Vikan - 15.11.1973, Síða 17
Siddons? Og Kemble bróður
hennar? Er hann eins stórkost-
legur og af er látið? Mig langar til
aö heyra um þau leikrit, sem þú
hefir séð og hvernig leikararnir
og leikkonurnar koma fram I
hlutverkunum, og...og...allt. Lil
var svo áköf, að hún réð varla við
sig. »
Hann virti hana fyrir sér, með
mikilli aðdáun og sagði:
— Ég hefi aldrei séð neina af
þessum leikkonum likt þvi eins
töfrandi og þú ert, Lil! Þú ert orð-
in ennþá yndislegri! Og hún hló af
ánægju og bað hann að segja sér
ennþá meira. Og það gerði hann,
hann gat alls ekki staðizt töfra
hennar.
Siðar þegar hann hafði sagt
henni allt, sem honum gat komið 1
hug, þá sat hún dreymandi og
horfði inn i eldinn. Abel gat ekk:
lengur staðið á móti ást'Sinni og
þrá. Hann kraup við fætur henn-
ar, dálitið klaufalegur i ákafa sin-
um.
— Lil, sagði hann og rödd hans
skalf litið eitt. — Lil? Ertu...hann
kyngdi. — Ertu ánægö yfir þvi aö
sjá mig? Ertu eins ánægð og ég
er, yfir þvi að hafa nú loksins
fundið þig? Ég fór svo oft út i Old
Comton Street og ráfaði fram og
aftur um göturnar, til að vita
hvort ég rækist ekki á big, eða
II
jli
frétti eitthvað af þér. Og nú hefi
ég fundið þig, og ,ú ert,,ó, Lil!
Það var svo margt, seir hann
langaði til að segja.
Og hann lagði höfuðið i skaut
hennar, hélt fast un: báðar hend-
ur hei.nar og hann fann augu sin
fyllast tárum og hjarta hans var
þrungið af fögnuði.
En þá hreyfði hún sig og dró að
sér hendurnar. — Heyrðu mig
Abel, það er naumast að þú ert
orðinn ákafur! sagði hún glað-
lega. — Þú ert nú orðinn heims-
borgari og þú átt þá ekki að haga
þér svona...svona kjánalega!
sagði hún striðnislega.
— Kjánalega! Tárin þornuðu i
hvörmum hans og hann fann til
sárrar. reiði. — Kjánalega! Er
það kjánalegt, að ég skuli vera
hamingjusamur yfir endurfund-
um okkar? Ég, sem er búinn að
þrá þig i tiu ár, — ég, sem var svo
hræddur um, að eitthvað hræði-
legt hefði hent þig...og þú kallar
þetta kjánalegt?
Hún klappaði saman lófunum i
barnslegri gleði. — Nú þekki ég
þig aftur, — nú ertu eins og þegar
ég elskaði þig! Þegar þú roðnar
og þegar þú ert reiður. Svei mér
þá, ef þú ert ekki bara glæsilegri
en Kemble sjálfur!
— En ég þoli ekki svona kjána-
lega framkomu. Og hún stóð svo
snögglega upp, að hann datt aftur
á hæla sér. — 0, Abel, þú ættir að
sjá hvernig sumir karlmenn geta
hagað sér! Bændurnir hérna og
hinir heimskulegu synir þeirra.
Þeir hneigja sig, andvarpa og
hengja hausinn, svo ég get æpt
framan 1 þá! Ef þú gerir eitthvað
I þá veru, þá gæti ég ekki afboriö
það!
Lil hló og hélt áfram. — Ég verð
að segja þér það sama, eins og ég
verö að segja þessum heimsku
sveitakörlum hérna, sem sifellt
eru að tjá mér ást slna, — þetta er
ekki háttvlsi gagnvart konu I
minni stöðu!
— Þinni stöðu? spurði hann,
skilningsvana. — Þú hefir alls
ekki sagt mér neitt um stöðu þina
hér. Hvaða stöðu gegnir þú hér á
heimilinu?
Hún hlassaði sér niður I stólinn,
sem hann hafði setið I. — Hvaö
getur þú sjálfur hugsað þér, þeg-
ar þú litur hér I kringum þig? Þú
hefir séð húsið? Það er rlkmann-
legt, finnst þér það ekki? Gólf-
ábreiðurnar, húsgögnin og.
gluggatjöldin, þetta er allt fyrsta
flokks, þótt það sé kannski ekki
nýtfzkulegt.
Ég er Hka vel klædd, finnst þér
það ekki? Ég hefi llka fyrirmann-
lega framkomu, ekki hið minnsta
llk stúlkunni úr fátækrahverfinu,
sem þú þekktir? Ég bý hér við
allsnægtir, borða fylli mina dag-
lega og er er kölluð frú...frú
Lucas. 0, þetta er allt svo æðis-
lega fyndið! Nú fannst Abel, aö
ekki væri laust við sársaukafulla
reiði I rödd hennar.
— Segðu mér þá, hver staða þln
er, sagði Abel þunglega. — Ertu
frú Lucas, eða ertu það ekki?
— Ó, Abð vertu ekki svona
Framhald á bls. -42
46. TBL. VIKAN 17