Vikan


Vikan - 21.02.1974, Page 11

Vikan - 21.02.1974, Page 11
lega. En við tölum ekki um það nú. Látum það lita út sem slys. Ég leit á Shan, þar sem hún sat og grét óhemjulega og það fór hrollur um mig. Hvað var það sem fram fór um kvöldið, þegar ég sá inn um gluggann á kofa Emorys? — Emory skar i sundur hjólbarðann á afturhjólinu á biln- um minum, áöur en hann fór i kvöld. Ég sá hann gera það. Shan grét þvi meir, en Julian starði undrandi á mig. En þegar hann tók til máls, var það Shan, sem hann talaði til. — Farðu i rúmið, þú ert alveg uppgefin. Ég þarf lika að tala stundarkorn við Lindu. Ttún leit til min, hálfgerðum hatursaugum og hljóp svo út úr herberginu. Julian bauð mér ekki sæti. — Er allt I lagi með Adriu? spurði hann. — Shan hefur sannarlega ekki legiö á liði sinu að spilla á milli okkar, sagöi ég. — Hverju bjóstu við? Við i Mc- Cabe fjölskyldunni eigum erfitt með aö fyrirgefa það, ef einhver svikur okkur. Ég hló hæðnislega. — Mér finnst nú McCabe fjölskyldan vera á kafi i einhverjum dular- fullum aðgerðum. Er ekki kom- inn timi til að athuga málin? Hann starði niður i glasið sitt. Það var hringt til min i kvöld, ég hafði ekki tima til að segja þér frá þvi. Stuart verður látinn laus á morgun. Vilt þú fara til borgar- innar og sækja hann? Ég gat ekki komið upp nokkru orði I fyrstu, svo fegin varð ég. — Kannski — ef til vill verður ekki tekið upp málið núna, þar sem Emory er dáinn. — Ég er nú ekki viss um það, sagði Julian nokkuð þurrlega. — En þú ætlar þá að minnsta kosti að láta hann koma hingað. tala við hann, — reyna að komast til botns i þessu? Hann var dálitið tortrygginn á svip. — Ég ætla að minnsta kosti að rekja úr honum garnirn- ar. Hann hefur reyndar beðið mig um það. — Viltu að ég fari héðan? — Nei , þú verður kyrr. Ég hefi heldur ekki gert upp huga minn gagnvart þér ennþá. En nú skaltu fara i rúmið. Ég flýtti mér út úr herberginu, svolitið særð og það var ekki laust viö aö mér væri flökurt. En ég gat huggað mig við það, að það var laumuleik minum að þakka, að Julian var loksins farinn að sinna þessu máli. Julian hefði ekki einu sinni hlustað á Stuart, ef mitt framtak hefði ekki komið til. Ég gat huggað mig við það. Ég var snemma á fótum á laugardagsmorguninn og komin niöur til morgunverðar á undan öllum. Þegar ég kom út að bilnum sá ég að það var búið að skipta um hjólbarða, varahjólið komið i staðinn fyrir það skorna. Þetta var ábyggilega verk Julians og ég var honum þakklát. Ég kom bilnum fyrir rétt hjá fangelsinu og mjög háttvis lög- regluþjónn hleypti mér inn. Þar hitti ég lögfræðing Stuarts, Henry Bainbridge, sem sat þar og beið. Hann stóð upp, þegar ég kom inn og heilsaði mér innilega. Þetta var frekar litill maður, næstum sköllóttur, meö svolitinn kraga af rauðlitu hári. Ég var fegin að hitta hann ein- an og settist við hlið hans á bekk- inn. — Þér hafið heyrt um dauöa Emorys Ault? spurði ég. — Já. Það var sagt frá þvi i morgunfréttunum. — Getur það ekki orðið til þess að Stuart verði sýknaður af ákær- unni? Hann deplaði dauflegum augun um og leit undan. — Það er ekki hægt að segja neitt um það ennþá. Ég er hér með afrit af bréfinu, sem er uppistaðan i ákæru þeirra. Það litur satt að segja ekki vel út, ungfrú Egrle. — Það er eins gott aö þér segið mér eins og er, sagöi ég. Hann opnaði skjalatösku sina og tók upp pappirsörk. Það var ljósritun af bréfi með rithönd Margot og dagsett viku fyrir and- lát hennar. Framhald á bls. 40 8. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.