Vikan


Vikan - 21.02.1974, Page 26

Vikan - 21.02.1974, Page 26
Draumur Saint-Exupery að veruleika? Söngvamynd gerð eftir sögunni „Litli prinsinn”. Árið 1935, er franski flugmað- urinn og rithöfundurinn Antoine de Saiiit.Exupery var á flugi yfir Sáhara-eyöimörkinni i eins hreýf- ils vél, hrapaði flugvélin til jarö- ar. Saint-Exupery komst lifs af, en þaö liðu fimm dagar, þar til honum var bjargað, þyrstum og illa til reika. Þaö fer ekki sögum af þvi, hvernig þessir fimm dagar liðu — en ef að llkum lætur, hef.ur einveran og óvissan haft einhver varanleg áhrif á flugmanninn. ' Arið 1942, „sjö árum slðar, er Saint-Exupery var I útlegð I New York, leiður yfir hrakförum Frákka I heimsstyrjöldinni og vonsvikinn yfir áhugaleysi Bandarikjamanna á vandamál- um Frakklands, drap hann tlm- ann, þar til hann komst áftur til herdeildar sinnar I N-Afríku, með þvi að skrifa ævintýri fyrir börn. Hann kallaði ævintýriö „Litli prinsinn”. Þessi.saga varð síð-. asta verk höfundar, þvl flugvél hans hvarf, er hann var I könnun- arflugi yfir Frakklandi 31. júli 1944. Saint-Exupery var 44 ára. Litli prinsinn er nú kominn á fertugsaldur og hefur verið gefinn út á 37 tungumálum, nú slöast kinversku, Hér á landi kom sagan út I smábókaflokki Menningar- sjóðs árið 1961, var endurprentuð árið 1968, en mun nú nær, ef ekki alveg, uppseld. Saint-Exupery skreytti sjálfur sögu sina meö vatnslitamyndum, en þvl miður er ekki nema lltíll hluti mynd- anna I Islenzku útgáfunni, og þar aðeins I svart-hvltu. Lesandinn kynnist söguhetj- unni, litla prinsinum, er hanr stendur einn góðan veðurdag vit hlið sögumanns, flugmanns, sem sofnað hefur 'I sandinum I Sahara hjá bilaöri flugvél sinni. „Viljið gera svo vel...-. teikna fyrir. mig kind” er þáð fyrsta, sem litli prinsinn segir, og þetta óvænta ávarp hrífur strax lesandann. Litli prinsinn á slöan langar viö ræður við flugmanninn, sem ætl- ar að reyna aö gera við flugvél- ina, áður en 7 daga vatnsbirgöir hartsganga til þurrðar. Hann seg- ir honum frá þvl hvernig hann móðgaðist við rósina slna á smá- stirninu B 612 og ákvað þá að leggja land (eða loft) undir fót og ferðast til annarra smástirna og hnattarins Jarðar. Hann segir frá hverja hann hittir á ferðum sln um og hvað þeir eru að segja 0£ gera og niðurstaða hans er oftast nær: „Fullorðið fólk er áreiðan- lega mjög skrýtiö”. Sögumaður gleymir ekki kynnum slnum af litla prinsinum, en skráir þau á blað 6 árum siðar. 1 eftirmála að islenzkri þýðingu sinni segir Þórarinn Björnsson um söguna af litla prinsinum: „Hún á erindi við alla, unga sem gamla, og ekki siður hina þrosk- aðri. Hún sameinar einfaldleik og dul, létt gaman og djúpa alvöru, og hún er svo veruleg og óveruleg I senn, að við vitum varla lengur við lestur hennar, hvort veruleik- inn er draumur eða draumurinn veruleiki”. Undanfarin 10 ár hafa Paramount-kvikmyndafélagið og kvikmyndaleikstjórinn Stanley Donen verið að reyna aö fá leyfi erfingja Saint-Exupery til þess að gera draum hans aö veruleika — á kvikmyndatjaldi — og þaö hefur nú loks tekizt. Aðalvandinn við kvikmyndatökuna var að finna sjálfan prinsinn og það tókst eftir að 700 drengir höfðu veriö prófaðir. Fyrir valinu varð 6 ára Lundúnadrengur, Steven Warner, sem komiö hafði fram I jólakvik- mynd I brezka sjónvarpinu. Þar hafði hann sungið og kom það sér vel, þvi kvikmyndafélagiö hefur tekið þann kost að gera léttan söngleik úr þessu ævintýri. 26 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.