Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 5
Húsgögn á tveim hæðum. Ósköp er aö heyra, hvað þú og þessi vinur piltsins geta verið ó- merkileg og þú heldur, aö þaö bæti eitthvaö fyrir þér aö reyna aö telja piltinum trú um, aö hann se valdur aö þunga þinum. Segöu honum satt og þaö undireins. Auövitaö kcmur Pöstinum ekki á óvart, þó aö hann tali þá aldrei viö þig framar, en áttu annaö skiliö af honum? Ef hann skyldi taka þig í sátt, skaltu reyna aö bæta framkomu þína gagnvart honum og reynast honum góö kona. En gættu þess, aö segja honum sannleikann, þvi aö kom- ist hann aö þvi, aö þú hcfur blekkt hann, þegar þiö eruö kannski búin aö vera gift i tiu ár, þá er voðinn vis. Þú ert liklega oröin sautján ára. Bílprófsaldur Kæri Póstur! Ég er nýorðin áskrifandi að Vikunni og ég sé ekki eftir þvi aö gerast áskrifandi, þvi að mér þykir Vikan mjög gott blað. Það sem mér liggur þyngst á hjarta, er að vita hvort bilprófs- aldur hækki upp i átján ár á næst- unni. Ég verð bráðum sautján árapg ég er búin að biða lengi eft- ir þvi, aö fá að taka bilpróf, svo að ég vona að ég losni við að biða al- veg þangað til ég verð átján ára. Ég vona, að þú svarir þessu fyrir mig, ef þú getur, þvi að þetta er mjög áriðandi. Hvernig er stafsetningin og hvað lestu úr skriftinni? Vertu svo blessaður kæri Póst- ur. Ein, sem lifir i voninni. Draumur þinn um aö fá aö taka hilpróf rætist áreiöanlega áöur en þú veröur oröin átján ára, þvi að til þess aö hækka bilprófsaldur þarf aö koma fram tillaga eöa frumvarp þar aö lútandi á hinu viröulega alþingi. Siöan þarf aö ræöa tillöguna og samþykkja eöa fella og þaö tekur oft langan tima hjá alþingismönnum aö ákveöa sig. Sjónvarpsfólk og söngvarar. f. Kæri þáttur! ? Ég hef alltaf ætlað aö skrifa þér ojg vita hvort þú getur ekki sagt mér, hvort Sigurborg Ragnars- döttir sjónvarpsþulur er dóttir Ragnars Bjarnasonar söngvara og hvort það hefur komið viðtal við:Sigurborgu i Vikunni. Einnig langar mig til að vita, hvort kom- iö hefur viðtal við Eið Guönason fréttamann i Vikunni og hvort hann sé giftur. Hvernig eiga saman krabba- merkið (stelpa) og vogarmerkið (piltur)? Svaraðu þessu bréfi, en láttu það ekki i ruslakörfuna. Ein forvitin blá! # Hlaðrúmin vinsælu, til i mörgum litum og mismunandi stærðum. Sigurborg er dóttir Sigrúnar Jónsdóttur listakonu og Ragnars Emilssonar og ekkert.skyld Kagnari Bjarnasyni svo Póstur- inn viti. Viðtal viö Sigurborgu birtist I Vikunni i aprfl áriö 1972 og þá var hún ekki gift. Siðan hef- ur Pósturinn ekki öruggar fréttir af Sigurborgu. Viötal viö Eiö Guönason hefur ekki birzt i Vik- unni Samband krabbastelpu og vogar- stráks cr gott meban á þvi stend- ur, e'n það endist trúlcga stutt. Sladeunnendur! Kæri Póstur! Ég veit, að þú getur leyst vandamál mitt eins og svo margra annarra. Þannig er.mál með vexti, að ég dái Slade, en ég veit bara ekki hver þeirra er hver. Elsku Póstur! Getur þú ekki birt myndir af þeim og nöfn- in við? Svo er eitt énn, Hvar eiga þeir heima og hvað • eru þeir gamlir? Jæja, hvernig er skriftin og hvað léstu úr henni? Getur þú séð á skriftinni, hvað ég er gömul? Bless kæri Póstur. Þin Inga. Á blaðsiðu 27 og 28 f 2. tbl., sent kom út 17. janúar, eru myndir af þeim Slade-mönnum og þar er aö finna allar þær upplýsingar, sem Pósturinn getur veitt um þá fé- laga. Skriftin er viövaningsleg, enda ertu ekki nema tólf eöa þrcttán ára. -Það er flupa a henni mömmu binni Borðstofuborð og stólar úr furu, fáanlegt i mörgum litum. ALLTÁF EITTHVAÐ NÝTT. ÞÉR GERIÐ GÓÐ KAUP í Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Brautarholti 2 - simi 11940. 8. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.