Vikan

Issue

Vikan - 30.08.1973, Page 40

Vikan - 30.08.1973, Page 40
 TJOLBREYTT ‘TjRVAL GÆRDINUEFNAft B GiuGGnuni g Grensasvegi 12 sími 36625 Hættulegt afdrep Framhald af bls. 33 Ég gat varla haldiö augunum opnum og tautaði eitthvað óljóst til svars. Ég veit ekki hvaö það var. Charles hallaöi sér yfir mig og kyssti mig á kinnina. — Sofðu nú vel. Ég kom reyndar til að þakka þér, okkar allra vegna, fyrir aö þú bjargaðir lifi Maggie. Þakka'^jiér fyrir, Anne. Ég heyrði, að hann fór út úr herberginu og lokaöi hægt á eftir Sér. Einhver baröi að úti- dyrunum. Ég heyrði, aö þaö var Ernest og að hann spurði: — . Hvernig liður Anne? Meira heyrði ég ekki, þvi þá lognaðist ég út af. En meöan ég var aö festa svefninn, minntist ég arma hans, þegar hann hjálpaði mér upp brattann. Við ákváöum að segja ekki neitt við Walter og Frances, þegar þau komu. Það voru nokkrir dagar, þar til von var á þeim, og þá myndi þetta lfta allt öðru vlsi út. Þaö var þvl engin ástæða til.að hræða þau að óþörfu. Charles sótti þau til flugvallarins. Við vorum búina að koma okkur samar; um hvað við ætluðum aö segja, þegar þau kæmu auga á umbúðirnar á Maggie. Þau sáu reyndar ekkert annað og ætluðu aö kæfa hana I kossum. — En dugleg stúlka, sem viö eigum, sagöi Frances og horfði með stolti á dóttur slna. Ég fékk minn skerf, Frances ætlaði aldrei aö hætta aö tala um, hve ég heföi reynzt þeim vel. Viku slðar kom pakki til min, sendur frá þekktum skartgripa- sala I New York. í pakkanum var gullarmband. A kortinu sem fylgdi stóð: „Lítill þakklætis- vottur”. Mér hafði þá verið fyrir- gefinn minn þáttur I dauða Peters. Atvikin urðu til þess, að breyting varð á. Það bættist nýr maöur i hópinn. Hann hét Hollis og starf hans var aö hafa auga með telpunum, enda var hann alltaf einhversstaöar nálægt, þar sem þær voru. Þaö var sem allir önduðu nú léttar, þetta var tals- vert öryggi. Andrúmsloftiðvar nú ekki eins hlaöið spennu, jafnvelJo an varð ánægöari. Hún átti það nú til aö hlæja og gera að gamni sínu og hún sagöi mér meira aö segja, hvernig fundum þeirra Charles bar saman. Ég andvarpaði, þegar hún sagði mér frá hveitibrauðs- dögum þeirra og hugsaöi til okkar Jed, sem vorum aðeins um helgi á hóteli I Westhamton. — Næst veröur það öðruvlsi, Anne, sagði Joan hughreystandi. — Þú hittir einhvern, sem elskar þig og sem þú elskar á móti. Það breytir öllu. Joan hafði mikið yndi af aö tala um framtið mlna. En þaö, sem hún foröaöist að tala um, var barniö, sem hún átti I vændum. Hún spurði mig hvernig mér liöi, hvort ég yrði ekki mikið vör viö hreyfingár barnsins, en sagöi aldrei orð um sitt eigiö ástand. Ef ég spurði hana, þá kinkaöi hún aöeins kolli, og ég var farin að halda, aö kannski væri hún hjá- trúarfull og héldi, að það væri slæmur fyrirboði að tala um þetta og að líf barnsins gæti verið I hættu. Og hversvegna sá maður aldrei að hún gerði neinar ráðstafanir til að hafa allt til reiöu handa barninu. Aörar konur þurftu jafn- vel að gera lista yfir þaö, sem til þurfti og sjálf var ég búin að kaupa nauðsynleg föt og annað handa barninu mlnu. Ég átti þaö ekki fyrir höndum að ala upp barniö mitt, en ég vildi gera það vel úr garöi. Ég hafði ekki sjálf haft samband viö ættleiðinga- stofnuna, en Charles sagði mér, Hriits merklt 21. marz — 20. april Þessi vika veriur i flesta staði hagstæð. Þú munteiga gott meö að umgangast fólk, og veröur i miklu jafn- -vægi: sáttur við lifið og tilveruna. Atburði, sem áður hafa vakiö reiði þina, læturöu nú ekki hafa áhrif á þig, .þvi þú veizt, að bjartir timar fara i hönd. Nauts- merkiö 21. april — 21. mai Þó að vikan byrji ekki vel, þá benda likur til, að þessi vika verði þér að skapi, þegar fram liöa stundir. Róman- tikin mun blómstra hjá þeim ungu og ást- föngnu, einnig verður vikan þeim hagstæð, sem hyggja til veiða. Tvibura- merkiö 22. maf — 21. júni Krahba- merkiö 22. júni — 23. júli Reyndu að komast hjá þeirri aöstöðu aö eignast öfundarmenn i vikunni. Lftillæti og háttvlsi borga sig bezt i viöskiptum við fólk, sem vill klekkja á þér. Fyllsta ástæða er til að vera bjartsýnn, þvi vikan verður aö öllum likindum hagstæð, þó dökk ský birtist á himni einhvern Hma i vikunni. Ljóns merkið 24. júli 24. ágúst Meyjar merkið 24. ágúst — 23. sept. Þú skalt reyna áð ljúka þeim verkefn- um, sem fyrir liggja eins fljótt og kostur er, þvi likur eru á þvi, að þú fáir i nógu að snúast eftir helgi. Bréf eða slmtal mun færa þér heim sönnur á ákveðin grun þinn, og þú munt b'regðast glaður við. Vikan verður mjög hagstæð framan af, en upp úr helgi getur komið babb i bútinn. Samingalipurð og sanngirni eru kostir, sem þú gætir þurft á að halda i viðskiptum við nákominn. 40 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.