Vikan


Vikan - 21.02.1974, Síða 48

Vikan - 21.02.1974, Síða 48
mig drqymdi SVAR TIL RAGNHILDAR Þú ert eitthvaö óánægð með núverandi atvinnu þína. Þú skalt engukvíða, því.að innan skamms hækkar þú í tign og óánægjan. rýkur úr þér. KÓNGULÆR I LOFTBELG Kæri draumaráðandi! Mig langar til aðbiðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi. Hann var á þessa leið. Mérfannstég háfa fundið loftbelg og var ég að svífa í honum. Svo kém ég niður á jörðina og þá segir mamma mér, að það sé oft mikið af kóngu'ióm í loft- belgjum. Þá fer ég að skoða loftbelginn og var hannall- ur morandi í kóngulóm. Mér fannt þetta svo ógeðslegt að ég klæddi mig úr peysunni og blússunni og fór að bursta þær til þess að vera viss um, að ekki væru kóngulær í fötunum mínum. Að því foknu dusta ég úr hárinu á mér, en finn engar kóngulær þar. Bið ég þá vinkonu mína um að lána mér hárbursta. Hún gerir það. Svo strýk ég yfir hárið, áður en ég set burstann í það og finn ég þá, að hárið á mér er allt morandi í kóngulóm. Þá varð ég hrædd og bað vinkonu mína um að tína þær úr hárinu á mér, en hvorki hún né systir hennar þorðu að gera það. Byrjáði ég þá sjálf að tína þennan ófögnuð úr hárinu á mér. Svo tekur mamma loftbieginn og hengir hann upp til að viðra kóngulærn- ar úr honum. Þannig endaði draumurinn og ég vonast eftir ráðn- ingu. — B.S. Þú þarft ekki að kvíða fátækt, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð. Þú hagnast vel á einhverju fyrirtæki og af draumnum verður ekki annað séð en þú hafir vit á að láta ekki auðinn ráða yfir þér. óhrein sálmabók. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að hvít sálmabók, sem ég á, var orðin hræðilega óhrein. Hvað heldurðu að þetta tákni? Vonast innilega til að fá svar v4ð þessu. Með fyrirfram þökk. Guðrún B. Þessi draumur er fyrir meiri trúhneigð þinni og meiri afskiptum af trúmálum. GÖMUL KONA OG HJÖRÐ AF SMABÖRNUM. Kæri draumráðandi! Fyrst ætla ég að láta þig vita, að ég fékk alveg rétta ráðningu á draumnum mínum hjá þér fyrir hátíðar. Draumurinn sá var um mýs, sem ég sauð. Þess vegna leita ég nú aftur á náðir þínar og bið þig að ráða þessa tvo drauma: í þeim fyrri fannst mér ég vera að leita að heimili gamallar konu, sem ég þekkti mjög lengi, en er nú dá- in fyrir tveimur árum. Ég hafði mikið fyrir því að finna hana, en loksins var ég komin á leiðarenda. Ég vissi þá, að gamla konan var í vinnu á heimili hjá fólki. Þegar ég kem þar inn úr dyrunum, sé ég hana krjúpa á gólfinu og húsmóðurina gegnt henni. Mér fannst þær vera að þurrka einhverja mylsnu eða ör- smá korn upp úr gólfinu. Þær brostu mjög fallega hvor til annarrar, en ég sá samt, að það var fals og uppgerð i þeim. Allt í einu henti húsmóðirin fullum hnefa af þessari mylsnu framan í gömlu konuna og er þá með mikinn haturssvip á andlitinu. Næst man ég eftir því, að ég var á f lótta með gömlu konuna og fannst mér, að ég ætlaði að bjarga henni úr klóm þessarar manneskju. Við hlupum ákaf lega hratt og gamla konan virtist ekki eiga neitt sérlega erfitt með að f ylgja mér eftir, þó að hún væri miklu eldri en ég. Ég leiddi hana. Við hlupum lengi og loks komum við að húsaþyrpingu. Þar spurðist ég fyrir um, hvort ekki væri hægt að ná í leigubíl, en það var engan bíl að fá. Þá héldum við áfram dauðhræddar um að konan næði okkur. Um það bil þremur dögum seinna dreymdi mig ann- an draum ., sem mig hafði reyndar líka dreymt nokkrum nóttum f yrr. Mig hryllir alltaf við, þegar ég hugsa um þennan draum. Mér fannst ég vera í heimsókn hjá vinkonu minni, sem býr í Reykjavík. í draumnum átti hún heima ein- hvers staðar f yrir utan bæinn. Vinkona mín fór í vinn- una, en ég stóð eitthvað lengur við heima hjá manni hennar. Svo lögðum við af stað gangandi í bæinn og urðum að ganga yfir mjög stórt óbyggt svæði. Þar á leiðinni var allt morandi af angalitlum börnum, alls- nöktum spriklandi á jörðinni. Þau voru örsmá en full- sköpuð. Mig hryllti svo við þessu, að ég sagði við vin minn: Haltu á mér, svo að ég stígi ekki ofan á þau. Um leið og ég sagði þetta henti ég mér dauðskelkuð um hálsinn á honum, en mér fannst hann.ekkert hugsa um, hvort hann gengi á þessum börnum eða ekki. Þau lágu mjög þétt, en þó voru á stöku stað áuðir blettir á milli þeirra. Vona, að þú getir ráðið þessa drauma. Kærar þakkir. Gunna. Þótt þessir draumar séu öllu erfíðari viðfangs, en sá um soðnu mýsnar, skal freistast til að ráða þá.. Fyrri draumurinn er þér að öllum líkindum fyrir þvi, að þú stendur bráðum á nokkrum tímamótum og þarft að taka þýðingarmikla ákvörðun. Þú átt þá í nokkrum erf iðleikum með að gera upp við þig, hvaða stefnu þú skulir taka og draumurinn lætur ekkert uppi um, hver hún verður. Þó að þig hrylli við seinni draumnum, er hann þér fyrir bjartri framtið. Samt lætur hann ekkert uppi, f rekar en hinn fyrri, í hverri mynd hann muni rætast.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.