Vikan - 15.11.1973, Page 12
Tilvonandi
faðir
í baðherberginu dreif hún hann úr jakk-
anum og skyrtunhi og fyllti handlaugina.
Rogin harðist við hugarangur sitt; þarna
sem hann stóð með hera bringuna fann
hann enn meira fyrir þvi en áður, og hann
sagði við sjálfan sig: Bráðum skal ég tala
yfir hausamótunum á henni...
Smásaga
eftir Saul
Bellow
Furöulegusiu nugmyndir áttu
það til aö laumast inn i huga Rog-
ins. Þetta var ekki ólaglegur
maöur, rétt nýoröinn þrjátlu og
eins árs, meö svart stuttklippt
hár, lítil augu, en hátt opiö enni,
efnafræöingur aö atvinnu og yfir-
leitt rólegu: og skýr I hugsun. En
eitt sunnudagskvöld I hriöar-
veöri, er þessi þrekvaxni ungi
maöur gekk áleiðis I neöan-
jaröarlestina meö dálítiö álappa-
legu göngulagi slnu — hann var
útskeifur — og meö frakkann
hnepptan upp I háls, komst hann i
einkennilegt hugarástand.
Hann var á leið til kvötdveröar
hjá unnustu sinni. Hún haföi
hringt til hans stuttu áöur og
sagt: ,,Þú ættir aö verzla svolltiö I
leiðinni”.
Já hvaö vantar?”
„Þaö er nú til dæmis eitthvað af
nautasteik. Ég keypti kvartpund
á leiöinni heim frá henni frænku”.
„Til hvers er aö kaupa kvart-
pund, Joan?” sagöi hann óþolin-
móöur. „Þaö er rétt mátulegt I
eina góða samloku”.
„Þess vegna þarftu aö koma
viö I kræsingabúð. Ég átti ekki
fyrir meiru”.
Hann var aö þvl kominn aö
spyrja: „Hvaö er oröiö af þrjátlu
dollurunum, sem ég lét þig hafa á
miövikudaginn?” en hann vissi,
aö þaö áttuhann ekki aö gera.
„Ég varð að láta Phyllis fá pen-
inga til aö borga ræstingakon-
unni”, sagði Joan.
Þær Phyllis voru bræðradætur
og bjuggu saman. Phyllis var frá-
skilin og sterkefnuð.
„Sem sagt nautasteik”, sagði
hann, „og hvaö fleira?”
„Elsku keyptu fyrir mig hár-
þvottalög. Viö erum búnar tneð
hann allan. Og flýttu þér, elskan,
ég hef saknaö þln I allan dag”.
„Ég hef saknað þín llka”, sagöi
Rogin, en sannast sagna haföi
hann meira veriö aö hugsa um
fjármál. Hann átti yngri bróöur,
sem hann var aö styrkja til há-
skólanáms. Og lífeyririnn hennar
móöur hans var I naumastalagi á
þessum tímum veröbólgu og
hækkandi skatta, svo að henni
þurfti líka aö hjálpa. Joan var I
skuldum, sem hann var aö hjálpa
henni til að'borga niöur, þvl hún
haföi ekki vinnu. Hún var aö litast
um eftir einhverju starfi viö sitt
hæfi. Svona bráöfalleg og vel
menntuö stúlka af yrirstéttarfólki
gat ekki fariö aö afgreiöa eitt-
hvert ómerkilegt skran yfir
búöarborö, ekki gat hún veriö
sýningardama (Rogin áleit, aö
þaö starf geröi stúlkur hégómleg-
ar og tilgeröarlegar, og vildi ekki,
aö hún fengist við þaö), enn slöur
gat hún veriö gengilbeina eöa
gjaldkeri. Hvaö gat hún -veriö?
Jæja, eitthvaö hlaut aö reka á
fjörurnar, og á meöan hikaöi
Rogin viö aö kvarta. Hann borg-
aöi reikningana hennar — tann-
lækninum, kjörbúöinni; heilsu-
ræktarstööinni, lækninum, sál-
fræöingnu.n. Um jólin munaði
minnstu, aö Rogin missti glóruna.
