Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 15.11.1973, Qupperneq 7

Vikan - 15.11.1973, Qupperneq 7
mér Y-krórnósómiB sem van- þróað afbrigði fyrri tima X- krómósóms. Svo virðist sem brot X-krómósóms hafi klofnað frá þvi og tekið með sér nokkur gen (erfðaeiginleika), sem ollu þvi að X-krómósómin gátu ekki komið i veg fyrir að ófullkomið kvenkyns- fóstur myndaðist, eða með öðrum orðum það sem við köllum karl- kynsfóstur. Þetta gerir karl- manninn að nokkurs konar ó- fullgerðri konu, sem er ekki eins vel útbúin og konan i liffræöi- legum skilningi, vegna þess að hann hefur ekki nema eitt X- krómósóm.” Vissulega verða karlmenn að láta sig hafa það að heyra ýmis- legt, áður en lýkur. Sjúkdómar, sem eru algengari hjá karimönnum. Hreint ekki svo fáir sjúkdómar, sem hrjá mannkynið, stafa af meðfæddum eiginleikum, og á þessu sviði eru karlmenn miklu verr settir en konur. Visinda- menn hafa fundið þrjátiu meiri og minni háttar meinsemdir, sem einkum er að finna hjá karl- mönnum, og sem stafa af erfða- eiginleikum. A meðal þessara sjúkdóma eru hvltingseinkenni, nátt- og dagblinda, litblinda á rautt og grænt, óeðlilegar breytingar á hornhimnu augans, meðfætt hárleysi, vanþróaöir svitakirtlar og margt fleira. Það veldur mótsögn að mis- fellurnar finnast ekki á karlkyns Y-krómósóminu, heldur á kven- kyns X-krómósóminu. Samt sem áður eru það karlmennirnir, sem verða fyrir barðinu á veika hlekknum i keðjunni, vegna þess að Y-krómósómiö hefur ekki heil- brigða eiginleika til þess að koma i stað þeirra óheilbrigðu, sem X* krómósómið kann að hafa. Það getur aðeins gerzt við þaö að tvö X-krómósóm renni saman i einn einstakling og þá veröur sá hinn sami kvenkyns. Karlmaðurinn deyr fimm árum fyrr en konan. Þetta lætur illa I eyrum, en það er sannleikur, sannleikur sem karlmenn um heim allan veröa aö sætta sig við. Þeir deyja venju- lega fimm árum fyrr en konan. Meðalaldur fólks er litið eitt mis- munandi frá einu landi til annafs, en langviðast hvar ná konur hærri aldri en karlar. sjálft sé ekki-fnllkomlega eðlilegt. Að visu er yfirleitt aö finna litt hæfa qjnstaklinga meðal þeirra giilljóna sæöisfruma, sem berst frá karlmanninum til konunnar við samfarir, en þeir fá sjaldan tækifæri til þess að frjóvga eggiö i eggleiöaranum. Þeir litt hæfu verða nefnilega oftast undir i harðri keppni sæðisfrumanna innbyrðis um aö frjóvga eggið. Þess vegna freistast visinda- menn til að álykta, að or- sakarinnar sé að leita I sjálfu Y- krómósóminu i kjarna sæðis- frumunnar, það er að segja þvi krómósómi, sem skapaö getur karlkynsfósturÞað er minna en X- krómósómið, sem hefur kven- kynseiginleika. Vilji menn taka svolitið upp I sig, og hver vill það ekki á þessari rauðsokkaöld, má segja aö Y-krómósómið sé hálft X-krómósóm, eöa eitthvað i þá átt. úr þvi að það er svona mikið minna, lætur nærri að álykta að þess vegna sé það gætt færri eiginleikum en X-krómósóm, að þess vegna séu piltar viðkvæmari en stúlkur. Krómósómin eru þráðarlaga og erfðaeiginleikarnir eru þræddir á þau lfkt og perlur. Og þaö liggur i augum uppi, að fleiri eiginleikar rúmast á löngum þræöi X-krómósómsins en stuttum þræði Y-krómósósins. Mikilvægasti munurinn á „piltsfóstri” og „stúlkufóstri” ákveðst þegar við frjóvgunina. Eggið sem er sá hluti hins nýja llfSj sem móöirin leggur til, inni- heldur alltaf X- krómósóm og er Karlmaðurinn — ófullgerð kona? Ameriski mannfræðingurinn Ashley Montague lagðist harka- lega gegn goðsögninni um konuna sem hið veika kyn, þegar hann skrifaði fyrir nokkrum árum: „Hvar uppruna X- og Y- krómó- sómanna er að leita, veit enginn, en mér þykir gaman að Imynda þess vegna hreinræktað kvenkyn. Ef sæðisfruman hefur lika inni aðhalda X-krómósóm, tvöfaldast þau, og allir kannast við hvernig konur halda saman. Innihaldi hins vegar sæðisfruman, sem frjóvgar eggið, Y-krómósóm, verður samsetningin XY, og það álita erfðafræöingar að valdi ýmsum vandkvæðum. 46. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.