Vikan - 15.11.1973, Page 6
LIFA KONUR
LENGUR
HVERS
VEGNA
EN
KARLAR?
Hvers vegna deyja
karlar fyrr en konur?
Hvers vegna verða fleiri
konur hundrað ára en
karlar?
Hvers vegna er krans-
æðastifla algengari hjá
körlum en konum?
Lengi vel álitu menn, að
þetta stafaði af þvi að
karlmaðurinn erfiðaði
utan heimilis á meðan
konan var heima og
„hafði það notalegt”...
í þessari grein, sem
byggð er á nýjustu rann-
sóknum visindamanna,
kemur hins vegar sann-
leikurinn i ljós: Konan
er sterka kynið! Orsak-
arinnar er að leita til
frjóvgunarinnar, þegar
nýr einstaklingur verður
til, þvi að karlmaðurinn
er ekkert annað en ófull-
gerð kona!
Fyrr á árum, þegar menn vissu
ekki betur, voru konur kallaöar
veika kyniö.
Þaö var á dögum hestvagnanna
og herramannanna. Þá hélt
maöurinn á hattinum sínum i
annarri hendi, en meö tveimur
fingrum hinnar handarinnar hélt
hann utan um grannan handlegg
konu sinnar og leiddi hana upp
þrepin. Hún heföi getað dottiö. Og
þegar inn i vagninn var komiö,
stóöu aö minnsta kosti þrir herrar
upp og buöu henni sæti sitt, svo aö
hana myndi nú ekki sundla vegna
meöfædds, kynbundins slappleika
sins.
Þetta hlýtur aö hafa verið þægi-
legur timi hjá konunum, khnnski
það sé þess vegna, sem þær brosa
alltaf á myndum frá þessum
árum. En innst inni voru þær ekki
alls kostar ánægðar, þaöerum viö
viss um, og ef einhver þarf á hjálp
aö halda núna, þá er þaö karl-
maöurinn. Það er nefnilega hann,
sem er veika kyniö.
Vissulega hlýtur þetta aö
hljóma einkennilega i eyrum
kvenlesenda, sem hafa kynnzt
náiö, lyftingamönnum, kúlu-
vörpur.um og öörum iþrótta-
görpum, eða þá nautsterkum
verkamönnum eöa sjómönnum.
Enginn þessara manna litur út
fyrir aö ver sérstaklega veik-
byggöur og þaö gera heldur ekki
karlmenn á götunni yfirleitt.
Enda er sannanirnar annars
staöar aö finna.
Viö frjóvgun veröa til töluvert
fleiri karlkynsfóstur en kven-
kyns. Hins vegar er lifsþróttur
karlkynsfóstranna allmiklu
minna og mörg þeirra deyja
þegar i móður kviöi.
Á móti hverjum hundrað
stúlkubörnum, sem fæöast á
noröurhveli jaröar, fæöast að
meöaltali hundraö og sex svein-
börn. Eins og kunnugt er, er ung-
barnadauöi mjög litill i þessum
hluta heims, og af hverjum þúsund
fæddum börnum deyja aðeins
tuttugu á fyrsta aldursári, af
þeim eru þrettán sveinbörn
Piltar eru sem sé verr útbúnir
allt frá upphafi og þeir visinda-
menn, sem reynt hafa aö finna
skýringu á þessu, telja aö orsak-
anna sé aö leita i sæöi karl-
mannsins. '
Ekki svo aö skilja, aö sæöiö
6 VIKAN 46. TBL.