Joan gaf honum reykingajakka
úr silkiflaueli með gylltum spenn-
um, dýrindis pipu og tóbakspung.
Phyllis gaf hún brjóstnælu með
granatsteini, Italska silkiregnhllf
og slgarettumunnstykki úr gulli.
öörum vinum slnum gaf hún holl-
enzkt tin og sænskan krystal.
Þegar hún haföi lokiö sér af, var
hún búin meö fimm hundruö doll-
ara úr vasa Rogins. Hann elskaði
hana allt of mikið til aö láta hana
veröa þess vara, hvaö hann tók
út. Hann áleit skapgerö hennar
miklu fremri sinni eigin. Hún
hugsaöi ekki um'peninga. Hún
haföi dásamlegt lundarfar, alltaf
glöö og kát, og I rauninni haföi
hún ekkert meö sálfræöing aö
gera. Hún fór til hans af forvitni,
af því að Phyllis gerði þaö. Yfir-
leitt reyndi hún of mikið til aö
halda I viö Phyllis, dóttur manns,
sem haföi grætt milljónir á tepp-
um.
Meöan konan I lyfjabúöinni var
aö setja utan um flöskuna meö
hárþvottaleginum, rann skýr
hugsýn allt I einu upp fyrir Rogin:
Peningarnir umkringja mann I
llfinu eins og jöröin eftir dauöann.
Allsherjaránauö er lögmáliö
Hver er frjáls? Enginn er frjáls.
Hver hefur engar byröir aö bera?
Allir eru undir álagi. Allt — meira
aö segja klettarnir, vötnin, dýrin,
mennirnir, börnin — á öllu hvllir
eitthvert farg. Þessi hugsýn var
honum ákaflega ljós I fyrstu. Svo
varö hún dálítið óskýr, en haföi þó
veruleg áhrif á hann, eins og’hon-
um heföi veriö gefin dýrmæt gjöf.
(Ekki gjöf eins og reykingajakk-
inn, sem hann gat ekki fengið sig
til aö vera I, eða plpan, sem ætlaöi
aö kæfa hann, þegar hann reykti
hana). Þessi hugmynd, að allt og
allir væru undir álagi og þvingun,
geröi hann ekki dapran. heldur
þvert á móti. Hún kor~ ‘ um I
prýðilegt skap. Þaö var undra-
vert hve hamingjusamur hann
varð og glöggskyggn aö auki.
Augu hans opnuöust snögglega
fyrir öllu I kringum hann. Hann
haföi gaman af að sjá, hvernig
lyfsalinn og konan, sem var aö
láta utan um flöskuna, gáfu hvort
ööru brosandi undir fótinn,
hvernig áhyggjuhrukkurnar á
andlit; i.ennar urðu að broshrukk-
um og rýrnaðir gómar lyfsalans
gátu ekki hindrað glens hans og
glaöværð. Einnig I kræsingabúö-
inni gegndi þaö furöu, hve margt
Rogin sá og skynjaði og hvillk
gleöi honum veittist af þvi einu aö
vera þar.
Kræsingabúöir eru visar til aö
okra ferlega á sunnudagskvöld-
um, þegar allar aörar verzlanir
eru lokaðar, og Rogin heföi að
ööru jöfnu veriö á varöbergi, en I
kvöld var hann þaö ekki, eöa
sama sem ekki. Lyktin af súrsuö-
um kaljurtum, pylsum, mustaröi
og reyktum fiski geröi honum ó-
umræöilega glatt I geöi. Hann
sárkenndi I brjósti um fólkiö, sem
mundi kaupa kjúklingasalatiö og
brytjuöu slldina, þaö hlyti aö vera
svo sjóndapurt aö þaö sæi ekki,
hvaö það fékk — stórar pipar-
hlussurnar á kjúklingunum og
gegnblauta slldina, sem mest-
megnis var gamalt brauö, bleytt
upp I ediki. Hver mundi kaupa
þetta? Þeir, sem kæmust seint á
Þýðandi: Skúli Bjarkan
Teikning: Bjami Jónsson
fætur, einhleypingar, sem vökn-
uöu ekki fyrr en I slðdegishúminu
og komu aö tómum kæliskápun-
um, eöa fólk, sem horföi inn I
sjálft sig. Nautasteikin var ekki
óálitleg og Rogin baö um eitt
pund.
