Vikan

Útgáva

Vikan - 15.11.1973, Síða 21

Vikan - 15.11.1973, Síða 21
Hér er Marylyn Monroe fyrirmynd. Frá Beattimabilinu 1960—70. í dag skaltu vera eins og guö skapaði þig. UNDIRFATATÍZKAN SÍÐASTLIÐIN 100 ÁR umsjón: eva vilhelmsdóttir, tízkuhónnudur Frá ,,charleston”-tímanum. Þá var drengja- vöxtur i tizku. fellingum,og svo virðist, sem eðli- legur líkamsvöxtur sé aukaatriði. Einnig eru skrautlegu undirpilsin horfin. Eftir fyrri heimsstyrjöld, verður mikil breyting á undirfata- tízku kvenna. Þær eru nú orðnar mjög róttækar í réttindabaráttu sinni og vilja helzt líkjast karl- manninum sem allra mest. Hárið er klippt í drengjakoll, og fötin falla frjálst frá öxlum og niður og án hinna miklu fellinga. Áður voru undirföt mest úr bómull og lérefti, en nú verða þau mjög einföld og bein í sniðinu og oft úr satíni eða silki. Sokkar verða nú mjög áber- andi ásamt skrautlegum sokka- böndum, því kjólarnir taka óðfluga að styttast. Um 1928 er faldurinn kominn upp fyrir hné, en eftir það taka kvöldkjólarnir að síkka, og kvenlegur vöxtur verður aftur þýð- ingarmikill. Brjóstahaldarar og magabelti halda innreið sína, og 'undirfatnaður verður aðskorinn og kvenlegur. AAi 11i 1940 og 50 er dag- klæðnaðurinn sportlegur og í muskulegúm litum, dragtir og kjól- ar með siðum ermum og upp í háls. Síddin nær niður fyrir hné, en undirkjólarnir eru töluvert styttri. Kvöldklæðnaður er mjög íburðar- mikill og fleginn og fötin undir sömuleiðis. Eftir 1950 er kven- fatnaður mjög aðskorinn, þröngar dragtir, þröngar buxur, og nú eru gerviefnin komin til sögunnar. Um 1955 verða hringskorin víð pils mjög vinsæl meðal ungu stúlknanna, en undir þeim eru „ notuð margföld undirpils úr stífu gerviefni. Enn í dag má sjá þessa tízku sem ein- kennisbúning danskeppenda. Skömmu eftir 1960 upphefst nýtt tímabil tízkunnar, og má segja að beat-hl jómlistin sé brauðryðjandi þess. Fyrirmynd unga fólksins eru beat-listamennirnir, sem klæðast gallabuxum og mjög oft öfgafullum klæðnaði, sem greinilega sýnir af hváða kyni manneskjan er. Smám saman slakar á þessum öfgum og tízkan verður frjálslegri. Ungu stúlkurnar og mæður þeirra ganga í síðbuxum kvölds og morgna, og undirföt, þ.e.a.s. undirkjóll, nylon- sokkar og magabelti verða óþörf, en í staðinn fáum við sokkabuxur og lina brjóstahaldara. I dag hefur fjöldi kvenna fleygt brjóstahöldur- um sínum á haugana, en hvort þróunin verði sú, að konur útskúfi algerlega þessu hjálparklæði, mun tíminn og tízkan skera úr um. 46. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.