikur á þvi að hún
elskaöi hann
Þaö skiptir vitaskuld ekki
miklu máli, hvort hún sængaði
meö Fersen eða ekki. Viöhorf
okkar tima hamia þvi ekki að litið
sé hlutlægt á málið og trúlega
hefur það engin áhrif haft á gang
sögunnar hvort heidur var. Það
mikilvægasta er, að enginn vafi
leikúr á þvl að hún elskaöi hann.
Það sem varöveitzt hefur af bréf-
unum, sem þau skiptust á, sannar
þaö og svo er öllum frjálst að hafa
sina skoöun á þvi hve náiö sam-
band þeirra var aö öðru leyti.
1 bók Loomis um VINATTUNA
HÆTTULEGU er sagt frá óró-
leikanum og mörgum þeim
hádramatisku atburöum, sem
geröust i Frakklandi á þessum
tima. Skýrt er frá þvi hve kon-
ungshjónin verða stöðugt valtari i
sessi og dauða eldri sonar Marie
Antoinette á meðan á Þjóðþinginu
stóö 1789. 1 bréfi lýsir Marie
Antoinette andrúmsloftinu, sem
þá rikti I Paris. „Elsku litli prins-
inn minn dó og enginn virtist taka
eftir þvl”. Árásiná Bastilluna var
gerð 14. júli sama ár og 5. október
var gangan fræga til Versala.
Lifi konungshjónanna var
bjargað þá nótt og morguninn
eftir steig kóngurinn á svalir og
tilkynnti aö hann myndi láta að
kröfum þjóöarinnar: „Vinir min-
ir, ” hrópaði hann, „ég, kona min
og börn beygjum okkur fyrir
Paris. Ég fel allt sem mér er dýr-
mætast i hendur undirmanna
minna”.
Klukkan eitt sama dag stigu
konungurinn og drottningin
ásamt báðum börnum sinum upp
i vagninn, sem flutti þau til
fangavistar i Paris. Þeim fylgdu
næstum tvö þúsund aðrir vagnar,
sem fluttu hirðina. Höll Lúðviks
XVI. var lokaö og I henni hefur
ekki vérið búið síðan.
Meðal þeirra, sem fylgdu kon-
ungi og drottningu til Parisar var
Axel von Fersen. „Ég var vitni aö
þvi öllu saman”, skrifaði hann
föður sinum. „Feröin tók sex og
hálfa klukkustund. Guð forði mér
frá þvi að veröa nokkurn tima aö
horfa upp á annaö eins og hér hef-
ur gerzt siðustu tvo daga.”
Fersen fylgdi sem sé konungs-
hjónunum, þegar þau voru flutt til
fangavistar i Tuilerihöllinni i
Paris. Og þá geröist það á sama
andartaki að Marie Antoinette
hélt að allir hefðu yfirgefiö sig, á
sama andartaki og vinátta við
hana gat veriö hættuleg, birtist
óeigingjarn vinur á sjónarsvið-
inu. Fersen stóð viö hliö hennar i
þá tuttugu mánuði, sem hún sat i
fangelsi I Tuileri. Hann fór allra
sinna ferða inn og út úr höllinni
óáreittur, án þess að veröa fyrir
teljandi óþægindum af þvi, enda
þótt úöi og grúöi af njósnurum i
höllinni. Enginn sagnaritari
þeirra tima nema Saint Priest
getur um þessar heimsóknir Fer-
sen, en hann segir aö greifinn hafi
veriö elskhugi drottningar og hafi
sézt fara úr herbergi hennar
klukkan þrjú að nóttu. Dagbók
Fersens frá þessum tima er glöt-
uð og þess vegna eru engar
heimildir frá hans hendi um at-
buröi þessarra mánaða.
Fersen leggur á
ráðin um flótta
Það eru bréf Axels til Sophie
systur sinnar, Taube elskhugá
hennar og nokkur opinber bréf til
sænska konungsins, sem gefa til
kynna aö Axel haföi mikil og náin
afskipti af öllu, sem sneri að
frönsku krúnunni árin 1790 og
1791. Hann segir meira að segja
Gústav III. frá áætlun sinni um að
konungshjónin flýi á öruggan stað
utan Parisar.
t næsta blaði segir frá flótta
frönsku konungshjónanna úr
fangeisinu f Paris.
Sagði upp starfi...
Framhald af bls. 25
aö feröast meö lömuðu fólki, þvi
engu iikara en það væri gætt ein-
hverjum sérstökum hæfileika til
að njóta feröarinnar. En sem
betur fer eru hinir likamlega
heilu i miklum meirihluta og
starf Jónasar er að sínna þeim.
— Við tökum á móti fólkinu og
komum þvi fyrir á hótelum. Viö
heimsækjum þaö reglulega og
reynum aö veita þvi eins góöa
þjónustu og hægt er og leysa úr
vandamálum, sem upp kunna að
koma, eftir beztu getu. Mér finnst
leiöinlegt, hve margir tala niö-
randi um ferðir til Maliorca, eöa
Majorkuferðir eins og Laxness
kallar þær. Þvieroft haldiö fram,
að þar sé ekkert annað gert en
flatmaga I sól og drekka á
diskótekum og næturklúbbum, en
það er misskilningur. Vitanlega
er alltaf innan um fólk, sem ekki
hefur áhuga á ööru, og þaö um
þaö. Ég reikná með þvi, að það fái
út úr ferðinni það sem það ætlaöi
sér. Mér fannst ákaflega vel til
fundið hjá Jónasi Jónassyni, i
þætti, sem hann flutti I úrvarpinu
frá Costa del Sól, þegar hann
sagöi, að þegar Islendingar
kæmu til Spánar, bráðnaöi af
þeim hélan. Þegar fólk er komiö i
sólina, hættir það að hugsa um aö
halda virðingu sinni, ef svo mætti
segja. Þaö hættir aö hugsa um
hvaö maöurinn viö hliöina á þvi
hugsar um þaö. Fólk hættir aö
sýnast og verður meira það
sjálft. Ég hef stundum sagt, aö
þaö sé alveg eins góö fjárfesting
og hvað annaö að fara i ferð til
sólarlanda. Þó aö þær kosti
mikið, þá getur fólk þroskazt
mikið á þeim, ef það vill og hefur
augun opin.
36 VIKAN 35. TBL.