Meöan kaupmaöurinn var aö
skera niöur kjötiö æpti hann til
stráks frá Puerto Rico, sem var
aö teygja sig eftir poka af súkku-
laöikexi: „Hæ, ætlaröu aö velta
allri grindinni um koll fyrir mér?
Dokaðu viö, chico”. Þessi kaup-
maöur, sem leit út eins og einn at'
stigamönnum Pancho Villas,
þessum, sem mökuöu óvini sina I
slrópi og bundu þá svo yfir
mauraþúfum, maður meö frosk-
pödduaugu og feitar hendur, eins
og lagaðar til aö munda plstólur,
sem hann bæri I belti slnu, var nú
ekki svo afleitur samt sem áöur.
Hann var New Yorkari, hugsaöi
Rogin — sem sjálfur var frá Al-
bany — borinn og barnfæddur
New Yorkari, hertur I spillingu
stórborgarinnar, alinn upp viö aö
tortryggja alla. En I hans eigin
riki, bak viö búöarboröið, þar var
réttlæti. Jafnel mildi.
Strákurinn frá Puerto Rico var
I fullum kúrekaskrúöa — meö
grænan hatt með hvítum boröa,
skammbyssur, leöurbrækur,
spora, stígvél og hanzka, en hann
kunni ekki ensku. Rogin tók kex-
pokann af króknum og fékk hon-
um. Strákur reif sellófanpokann I
sundur meö tönnunum og fór aö
tyggja eina af þessum þurru,
höröu súkkulaöikringlum. Rogin
kannaðist viö ástand hans —
kappsaman draum bernskunnar.
Einu sinni haföi honum lika þótt
þetta þurra kex dásamlegt. Nú
heföi hann ekki nennt að éta þaö.
Hvað mundi Joan langa I
fleira? hugsaöi Rogin ástúölega.
Kannski jaröarber? „Látið mig
hafa svolitiö af frosnum jaröar-
berjum. Nei, hindberjum, henni
þykir þau betri. Og þykkan
rjóma. Og nokkra snúða, rjóma-
ost, og eitthvaö af þessum litlu
gúrkum, sem eru alveg eins og
gúmml”.
„Hvaö er eins og gúmml?”
„Þessar litlu dökkgrænu gúrk-
ur meö blettunum. Og kannski
svolltinn rjómaís”.
Hann reyndi að hugsa upp ein-
hverja gullhamra, einhverja
snjalla samlíkingu, einhver
ástarorð til aö segja viö Joan,
þegar hún opnaði dyrnar. Hvaö
um litarháttinn? í rauninni var
ekkert, sem hægt var að llkja
littla, sæta, djarflega, frlöa,
feimnislega, þrjózkulega, yndis-
lega andlitinu hennar viö. Hvaö
hún var erfiö, og hvaö hún var
falleg!
Þegar Rogin kom niöur I stein-
steypu- og málmþefjandi and-
rúmsloft neöanjaröarstöövarinn-
ar varö hann áheyrandi aö ó-
venjulegu skriftamáli, sem ein-
hver maður geröi fyrir vini sln-
um. Þetta voru tveir mjög há-
vaxnir menn, luralegir I vetrar-
klæðum sínum,eins og þeir væru I
hringabrynjum undir frökkunum.
„Hvaö hefurðu þekkt mig
lengi?” spuröi annar maöurinn.
„Tólf ár”.
B ramhald á bls. 46
. 12 VIKAN 46. TBL.