Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.08.1973, Side 45

Vikan - 30.08.1973, Side 45
sagöi, aö þaö yröi aldrei meira en vika þangaö til. — Mér heföi ekki dottiö i hug aö biöja þig um þetta, ef ég væri ekki búinn aö tala viö Raab. Hann sagöi, aö þaö gæti ekki gert þér neitt aö fljúga og aö þaö væri sizt verra fyrir þig, aö ala barniö i New York. Hann segist reikná meö, aö þaö sé yfirleitt allt i lagi meö þig. — Þá kem ég, sagöi ég og reyndi aö láta sem ég væri glöö. — Þá læt ég bóka handa þér herbergi á hótelinu frá deginum á morgun, sagöi Charles. — Held- uröu, aö þú hafir ekki tima til aö láta dótiö þitt niður i kvöld? — Jú, ég hefi ekki svo mikinn farangur, sagöi ég. — Ég kem þá á morgun. — Þú ert dásamleg, Anne. Ég veit ekki, hvernig viö getum þakkaö þér. Hringdu á Hótel Lanning, þegar þú veizt, meö hvaöa vél þú kemur og þá sæki ég þig á flugstööina. En hann lagöi ekki strax á. Þaö var eins og hann fyndi á sér, aö ég var ekki ánægö meö þessa ráöstöfun. — Hvaö er aö, Anne? — Ég er hrædd um, aö ég sakni Raabs læknis. Ég er oröin svo kunnug honum. . . Það er mjög heimskulegt, en. . . — Þaö verður samt aö sumu leyti einfaldara, aö þú alir barniö hér, sagöi Charles. — Skrifstofan er hér I New York og þau þar geta sótt barniö. Þaö veröur miklu auöveldara. Orö hans þögguöu alveg niöri i mér. Ég veit ekkihversvegna, þvi að þetta var rétt, sem hann sagði. Ég var eitthvaö svo óendanlega leiö. En ég baö aö heilsa Joan og sagöi, aö þetta yröi allt i lagi. Svo lagöi ég á. Walter lofaöi aö aka meö mig til flugvallarins og hann pantafji lika far fyrir mig, svo þaö var oröin staöreynd, aö ég var aö yfirgefa Sanders Hall klukkan niu næsta morgun. Vélin átti aö fara klukk- an ellefu. Mér fannst þetta eitt- hvaö undarlegt, ég var farin aö kunna svo vel viö mig á Sanders Hall. — Þú veröur aö lofa aö koma hingaö fljótlega aftur, sagöi Frances, en ég gat ekki svaraö þvi. Ef Joan og Charles byöu mér þaö ekki, þá var útilokaö fyrir mig aö koma þangað aftur. —• Ég verö aö fá mér vinnu, svo ég geti fengiö peninga til aö ljúka námi minu og fariö svo aö kenna. — Ég skil, sagöi Frances, en hún var reglulega leiö á svipinn. -t Viö fylgjum þér á flugvöllinn. Ég fór upp til min og fór aö láta niöur dótiö mitt. Þaö tók ekki langan tima og bráölega voru engin merki eftir veru mina i þessu herbergi, sem ég var svo hrifin af. Nú átti ég aöeins eitt eft- ir og þaö var aö kveöja Ernest. Ég vildi ekki gera þaö, aö Walter og Frances ásjáandi, svo ég fór út aö ganga, mina venjulegu leiö. Ég haföi séö út um gluggann, aö hann var aö leggja af stað út aö klettunum og ég vissi, aö ég gat hitt hann úti viö oddann. Ég vissi ekki, hvaö ég átti aö segja viö hann, né hversvegna mér fannst þaö svo nauösynlegt. Ég vissi aö- eins, aö ég varö aö sjá hann einu sinni ennþá, i siöasta sinn. — Ég gekk út i rökkriö og var fljótt komin á stiginn niöur aö vatninu. En ég sá ekkert til feröa Ernest og ég var farin aö halda, aö mér heföi missýnzt, en þá heyröi ég raddir, nokkuö langt i burtu. Svo varö dauðaþögn, en svo heyrði ég hlátur. Þaö var kona sem hló. Það var óhugnan- legur hlátur eiginlega reiöihlátur. Það kom einhver hlaupandi eftir mjóum stignum og nam staöar, rétt fyrir framan mig. Þaö var hávaxin dökkhærð kona, sveipuö dýrindis loöfeldi. — Fjandinn hafi þaö, hver eruð þér, sagöi hún og virti mig fyrir sér. Svo ruddist hún fram hjá mér og hljóp áfram. Ég held aö mér hafi strax verið ljóst, hver þetta var. Ég var aö horfa á eftir henni, þegar Ernest kom i ljós. — Hvaö eruö þér aö gera hér svona seint? spuröi hann, en hann var ekki eins óvingjarnlegur og venjulega. Mér virtist hann að- eins þreyttur. — Ég . . . ég ætlaöi aö fá mér göngu. — Jæja? Hann hló viö. — Þá verö ég aö segja, aö þér heföuö ekki getaö valiö betri tima til þess. Þér hafið nú oröiö þeirrar vafasömu ánægju aönjótandi aö hitta konuna mina! Frh. inæsta blaði. ■3INNI & PINNI —4 AHA! L----------- Mislingarnir hveria! JÆJA? ERTU AÐ GABBAST AÐ MÉR? 35. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.