Vikan


Vikan - 21.02.1974, Síða 42

Vikan - 21.02.1974, Síða 42
EINNI & PINNI gött fyrir þig að koma þér sem fyrst i burtu. Mig langar ekki til aö eitthvað hræöilegt komi fyrir þig. Ég hristi höfuðið þrjózkulega. — Nei, ég fér hvergi, fyrr en sannleikurinn er kominn i ljós. Þú ert hvergi öruggur fyrr, Stuart. Við skildum svo við lögfræðing- inn og Stuart settist undir stýrið, til að aka okkur heim til Greystones. Clay var úti á snjöplögnum, þegar Stuart hemlaði og stöðvaði bilinn. Clay stökk strax niður af plögnum og kom hlaupandi til okkar. Hann heilsaði Stuart inni- lega og brosti til min. ' — Ég vöna að þú sért laus fyrir fullt og allt, Stuart. Linda hefur sannarlega haft af þér miklar á- hyggjur. — Það vona ég lika, sagði Stuart og nú var hann miklu glað- legri. — Það er gaman að sjá þig, Clay. Hann ætlaði svo að aka áfram, en ég lagöi höndina á arm hans. — Biddu andarták! Clay, þú varst uppi brekkunum i gærkvöldi. Hvað var það sem raunverulega skeði. Shan sagði að þið hefðuð bæði séð það. — Já, Emory ætiaði niður á æöislegum hraða. Við vorum fyrir aftan hann, en fórum miklu hægar. Um það bil einum þriöja af leiöinni, er klettahryggur, sem er ekki svo hættulegur vegna þess að skiöamenn beygja alltaf fyrir neðanhann. En hann beygði ekki niöur, hann reisti skiðin bókstaf- lega upp i móti og þaut fram af klettabrúninni. Brekkan fyrir neöan er snarbrött. Þegar við klifruðum með erfiðismunum upp á klettabrúnina, sáum viö að Emory hafði lennt á hvassri egg, sem skagaöi fram úr klettinum. Eftirlitsmennirnir áttu bágt með aö ná- honum þaðan. — En Julian sagði að þetta hefði alls ekki veriðslys, sagði ég, — hann sagði.... — Vitaskuld var þetta ekki slys, það var hreint sjálfsmorð. Hanri fór upp á við og yfir þennan klett af fúsum vilja. Ég held hann hafi aldrei raunverulega misst stjórn á skiðunum. Ég heyrði að Stuart stundi við. — Þarna getum við séð það. Hann hefur verið farinn að óttast að upp kæmist um lygar hans, þegar ég yrði látinn laus. En hvernig eig- um við nú að geta sannað, að það var hann sem ýtti stólnum með Margot fram á brúnina? — Það verður erfitt. Fyrst og fremst verður að finna einhverja sennilega ástæðu fyrir þvi, en ég get ekki séð að hún sé fyrir hendi. — Við hljótum að komast að þvi sanna, sagði Stuart glaðlega og ók af stað. Ég sat þögul, meðan við ókum spölinn heim að Graystones. Ég var að reyna að gera mér i hugar- lund hvernig þetta hefði allt skeð. En þegar turninn á Graystones kom i ljós, var eins og Stuart vaknaði til lifsins. Eitthvað af hinni horfnu lifsgleöi i augum hans kom nú fram og það var hlýja i röddinni, þegar hann sagði með sinum gamla ákafa: — En sú steinahrúga! Þetta er skuggalegt hús, en samt held ég að þar hafi ég verið hamingju- samastur i lifi minu. Þegar við stöðvuðum bilinn og stigum út, beið Julian okkar i dyrunum. Hann var svolitið á verði, þegar hann heilsaði Stuart, en Stuart tók ekkert eftir þvi. Hann talaði um það hve gott væri að vera kominn ,,heim” og á ein- hvern hátt bræddi ákafi hans is- inn og að stundarkorni liðnu voru þeir búnir að koma sér fýrir hjá arninum og farnir að tala um gamla daga. Harmleiknum var ýtt til hliöar og það var mér reyndar lika. Þeir veittu mér enga athygli, svo ég fór út úr her- berginu og upp til Adriu. Ég mætti Shan á leiðinni, og hafi hún ennþá borið hatur til min, þá lét hún það ekki i ljós. Hún sagði mér að þau Julian væru á leiðinni til borgarinnar, til að ganga frá öllu viðvikjandi Emory. Hún bað mig að lita eftir Adriu. Gamli maðurinn átti ekki neina ættingja að, svo Julian varð að hugsa fyrir öllu. — Heldurðu að hann hafi fram- ið sjálfsmorö? spurði ég blátt áfram. Mér sýndist ekki betur en hún myndi bresta i grát, en hún náði valdi á sjálfri sér, setti upp kæru- leysissvip og þaö var sem hún horfði I gegnum mig. — Ég veit ekkert hvað skeöi eða hvernig, sagði hún og sveif fram hjá mér i stiganum. Þegar hún var komin alla leið niöur leit hún upp. — Ef bróðir þinn vill dvelja hér, þá getur hann fengiö sitt gamla herbergi, sem er næsta herbergi viö þitt. Julian lét dótiö hans þangaö, jafnvel skiðin. Ég flýtti mér upp til Adriu. Hún var ennþá að lesa. — Hvað eigum við að lfta á i dag? Þú mátt sjálf velja. Hún yppti öxlum, kæruleysis- lega. — Shan segir að Emory sé dáinn. Hún segir að hann hafi dottiö á skiöum. — Já, þaö er rétt. Veiztu aö Stuart bróöir minn er kominn aftur til Graystones? Ég sótti hann til bæjarins i morgun. — Hvers vegna lét pabbi hann koma hingað aftur? — Það getur verið að pabba þinum hafi ekki fundist það sann- gjarnt að láta hann vera i fang- elsi. Við skulum lita á bækurnar þinar. Viö getum lika farið með þær niður. — Ég vil heldur vera hér. — Þaö er allt i lagi min vegna. Ertu búin að skrifa stilinn, sem ég sagði þér aö gera? — Um skiðaiþróttina? Ég er byrjuö á honum. — Þú getur þá haldið áfram meö hann. En fyrst ætla ég að spyrja þig um nokkuð. Ég hefi verið að lesa sögu eftir Clay Davidson og ég hefi verið að velta ýmsu fyrir mér. Getur þú sagt mér hvort börnin, sem hafa alizt upp i þessu húsi, hafi einhvern sérstakan felustað, þar sem þau hafa falið ýmsa hluti. Ég á viö stað, sem fjölskyldan hefur mæt- ur á, jafnvel fram á fullorðinsár. Hún hugsaði sig um eitt gjidar- tnk - Háaloftiö. — Það er nú svo stórt. Er það einhver sérstakur staður á háa- loftinu? — Ef ég segi þer það, þá er það ekkert leyndarmál lengur. — Þarf það aö vera leyndar- mál? Ef ég hefði nú eitthvað, sem mig langaði til að fela? Gæti ég þá ekki notaö ykkar felustað? Ég fann að ég var aftur að vinna traust hennar, en fann þó að hún stritaöi á móti. Hún brosti skyndilega. — Allt i lagi. Ég skal segja þér það. Þegar þú ferð upp á loft, þá skaltu ganga inn á mitt gólfiö. Svo snýrðu við og gengur út að veggnum til hægri. Þar hangir gamalt föstuljósker, skor- ið út úr graskeri, á snaga á veggnum. Það er hægt að taka 42 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.